Foreldaðu matinn fyrir veislur heima

Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú reynir að …
Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú reynir að forelda sem mest þegar matarboð skal halda. Ljósmynd/Aðsend

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar eins og hefð er fyr­ir. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Nú gef­ur hann það góða ráð að þú und­ir­búi þig vel þegar mat­ar­boð skal halda og mæl­ir með því að þú for­eld­ir það sem hægt er áður en gest­irn­ir koma í hús.

„Hver kann­ast ekki við að halda mat­ar­boð og fólk þarf að bíða eft­ir einu meðlæti eða meira því þú klúðraðir tíma­setn­ing­unni? Sniðugt er að for­elda meðlæti og kjöt sem taka lengri tíma til dæm­is eins og kart­öfl­ur, rót­argræn­meti, stór­ar steik­ur svo fátt sé nefnt. Þetta ger­ir mat­ar­boðið af­slappaðra og stress­laust. Auk þess sem það læt­ur þig líta út eins og þú sért með allt á hreinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert