Skinkuhorn með sinnepi og lauk í nestisboxið

Skinkuhornin hennar Andreu Gunnars eru góð hugmynd að nesti.
Skinkuhornin hennar Andreu Gunnars eru góð hugmynd að nesti. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg

Nú eru skól­arn­ir að fara á fullt og hefðbund­in rútína að hefjast á flest­um heim­il­um eft­ir sum­ar­frí. Þá er gott að fá góðar nest­is­hug­mynd­ir, hvort sem það er fyr­ir börn­in til að taka með í skól­ann eða full­orðna fólkið til að taka með í vinn­una. Næstu vik­urn­ar er ætl­un­in að deila með les­end­um Mat­ar­vefs­ins girni­leg­um upp­skrift­um að nesti. Andrea Gunn­ars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari með meiru sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Andrea Gunn­ars ætl­ar að byrja á því að opna upp­skrifta­safnið sitt fyr­ir les­end­um og mun reglu­lega deila með les­end­um góðum upp­skrift­um að nesti.

Heim­il­is­fræði var mitt upp­á­halds­fag

Andrea er ástríðukokk­ur og býr í Laug­ar­daln­um ásamt sam­býl­is­manni mín­um. „Ég er stjórn­mála­fræðing­ur að mennt en hef alla tíð haft óbrenn­andi áhuga á elda­mennsku, al­veg síðan ég var barn og var heim­il­is­fræði mitt upp­á­halds­fag í grunn­skóla. Það stóð aldrei til að byrja með mat­ar­blogg en eft­ir mikla hvatn­ingu frá vin­um og ætt­ingj­um ákvað ég að slá til og byrja að blogga, enda finnst mér al­veg ótrú­lega gam­an að elda góðan mat, búa til upp­skrift­ir og taka huggu­leg­ar mat­ar­mynd­ir og miðla til annarra,“ seg­ir Andrea með bros á vör.

Mamma bjó þau alltaf til

Fyrsta nest­is­upp­skrift­in sem Andrea deil­ir með les­end­um er skinku­horn með sinn­epi og lauk. „Þessi skinku­horn eru mjög vin­sæl í minni fjöl­skyldu, mamma bjó þau alltaf til þegar við fór­um í sum­ar­bú­stað og úti­leg­ur og ég hef lagt í vana minn að gera það líka,“ seg­ir Andrea og bæt­ir við að þau séu ein­mitt til­val­in til að taka með úti­leg­ur, laut­ar­ferðina og sum­ar­bú­staðinn líkt og taka þau með í nesti í skól­ann eða vinn­una.

Skinkuhorn með sinnepi og lauk í nestisboxið

Vista Prenta

Skinku­horn með sætu sinn­epi og lauk

Brauðdeig

  • 900 g hveiti
  • 60 g syk­ur
  • ½ tsk. salt
  • 100 g smjör, brætt
  • ½ l mjólk
  • 1 pk. þurr­ger 

Aðferð:

  1. Hitið mjólk­ina í potti á væg­um hita.
  2. Bætið smjör­inu út í og látið það bráðna sam­an við mjólk­ina.
  3. Bætið þurr­ger­inu og sykri í pott­inn, takið hann af hit­an­um og látið standa í nokkr­ar mín­út­ur.
  4. Blandið hveiti og salti sam­an í skál og bætið mjólk­ur­blönd­unni sam­an við.
  5. Hnoðið í deig og látið hef­ast und­ir viska­stykki í 50 mín­út­ur.
  6. Hnoðið þá deigið aft­ur og látið standa í 30 mín­út­ur til viðbót­ar.

Fyll­ing

  • 400 g rif­inn ost­ur
  • 3 pk. silk­iskor­in skinka
  • 1-2 dl sætt sinn­ep, gott að nota franskt sinn­ep
  • 1 lauk­ur, skor­inn smátt
  • 1 egg, til að pensla með
  • Ses­am­fræ

Aðferð:

  1. Blandið sam­an rifn­um osti, sinn­epi og lauk.
  2. Skiptið deig­inu í u.þ.b. 5 hluta og fletjið út í hringi.
  3. Skerið hvern hring í 8 sneiðar með pítsa­skera.
  4. Setjið silk­iskorna skinku og osta­blöndu á hverja sneið og rúllið upp.
  5. Raðið á bök­un­ar­plöt­ur sem klædd­ar hafa verið með bök­un­ar­papp­ír.
  6. Penslið horn­in með upp­hrærðu eggi og stráið ses­am­fræj­um yfir.
  7. Bakið við 200°C hita í 10-12 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka