Foreldaðu matinn fyrir veislur heima

Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú reynir að …
Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú reynir að forelda sem mest þegar matarboð skal halda. Ljósmynd/Aðsend

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar eins og hefð er fyrir. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Nú gefur hann það góða ráð að þú undirbúi þig vel þegar matarboð skal halda og mælir með því að þú foreldir það sem hægt er áður en gestirnir koma í hús.

„Hver kannast ekki við að halda matarboð og fólk þarf að bíða eftir einu meðlæti eða meira því þú klúðraðir tímasetningunni? Sniðugt er að forelda meðlæti og kjöt sem taka lengri tíma til dæmis eins og kartöflur, rótargrænmeti, stórar steikur svo fátt sé nefnt. Þetta gerir matarboðið afslappaðra og stresslaust. Auk þess sem það lætur þig líta út eins og þú sért með allt á hreinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert