Glænýr vikumatseðill sem á eftir gleðja bragðlaukana

Hér er kominn glænýr vikumatseðill og upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri …
Hér er kominn glænýr vikumatseðill og upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­leg­ri og leika við bragðlauk­ana. Samsett mynd

Nú er haustið að bresta í allri sinni dýrð, hefðbund­in rútína að haf­in á flest­um heim­il­um og all­ir að gera sitt besta til að koma sér í gír­inn. Mat­ur er manns gam­an og flest­ir eru með fasta tíma fyr­ir kvöld­verð. Hér er kom­inn glæ­nýr og fersk­ur vikumat­seðill í boði Mat­ar­vefs­ins sem vert er að skoða. Upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­leg­ri og leika við bragðlauk­ana.

Mánu­dag­ur – Fisk­rétt­ur með ind­versku karrí og bön­un­um

„Ávallt ljúft að bjóða upp á góðan fisk­rétt á mánu­dags­kvöldi.“

Þriðju­dag­ur – Anda­sal­at með app­el­sínusósu að hætti Vín­stof­unn­ar

„Á þriðju­dög­um er upp­lagt að fá sér mat­ar­mikið sal­at sem gleður bæði augu og munn.“

Miðviku­dag­ur – Ratatouille að hætti Frakka

„Þessi græn­met­is­rétt­ur er dá­sam­lega góður og á vel við í miðri viku. Frönsk mat­ar­gerð er ein­stak­lega heill­andi og slær yf­ir­leitt alltaf í gegn, það eru ein­hverj­ir töfra yfir henni.“

Fimmtu­dag­ur – Kjúk­linga­rétt­ur í mexí­kósósu

„Bragðgóðir kjúk­linga­rétt­ir, sér­stak­lega með mexí­kósku ívafi, njóta mik­illa vin­sælda. Þessi kjúk­linga­rétt­ur leik­ur við bragðlauk­ana og hægt er að leika sér með meðlætið. Full­kom­inn fyr­ir sauma­klúbb­inn líka.“

Föstu­dag­ur – Pítsa með burrata

„Föstu­dag­ar eru oft pítsu­dag­ar og þá er gam­an að búa til sína eig­in pítsu eða fara á sinn upp­á­hald­spít­s­astað og næla sér í pítsu. Það má njóta og gera vel við sig á föstu­dög­um. Þessi pítsa er ómót­stæðilega góð og burrata-ost­ur­inn er svo góður á pítsu.“

Laug­ar­dag­ur – Grillaðar lamba­lund­ir og nýtt ís­lenskt smælki

„Nú er upp­skeru­tími og þá er lag að nýta sal­atið og kart­öfl­urn­ar og töfra fram dýr­inds­máltíð til að njóta á laug­ar­dags­kvöldi. Grillaðar lamba­lund­ir born­ar fram á sal­ata­beði með nýju ís­lensku smælki á eiga vel við á þess­um árs­tíma.“

Sunnu­dag­ur – Grillaður heill kjúk­ling­ur með leyn­isósu sem klikk­ar ekki

„Annaðhvort er það lamba­lærið eða heill kjúk­ling­ur sem er ekta sunnu­dags. Í gamla daga var afar vin­sælt að bjóða annaðhvort upp á lamba­læri eða lambahrygg með öllu til­heyr­andi. Þar sem það eru lamba­lund­ir á seðlin­um á laug­ar­dags­kvöld er upp­lagt að vera bjóða upp á grillaða heil­an kjúk­ling í sunnu­dags­mat­inn. Þessi er með leyn­isósu sem get­ur ekki klikkað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert