Föstudagspítsan: Fjögurra ostapítsan hans Jóa Fel

Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel býður upp á …
Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel býður upp á föstudagspítsuna sem er alíslensk að þessu sinni, fjögurra ostapítsa sem bráðnar í munni. mbl.is/Arnþór

Heiður­inn af föstu­dagspít­sunni að þessu sinni á Jó­hann­es Felix­son, alla jafna kallaður Jói Fel, bak­ari með meiru. Hann er ný­bú­inn að gefa út ei­lífðarmat­reiðslu­bók sem ber heitið Elda­baka.is og á eft­ir að fjalla frek­ar um hér Mat­ar­vefn­um. Ástríða Jóa er meðal ann­ars að baka pítsu og leika sér með ný hrá­efni ofan á pítsuna. Jói býður hér upp á al­ís­lenska fjög­urra ostapítsu en allt hrá­efnið ofan á pítsuna er ís­lenskt. Ost­arn­ir eru ómót­stæðilega góðir þegar þeir hafa bráðna sam­an á þenn­an synd­sam­lega hátt. Hægt er að sjá aðferðina við pítsu­bakst­ur­inn hans Jóa frá grunni á nýju síðunni hans hér sem hef­ur að geym­a­ei­lífðarmat­reiðslu­bók­ina góðu.

Pítsan hans Jóa Fel er hin girnilegasta og ostarnir eru …
Píts­an hans Jóa Fel er hin girni­leg­asta og ost­arn­ir eru ómót­stæðileg­ar góðir þegar þeir eru bún­ir að bráðna sam­an og mynda þessa osta­blöndu. Ljós­mynd/​Jói Fel

Föstudagspítsan: Fjögurra ostapítsan hans Jóa Fel

Vista Prenta

Fjög­urra ostapíts­an hans Jóa Fel

Pít­sa­deig

4 stk - Tek­ur sól­ar­hring að út­búa þetta pít­sa­deig

  • 600 g hveiti 
  • 400 ml vatn
  • 20  g salt
  • 1 g þurr­ger

Aðferð:

  1. Leysið upp gerið í vatn­inu.
  2. Blandið hveit­inu ró­lega sam­an við á meðan verið er að vinna deigið, vinna í um það bil 5 mín­út­ur ró­lega.
  3. Látið deigið standa í um það bil 15 mín­út­ur. S
  4. Setjið síðan salt sam­an við og vinnið sam­an í öðrum gír í 8 mín­út­ur. 
  5. Látið síðan deigið standa í um það bil 3 klukku­stund­ir, veltið því tvisvar á meðan meðan það stend­ur.
  6. Gerið síðan 4 kúl­ur úr deig­inu og láta kúl­urn­ar standa í 1 klukku­stund við stofu­hita.
  7. Setjið þær síðan inn í kæli í um það 15-18 klukku­stund­ir.
  8. Takið út og látið standa á borðið við stofu­hita í um það bil 1-2 klukku­stund­ir áður en þið bakið.
  9. Fletjið út hverja kúlu út með hönd­un­um og út­búið botna.
  10. Næsta skref er að setja hrá­efnið sem á að fara ofan á botn­ana fyr­ir bakst­ur, sjá lista fyr­ir neðan.

 Ofan á pítsuna fyr­ir bakst­ur

Magn eft­ir smekk

  • Íslensk­ir kirsu­berjatóm­at­ar, maukaðir með salti og smá olíu
  • Íslensk­ur fersk­ur mozzar­ella­ost­ur
  • Íslensk­ur gráðost­ur að eig­in vali
  • Íslensk­ur Feyk­ir
  • Íslensk­ur rjóma­ost­ur
  • Íslensk eldpip­ar

Aðferð:

  1. Setjið hrá­efnið ofan á pítsuna eins og ykk­ur lang­ar að hafa það.
  2. Bakið pítsuna annaðhvort í úti-pít­sa­ofni eða í bak­arofni á háum hita.
  3. Fylgj­ist með bakstr­in­um og takið út þegar ost­ur­inn far­inn að bráðna og pítsu­botn­inn far­inn að taka á sig lit.

Ofan á pítsu eft­ir bakst­ur

Magn eft­ir smekk

  • Íslensk rifs­berja­sulta
  • Íslensk basilíka

Berið síðan fram á viðarbretti eða disk­um og njótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert