Skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu

Dýrðleg skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu Malen. Svo fallega …
Dýrðleg skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu Malen. Svo fallega skreytt. Ljósmynd/Stefanía Malen

Stef­an­ía Malen Guðmunds­dótt­ir bak­ari elsk­ar fátt meira en að baka eins og les­end­ur Mat­ar­vefs­ins ættu að vera farn­ir að vita. Að þessu sinni býður Stef­an­ía les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp á helgar­bakst­ur­inn. Kak­an sem varð fyr­ir val­inu að þessu sinni hjá Stef­an­íu er vegna árs­tím­ans. Upp­skeru­tími berj­anna er í nánd og þetta er skyrkaka með blá­berj­um sem er í miklu upp­á­haldi hjá henni.

Stefanía Malen tók þátt í heimsmeistarakeppni ungra bakara sem fram …
Stef­an­ía Malen tók þátt í heims­meist­ara­keppni ungra bak­ara sem fram fór á Íslandi í sum­ar og stóð sig með stakri prýði. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þessi kaka er mjög fersk og góð. Ég ákvað að gera þessa upp­skrift vegna þess að nú fer að nálg­ast árs­tíma berjatínslu. Að fara í berja­mó er eitt af haust­verk­un­um og eru ómiss­andi bæði fyr­ir sál og bragðlauka. Þetta er frá­bær upp­skrift til að nota blá­ber­in í en einnig er hægt að skipta út blá­berj­un­um yfir í önn­ur ber t.d. jarðarber, hind­ber eða kræki­ber. Þessi kaka myndi ég segja að hafi mjög ís­lenska skír­skot­un þar sem botn­inn er í raun hjóna­band­sælu­upp­skrift sem er búið að breyta smá til þess að búa til  kexið. Svo er það auðvitað skyrið og ber­in. Þessi upp­skrift  er ekki mjög flók­in og hægt að gera kök­una á ein­um degi, “ seg­ir Stef­an­ía og er þegar byrjuð að fara í berja­mó og næla sér í ljúf­feng ís­lensk aðal­blá­ber.

Skyrkakan er fullkomin fyrir helgarbaksturinn.
Skyrkak­an er full­kom­in fyr­ir helgar­bakst­ur­inn. Ljós­mynd/​Stef­an­ía Malen

Skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu

Vista Prenta

Skyrkaka með blá­berj­um

Botn

  • 62 g haframjöl                      
  • 62 g smjör, bræðið                            
  • 56 g púður­syk­ur                   
  • 56 g hveiti                             
  • 2 g lyfti­duft               
  • 11 g vatn                               
  • 100 g brætt smjör                

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an hrærið til það er komið vel sam­an.
  2. Fletjið það síðan út á smjörpapp­ír, setjið á ofn­plötu inn í ofn og bakið við 160 °C  í 12 mín­út­ur.
  3. Látið kólna.
  4. Setjið síðan botn­inn í plast­poka og myljið með köku­kefli.
  5. Setjið muln­ing­inn í skál og blandið bræddu smjöri sam­an við.
  6. Finnið til 20 cm köku­form og setjið deigið þar ofan í.
  7.  Setjið síðan í botn­inn, þið þurfið að passa að ber­in komi ekki við kant­ana.
  8.  Stef­an­íu finnst góð regla að setja þau ein­um þumli frá kanti.

Skyrkak­an

  • 233 g skyr                             
  • 70 g flór­syk­ur           
  • 47 g eggj­ar­auður                  
  • 47 g vatn                               
  • 18 g vanillu­syk­ur                  
  • 7 g mat­ar­lím             
  • 130 g rjómi                           

Aðferð:

  1. Léttþeytið rjómann og setjið til hliðar.
  2. Setjið mat­ar­lím í bleyti.
  3. Setjið vatn og syk­ur sett í pott og hitið upp að suðu.
  4. Þeytið á meðan skyr, flór­syk­ur og eggj­ar­auður sam­an í hræri­vél.
  5. Þegar vatns­bland­an er kom­in upp að suðu slökkvið þá und­ir og setjið mat­ar­límið ofan í og hrærið þar til það leys­ist upp.
  6. Hellið síðan er vatns­blönd­unni ró­lega ofan í skyr­blönd­una og hrærið ró­lega á meðan. Þegar allt er komið sam­an blandið þið rjóm­an­um ró­lega sam­an við í þrem­ur hlut­um, þ.e.a.s. ein­um hluta af þrem­ur í senn.
  7. Hellið síðan blönd­unni í köku­formið ofan á botn­inn og blá­ber­in.
  8. Setjið inn í kæli í 1 klukku­stund.
  9. Loks setjið þið blá­berja­sult­una ofan á (sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan).

Blá­berja­sulta

  • 153 g blá­ber              
  • 62 g syk­ur                             
  • 3 g sítr­ónusafi                       
  • 30 g syk­ur                             
  • 3 g pektín                              

Aðferð:

  1. Setjið blá­ber, sítr­ónusafa og syk­ur í pott og hitið upp að suðu.
  2. Ef blá­ber­in eru stór, finnst Stef­an­íu gott að hakka þau aðeins meðan það er að malla í blönd­unni með spaða eða öðru áhaldi.
  3. Þegar bland­an er búin að malla og suðan er kom­in upp blandið þið pektín­inu sam­an við rest­ina af sykr­in­um og setjið síðan út í sult­una og hrærið í 2 mín­út­ur.
  4. Setjið síðan sult­una í skál og látið kólna í nokkr­ar klukku­stund­ir.
  5. Hrærið síðan í sult­unni þarf til hún er orðin slétt og silkimjúk.
  6. Stef­an­íu finnst mjög þægi­legt að nota töfra­sprota í það verk­efni.
  7. Smyrjið sult­unni síðan ofan á skyrmús­ina í köku­form­inu og setjið inn í kæli í a.m.k. 1,5 klukku­stund eða leng­ur þar til skyrkak­an er bor­in fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert