Verðið lækkar mest í Nettó

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa segir að þau hafi gengið …
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa segir að þau hafi gengið enn lengra en áður í þeirri vegferð að lækka vöruverð. Ljósmynd/Nettó

Verð í versl­un­um Nettó lækkaði mest allra versl­ana á milli júlí og ág­úst sam­kvæmt mæl­ing­um Verðlags­eft­ir­lits ASÍ. Er tekið fram í grein­ingu ASÍ að hjá Nettó hafi verð í lang­flest­um vöru­flokk­um lækkað, þeirra mest flokk­ur létt­mjólk­ur, um 4,4%. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. 

„Frá því í janú­ar hef­ur verð lækkað í helstu vöru­flokk­um í Nettó, og mun versl­un­in halda áfram að spyrna gegn verðhækk­un­um með mark­viss­um hætti. Síðustu vik­ur höf­um við gengið enn lengra en áður í þess­ari veg­ferð og lækkað verð veru­lega á mörg­um mik­il­væg­um nauðsynja­vör­um,“ er haft eft­ir Gunn­ari Agli Sig­urðssyni, for­stjóra Sam­kaupa, í til­kynn­ing­unni. 

„Árang­ur­inn sést meðal ann­ars í ný­legri grein­ingu frá Verðlags­eft­ir­liti ASÍ, en þar kem­ur fram að á milli júlí og ág­úst lækkaði mat­vöru­verð mest í versl­un­um Nettó. Við þetta má bæta að Verðlags­eft­ir­litið mæl­ir ekki verð á öll­um vör­um og að lækk­an­ir Nettó eru enn meiri en mæl­ing­ar ASÍ gefa til kynna,“ bæt­ir hann við. 

Mark­mið að lækka verðið á inn­kaupa­körf­unni

Stefna Nettó er að bjóða eft­ir fremsta megni fjöl­breytt vöru­úr­val á breiðu verðbili, ásamt því að tryggja sam­keppn­is­hæft verð á helstu nauðsynja­vör­um heim­il­is­ins. Á þessu ári hef­ur Nettó end­ur­skoðað verðlagn­ingu í ýms­um vöru­flokk­um, með það að mark­miði að lækka verðið á inn­kaupa­körf­unni, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Þessi veg­ferð verðlækk­ana hef­ur kallað á mikla vinnu og kraf­ist út­sjón­ar­semi, en það er ánægju­legt að sjá ár­ang­ur­inn raun­ger­ast. Í dag birti Hag­stof­an nefni­lega nýj­ar verðbólgu­töl­ur og þar sést að í fyrsta skipti í þrjú ár lækk­ar mat­vöru­verð á milli mánaða. Nam lækk­un­in 0,5% og hef­ur það áhrif til lækk­un­ar vísi­tölu neyslu­verðs. Mark­mið okk­ar allra á að vera að ná verðbólgu niður og við erum stolt af þeim ár­angri sem við hjá Nettó höf­um náð,“ ef haft eft­ir Gunn­ari Agli. 

Upp­fært 30. ág­úst kl. 9:18

ASÍ hef­ur sent frá sér at­huga­semd þar sem fram kem­ur að í eft­ir­far­andi frétta­til­kynn­ingu frá Sam­kaup sé ekki minnst á að í sömu frétt sé tekið fram að verð í Nettó hafi hækkað mest í mánuðinum á und­an. Þar seg­ir: „Verðlag í  Nettó, Kjör­búðinni og Kram­búðinni hækkaði um­tals­vert í júlí eins og verðlags­eft­ir­litið benti á í ný­legri verðkönn­un. Verðlag þar lækkaði hins veg­ar í  ág­úst.“.

Í könn­un sem eft­ir­litið gerði í júlí var þetta áður til um­fjöll­un­ar, sjá hér. 

Hið rétta er að um 70% af vör­um í Nettó eru á hærra verði núna en þær voru í júní, fyr­ir þessa hækk­un/​lækk­un þróun.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert