Haustlegt bananabrauð með döðlum

Girnilegt bananabrauð með döðlum sem gleður á fallegum haustkvöldum.
Girnilegt bananabrauð með döðlum sem gleður á fallegum haustkvöldum. Ljósmynd/Þórdís ´Ólöf Sigurjónsdóttir

Þetta ban­ana­brauð er upp­á­halds hjá fjöl­skyld­unni henn­ar Þór­dís­ar Ólaf­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur hjá Grænker­um  en yngstu fjöl­skyldumeðlimun­um finnst gam­an að taka þátt í bakstr­in­um með móður sinni. Í haust­byrj­un er upp­lagt að baka ban­ana­brauð og ekki skemm­ir fyr­ir að hægt er að nýta ban­ana sem ekki ganga út í bakst­ur­inn áður en þeir verða skemmd­ir.

„Mér finnst mik­il­vægt að halda hvít­um sykri í lág­marki og ban­ana­brauð er frá­bær byrj­un­ar­reit­ur fyr­ir af-syk­ur­væðingu. Það er nefni­lega svo mik­il sæta í ban­ön­um og al­gjör óþarfi að setja fleiri hundruð grömm af sykri og púður­sykri til viðbót­ar. Í staðinn legg ég til að nota döðlur en þær gefa ekki aðeins sætu held­ur hafa ýmis já­kvæð heilsu­fars­leg áhrif, svo sem á bein, melt­ingu og á jafn­vel við barns­b­urð,“ seg­ir Þór­dís.

Kjúk­linga­bauna­safi galdra­hrá­efni

Gald­ur­inn við upp­skrift­ina seg­ir Þór­dís vera tvennt, ann­ars veg­ar kjúk­linga­bauna­saf­ann (e. aquafaba) en hann fæst með því að sigta saf­ann frá kjúk­linga­baun­um í dós. „Kjúk­linga­bauna­safi er al­gjört galdra­hrá­efni í veg­an bakstri og get­ur komið í stað eggja. Magnaðasta dæmið um notk­un þess hrá­efn­is er að með því að þeyta kjúk­linga­bauna­safa með sykri má gera veg­an mar­ens,“ seg­ir Þór­dís. Hins veg­ar er hitt atriðið að blanda sítr­ónusafa við plönt­umjólk og leyfa því að bland­ast sam­an en sýr­an hjálp­ar til við lyft­ingu og ger­ir brauðið mýkra.

Fátt er betra en ylvolgt, nýbakað bananabrauð.
Fátt er betra en ylvolgt, nýbakað ban­ana­brauð. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir

Haustlegt bananabrauð með döðlum

Vista Prenta

Haust­legt ban­ana­brauð

  • 1 dl kjúk­linga­bauna­safi, saf­inn sigtaður frá kjúk­linga­baun­um í dós
  • 2 dl mjúk­ar döðlur
  • 2/​3 dl brauðlaus olía, t.d. avóka­dóol­ía
  • 3 stk. vel þroskaðir ban­an­ar
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 dl ósæt plönt­umjólk
  • safi úr hálfri sítr­ónu
  • 3 dl hveiti
  • 1 dl haframjöl
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. kanill, mæli með ceylon kanil
  • 1/​2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 170° C blást­ur.
  2. Þeytið kjúk­linga­bauna­saf­ann í 1-2 mín­út­ur. Bætið stöppuðum döðlum sam­an við ásamt ol­í­unni og þeytið ör­lítið leng­ur (ég notaði mat­vinnslu­vél í að þeyta og mauka).
  3. Bætið nú þrem­ur þroskuðum ban­ön­um (stöppuðum) sam­an við ásamt vanillu­drop­um og hrærið.
  4. Í ann­arri skál er plönt­umjólk­inni hrært sam­an við sítr­ónusaf­ann og látið standa þar til mjólk­in hef­ur þykknað.
  5. Blandið nú þur­refn­un­um sam­an í stórri skál. Bætið vökv­an­um úr hinum tveim­ur skál­un­um sam­an við og hrærið var­lega með sleikju (ekki hræra of lengi því þá get­ur brauðið orðið seigt).
  6. Smyrjið form með olíu eða klæðið með smjörpapp­ír. Ef þið notið olíu mæli ég með að strá haframjöli yfir til að tryggja að brauðið fest­ist ekki við.
  7. Setjið deigið í formið og skreytið að vild. Ég notaði ban­ana sem var skor­inn langs­um en eins er fal­legt að strá grófu haframjöli yfir.
  8. Bakið í 40-50 mín­út­ur eða þar til brauðið er bakað í gegn.
  9. Berið fram volgt með því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert