Marsipan- og jarðarberjatertan hans Finns

Marsipan- og jarðarberjatertan hans Finns lítur vel út.
Marsipan- og jarðarberjatertan hans Finns lítur vel út. mbl.is/Eyþór Árnason

Finn­ur Prigge bak­ari sem er nú á leið til Þýska­lands, til Berlín­ar að taka þátt í Norður­landa­móti bak­ara ásamt liðsfé­lög­um sín­um, elsk­ar að gleðja sína nán­ustu með ljúf­feng­um og fal­leg­um kræs­ing­um. Það er ósjald­an sem hann töfr­ar fram dýr­ind­is­kök­ur og ber fram þegar hann lang­ar til að gera vel við sína. Þessa köku gerði hann einn góðan sum­ar­dag og má segja að þessi fína marsip­an- og jarðarberja­terta svipi mikið til Su­mar­köku Sofiu sem Sig­urður Már Guðjóns­son bak­ara­meist­ari hjá Bern­höfts­bakarí gerði í sum­ar til minn­ing­ar um Sofiu heit­inna. Þessi er þó aðeins ein­fald­ari í gerð og færri hrá­efni sem fara í bakst­ur­inn.

Finnur mælir með rífa niður smá límónubörk yfir tertuna, það …
Finn­ur mæl­ir með rífa niður smá límónu­börk yfir tert­una, það gefi henni skemmti­leg­an beisk­an keim. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Þarf að vanda til verka við bakst­ur­inn 

„Hún er til­tölu­lega ein­föld og sam­an­stend­ur af massa­rínu­botni, rjóma og jarðarberj­um en massa­rínu­botn­inn á ræt­ur sín­ar að rekja til Dan­merk­ur. Hann hef­ur lengi vel verið mikið notaður þar í landi sem og hér­lend­is, til dæm­is í marsip­anstykki, ávaxtasnitt­ur svo fátt sé nefnt. Einnig er botn­inn notaður sem grunn­ur í flókn­ari tertu­gerð fyr­ir allskon­ar til­efni. Botn­inn er þétt­ur og bragðmik­ill. Upp­skrift­in er, eins og áður sagði, ein­föld en það þarf að vanda til verka meðan á bakstr­in­um stend­ur.  Til dæm­is þarf að passa að marsip­anið og syk­ur­inn sé svipað og sand­ur áður en smjör­inu er bætt við því ann­ars er hætta á að það verði marsipan­kekk­ir í deig­inu. Einnig þarf að passa að setja egg­in ekki of hratt út í deigið því þá er hætta á að deigið skilji sig,“ seg­ir Finn­ur en mæl­ir ein­dregið með því að fólk prófið þessa og bjóði upp á með kaff­inu.

Finnur er á leiðinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Norðurlandamótið í …
Finn­ur er á leiðinn, ásamt liðsfé­lög­um sín­um, á Norður­landa­mótið í bakstri sem haldið verður í Þýskalandi, í Berlín í lok vik­unn­ar. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Marsipan- og jarðarberjatertan hans Finns

Vista Prenta

Marsip­an- og jarðarberja­tert­an hans Finns

Massa­rínu­botn

  • 200 g syk­ur                           
  • 200 g Od­en­se marsip­an       
  • 200 g smjör við stofu­hita    
  •  3 stk. egg                              
  • 100 g hveiti                           
  • ½ tsk. lyfti­duft                                  
  • Sítr­ónu­börk­ur af einni sítr­ónu 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 170°C.
  2. Setjið syk­ur í hræri­véla­skál og hrærið með spaðanum (K- spaðann) og setjið marsip­anið út í í nokkr­um hlut­um.
  3. Bætið við smjör­inu og þeytið hratt í um það bil 2 mín­út­ur.
  4. Bætið síðan eggj­un­um út í einu í einu, á miðlungs hraða og þeytið aft­ur í 2-4 mín­út­ur eða þar til bland­an er orðin mjög létt í sér. Gott að skafa niður kant­ana svo allt bland­ist jafnt.
  5. Blandið síðan rest­in af hrá­efn­un­um sam­an við og setjið í 24-28 cm smellu­form og setjið smjörpapp­ír í botn­inn.
  6. Setjið formið inn í ofn og bakið í 35-45 mín­út­ur eða þar til að botn­inn er bakaður í gegn. Þið getið tekið stöðuna á því með því að stinga litl­um hníf eða prjón í miðjan botn­inn og ef hann kem­ur hreinn út er botn­inn til­bú­inn.

Ofan á kök­una

  • 500 ml rjómi                         
  • 2 msk. vanillu­syk­ur              
  • 400 g jarðarber                     
  • Límónu­börk­ur eft­ir smekk (má sleppa)

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og bætið síðan vanillu­sykr­in­um við.
  2. Setjið rjómann ofan á botn­inn, Finn­ur sett­ur rjómann í sprautu­pokaog spraut­ar hon­um ofan á. En það má líka setja hann á með sleikju.
  3. Skerið ber­in niður og dreifið fal­lega yfir rjómann.
  4. Síðan má rífa niður límónu­börk yfir ef vill sem gef­ur smá lit og beisk­an keim.
  5. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert