Undursamlega gott kjúklingasalat

Þetta litríka og ljúffenga kjúklingasalat sló í gegn á mínu …
Þetta litríka og ljúffenga kjúklingasalat sló í gegn á mínu heimili á dögunum. Ljósmynd/Sjöfn

Mat­ar­mik­il og bragðgóð kjúk­linga­salöt njóta mik­illa vin­sælda á mín­um heim­ili. Ég hef gert alls kon­ar út­gáf­ur af kjúk­linga­sal­ati og hef mjög gam­an að blanda sam­an ólíku hrá­efni, eins og græn­meti, ávöxt­um svo fátt sé nefnt. Ég gerði þetta und­ur­sam­lega góða kjúk­linga­sal­at síðustu helgi og það hvarf hratt úr skál­inni. Að þessu sinni blandaði ég sam­an sal­ati, kjúk­ling, pasta og harðsoðnum eggj­um ásamt öðru góðgæti. Þetta passaði mjög vel sam­an og með sal­at­inu bauð ég upp á sal­at­dress­ingu sem á ein­stak­lega vel með pasta og sal­ati. Í henni er líf­rænt vanillujóg­úrt og svo líka mjög gott að nota grískt jóg­úrt. Ég setti reynd­ar synd­sam­lega góða mini chili-pip­ar sem mér áskotnaðist í Suður Frakklandi út í sal­atið og mikið var hann góður í sal­at­inu. Hann sést á mynd­inni og leyfi hon­um því að vera með í upp­skrift­inni. Það er hægt að nota ís­lenska eldpip­ar í staðinn og velja þá gula og rauðan og skera smátt.

Undursamlega gott kjúklingasalat

Vista Prenta

Kjúk­linga­sal­at með eggj­um og pasta

  • 800 g kjúk­linga­bring­ur/ eða kjúk­linga­lund­ir
  • 250 g skrúfup­asta
  • 1 haus rautt blaðsal­at frá Sól
  •  1 pk. blandað sal­at frá Vaxa
  • 3-4  litl­ir rauðlauk­ar
  • 3 harðsoðin egg
  • 30 – 40 g muld­ar kasjúhnet­ur
  • Fersk­ar sprett­ur frá Vaxa ef vill
  • 1 krukka sal­atost­ur
  • Ætis­blóm ef vill
  • 1 krukka sal­atost­ur
  • Ferskt kórí­and­er frá Vaxa ef vill
  • Rauður og gul­ur mini chil­ipip­ar frá Frakklandi (ekki til hér á landi, fékk í Suður Frakklandi)
  • Ólífu­olía
  • Krydd lífs­ins  ef til vill eða annað krydd sem pass­ar vel með kjúk­ling

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­ling­inn niður í strimla og steikið upp úr olíu á meðal­heitri pönnu og kryddið  til með krydd­um að eig­in vali.
  2. Þegar kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn, takið hann þá til hliðar með sal­atið er út­búið.
  3. Má líka steikja bring­urn­ar í heilu lagi og skera þegar búið er að steikja þær.
  4. Sjóðið pasta­skrúf­urn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka og skolið eft­ir suðu með köldu vatni og látið kólna.
  5. Skerið annað hrá­efni í sal­atið niður og setjið í fal­lega skál, blandið síðan öllu sam­an í skál­ina, líka kjúk­lingn­um og pasta­skrúf­un­um.
  6. Gam­an að raða þessu fal­lega í skál­ina og hafa egg­in ásamt æt­is­blóm­um og sprett­um efst.
  7. Berið sal­atið með sal­at­dress­ingu að ykk­ar smekk. Ég notaði dress­ingu með líf­rænu vanillujóg­úr­ti með þessu sal­ati.

Sal­at­dress­ing

  • 250 g líf­rænt vanillujóg­úrt eða hreint grískt jóg­úrt
  • 2-3 msk. hvít­vín­se­dik
  • 1 tsk. sítr­ónusafi úr ferskri sítr­ónu
  • 1 msk. fersk stein­selja, smátt skor­in
  • 2-3 hvít­lauksrif mar­in, má sleppa ef vill
  • Hvít­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja jóg­úrt í skál og hrærið vel.
  2. Merjið hvít­lauksrif­in og setjið síðan allt hrá­efnið sam­an við jóg­úrt­ina og pískið vel sam­an Geymið í kæli fram að notk­un.
  3. Skreytið með ferskri stein­selju ef vill.
Gaman að leika sér með hráefnið í kjúklingasalatið og bera …
Gam­an að leika sér með hrá­efnið í kjúk­linga­sal­atið og bera það fal­lega fram. Ljós­mynd/​Sjöfn
Jógúrtsósa með hvítvínsediki passar vel með þessu salati.
Jóg­úrtsósa með hvít­vín­se­diki pass­ar vel með þessu sal­ati. Ljós­mynd/​Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert