Ómissandi upplifun að prófa grænu sósuna

Veitingarsaðurinn Relais de l’Entrecote í París er frægur fyrir grænu …
Veitingarsaðurinn Relais de l’Entrecote í París er frægur fyrir grænu leyndardómsfullu sósuna. Samsett mynd

Par­ís, sem oft er talað um að sé róm­an­tísk­asta borg heims og það er eng­um blöðum um það að flétta að það er eng­in borg eða land sem er meira hei­mótt en Par­ís­borg og Frakk­land. Par­ís er und­ur­fög­ur borg og lystisemd­ir henn­ar er ótelj­andi í víðu sam­hengi og það má líka með sanni segja að mat­ar­ást­in blómstri í Par­ís. Frönsk mat­ar­gerð er ein sú besta í heimi enda er Frakk­land ein­stök mat­arkista. Úrvalið af veit­inga­stöðum er mikið í Par­ís og það er í raun erfitt að velja á milli hvert á að fara og kall­ar stund­um á val­kvíða. Í borg­inni eru síðan fald­ir staðir, gull­mol­ar, sem eiga sér sér­stök leynd­ar­mál og leyniupp­skrift­ir sem hafa varðveist og gengið í erfðir sem gam­an er að heim­sækja. Það er til að mynda staðir sem bjóða upp á rétti á mat­seðli sem hafa verið óbreytt­ir í ár­anna rás og njóta alltaf jafn mik­ill­ar hylli.

Staðirn­ir eiga sér langa sögu

Ég hef stund­um fengið spurn­ing­una, hvert ég myndi hugs­an­lega fara í há­deg­is­verð í Par­ís til að gera eitt­hvað skemmti­legt og öðru­vísi, jafn­vel sögu­legt, þá svara ég gjarn­an, skreppa á Rela­is de l’Entrecote. Ég gæti auðvitað talið upp marga staði sem mér finnst gam­an að heim­sækja eins og Café de flore, Le bon Geor­ges, Chez Geor­ges, Les Deux Mag­ots svo fátt eitt sé nefnt. Marg­ir spyrja af­hverju, það er vegna þeirr­ar áhuga­verðu og eft­ir­minni­legu mat­ar­upp­lif­unn­ar að borða á staðnum. Fyr­ir hvern þann sem er að heim­sækja Par­ís­ar­borg þá er þetta jafn ómiss­andi viðkomu­staður eins og að skoða mörg helstu kenni­leiti Par­ís­ar­borg­ar. Ég myndi aldrei flokka Rela­is de l’Entrecote sem bein­lín­is fín­an veit­ingastað en al­gjör­lega þess virði að prófa vegna þess að staðirn­ir eiga sér langa sögu, mat­ur­inn er bragðgóður og þjón­ust­an fín og skemmti­leg að mörgu leyti.

Þær sem þjóna til borðs eru allar uppdressaðar eins og …
Þær sem þjóna til borðs eru all­ar upp­dressaðar eins og fransk­ar þjón­ustu­stúlk­ur voru klædd­ar hér á árum áður í huggu­leg­um ein­kenn­is­fatnaði. Sam­sett mynd

Þegar á staðinn er komið þá má bú­ast við röð viðskipta­vina vegna vin­sælda en ekki láta biðröðina trufla þig; hún er al­veg þess virði. Röðin geng­ur al­mennt fljótt fyr­ir sig og áður en þú veist af þá tek­ur við þér ein af þaul­reynd­um og glaðlyndu þjón­ustu­stúlk­um sem eru kvik­ar í snún­ing­um og vís­ar þér til borðs en þær eru all­ar upp­dressaðar eins og fransk­ar þjón­ustu­stúlk­ur voru klædd­ar hér á árum áður í huggu­leg­um ein­kenn­is­fatnaði.

Þrír staðir í Par­ís

Það er ekki beint mat­seðill á Rela­is de l’Entrecote, aðeins einn aðal­rétt­ur er í boði á stöðunum þrem­ur í Par­ís­ar­borg, nauta­steik, fransk­ar kart­öfl­ur og dökk­græna sós­an. Fyr­ir vikið geng­ur biðröðin ut­an­dyra hraðar fyr­ir sig. Það eina sem viðskipta­vin­ur­inn þarf síðan að að gera þegar sest er við borðið, er að til­greina þjón­ustu­stúlk­unni hvernig þú vilt að steik­in þín sé fram­reidd þegar hún kem­ur til taka pönt­un­ina. Sjálf kýs ég að hafa steik­ina al­mennt „medi­um rare“ og þannig fékk ég nauta­steik­ina sem var svo meyr að steik­in hrein­lega bráðnaði þegar upp í munn­inn var komið ásamt grænu sós­unni. 

Þetta er klassísk máltíð á þessum dásamlega stað, steikin borin …
Þetta er klass­ísk máltíð á þess­um dá­sam­lega stað, steik­in bor­in fram með frönsk­um kart­öfl­um og grænu sós­unni frægu. mbl.is/​Sjöfn

Staðirn­ir eru þrír í Par­ís eins og áður sagði og sá elsti er staðsett­ur í 6. hverfi sem kall­ast Saint-Germain. Borðap­ant­an­ir eru ekki í boði en engu að síður eru staðirn­ir þétt setn­ir frá há­degi til kvölds og viðskipta­vin­ir standa þol­in­móðir í röðum til að fá að gæða sér á matn­um á þess­um fjöl­sóttu veit­inga­stöðum Par­ís­ar­borg­ar. Vin­sæld­ir staðanna eru ótrú­leg­ar og skýr­ast senni­lega fyrst og fremst af skjótri og ein­faldri þjón­ustu enda ein­ung­is einn rétt­ur í boði. Það sést auðvitað þegar maður mæt­ir á staðina og upp­lif­ir stemn­ing­una og vin­sæld­ir þess­ara staða og ekki skemm­ir prís­inn á rétt­un­um fyr­ir sem eru sann­gjarnt verðlagðir miðað við margt sem maður þekk­ir.  Marg­ir koma aft­ur og aft­ur á Rela­is de l’Entrecote þegar þeir heim­sækja borg­ina enda sækja svo sem ferðamenn staðina líka sbr. heima­menn og aðra franska ferðalanga. Það er óhætt  að full­yrða að bragðgóð steik­in er eitt­hvað sem end­ur­spegl­ar franska mat­ar­menn­ingu. Óhætt er að segja að safa­rík steik­in sem bráðnar í munni og hinar grönnu heima­til­búnu og tvísteiktu girni­legu frönsku kart­öfl­urn­ar ásamt einni af  leynd­ar­dóms­fyllstu sós­um sem þekk­ist  er eitt­hvað sem þú vilt ekki missa af. Fyr­ir þá sem eru svang­ir þá er yf­ir­leitt boðið upp á ábót þegar hungrið sverf­ur að eitt­hvað sem er nú sjald­an í boði nema á drekk­hlöðnum hlaðborðum.

Leynd­ar­dóms­fulla sós­an

Þessi ein­falda og bragðgóða steik hef­ur verið fram­reidd óbreytt í marga ára­tugi ásamt grænu sós­unni og frönsk­un­um og eru staðirn­ir þekkt­ir um víða ver­öld enda mikið aðdrátt­ar­afl í Par­ís­ar­borg. Staðirn­ir hafa verið nefn­ir stund­um “Græna sós­an” með skír­skot­un til sós­unn­ar sem er fram­reidd með aðal­rétt­in­um en á ekk­ert skylt við nafn staðar­ins. Upp­skrift­in af dökk­grænu og leynd­ar­dóms­fullu sós­unni sem er afar ljúf­feng er eitt best varðveitta leynd­ar­mál veit­ingastaða í Par­ís­ar­borg.  Sam­kvæmt því sem grein­ar­höf­und­ur kemst næst um inni­halds­efni og hlut­föll sós­unn­ar þá hef­ur því aldrei verið ljóstrað upp eða gert op­in­bert og þykir enn ráðgáta. Jafn­framt hef­ur því verið fleygt fram að það sé einka­leyfi á sós­unni. Marg­ir hafa reynt að leika hana eft­ir og einnig marg­ir spek­úl­ant­ar velt vöng­um yfir inni­hald­inu og hlut­föll­um.

Það er þó ekki bara sós­an, meyrt nauta­kjötið og frönsku kart­öfl­urn­ar sem marg­ir elska, held­ur eru það bragðgóðir og spenn­andi eft­ir­rétt­ir sem þú þarft líka að hafa pláss fyr­ir og eru sann­ar­lega ekki af verri end­an­um.

Staðurinn er íhaldssamur hefur ekki breyst í áranna rás.
Staður­inn er íhalds­sam­ur hef­ur ekki breyst í ár­anna rás. mbl.is/​Sjöfn
Fjöldi fólks leggur leið sína á veitingastaðinn á hverjum degi.
Fjöldi fólks legg­ur leið sína á veit­ingastaðinn á hverj­um degi. Ljós­mynd/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert