Heilsudrykkirnir hennar Unnar

Unnur Pálmarsdóttir fær innblásturinn sinn fyrir nýjar uppskriftir að heilsudrykkjum …
Unnur Pálmarsdóttir fær innblásturinn sinn fyrir nýjar uppskriftir að heilsudrykkjum þegar hún skiptir um umhverfi og fer í sólina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar haustið er að bresta á og hefðbund­in rútína er að kom­ast á, á flest­um heim­il­um finnst Unni Pálm­ars­dótt­ur mannauðsráðgjafa vert að huga enn bet­ur að heils­unni, nær­ingu og svefni. Meðal þess sem Unn­ur ger­ir á þess­um árs­tíma er að prófa sig áfram í heilsu­drykkj­um sam­hliða reglu­bund­inni hreyf­ingu og lík­ams­rækt.

Unn­ur starfar einnig sem hóp­tíma­kenn­ari og er eig­andi Fusi­on og hugs­ar því alla daga um heil­brigðan lífs­stíl og hvernig gera megi bet­ur. Hún veit að mataræði skipt­ir þar miklu máli og að til að ná ár­angri verði að huga að því sem borða og drukkið er.

„Ég er alltaf að prófa mig áfram í heilsu­drykkj­un­um, hvort sem það eru det­ox-drykk­ir, þeyt­ing­ar eða holl­ir saf­ar. Við fjöl­skyld­an fór­um í dá­sam­legt sum­ar­frí til Kanarí og þar eru ávext­irn­ir fersk­ir og góðir. Ég fékk mér ávallt nýkreist­an app­el­sínusafa á morgn­ana og mangóávöxt­inn sem er svo fersk­ur á Kanarí. Upp frá því spruttu þrjár nýj­ar og ein­fald­ar upp­skrift­ir að heilsu­drykkj­um sem mig lang­ar að deila með ykk­ur,“ seg­ir Unn­ur.

Fær inn­blást­ur að nýj­um upp­skrift­um

Unn­ur seg­ist fá inn­blást­ur að nýj­um upp­skrift­um þegar hún skipt­ir um um­hverfi. „Það er hvetj­andi að fara í annað um­hverfi og kynn­ast ann­arri menn­ingu og þjóð. Lofts­lagið á Kanarí er sér­stak­lega gott fyr­ir okk­ur og heil­næmt. Ég stundaði lík­ams- og heilsu­rækt í sól­inni nán­ast alla daga og von­ast til þess að Íslend­ing­ar taki vel við sér og hefji haustið á víta­mínsprautu á fal­legu eyj­unni Kanarí. Við höf­um verið á Maspalom­as-svæðinu sem nær til San Agustín og Playa del Ingl­és, Ensku strand­ar­inn­ar. Það er 17 km löng strand­lengja með frægu Dunas de Maspalom­as eða san­döld­un­um sem er á lista UNESCO yfir friðuð svæði,“ seg­ir Unn­ur og bæt­ir við að það sé ein­stak­lega fal­leg strand­lengja.

Eitt af því sem Unn­ur ger­ir líka er að fara með Íslend­inga í heilsu­efl­andi ferðir. „Það er því gam­an að segja frá því að ég býð upp á heilsu­efl­andi ferð til Kanarí í haust, dag­ana 2.-9. októ­ber, sem heit­ir Heilsu­rækt huga, lík­ama og sál­ar. Það er ynd­is­legt að stunda hreyf­ingu í fal­lega um­hverf­inu á Kana­ríeyj­unni sem er þekkt fyr­ir mjög mikla veður­sæld og ynd­is­legt lofts­lag allt árið um kring. Ástæðan fyr­ir því að ég vel Gran Can­aria er sú að ég hef ávallt komið end­ur­nærð til baka þaðan. Ég byrjaði að stunda hug­leiðslu og vinna að því að minnka streitu í dag­legu lífi og það er boðskap­ur­inn sem ég kem áleiðis í þess­um ferðum,“ seg­ir Unn­ur með bros á vör. Hægt er að sjá nán­ari upp­lýs­ing­ar um ferðina á vef Aventura – ferðaskrif­stofu.

Nær­ing­ar­rík­ir og holl­ir saf­ar

En eins og Unn­ur nefn­ir skipt­ir nær­ing­in líka miklu máli og þessa dag­ana eru versl­an­ir stút­full­ar af nýju fersku græn­meti sem upp­lagt er að nýta til að búa sér til nær­ing­ar­ríka og holla safa sem gleðja lík­ama og sál. „Það græn­meti og ávext­ir sem mér finnst best að nota til að búa til góðan heilsusafa eru gul­ræt­ur, sell­e­rí, tóm­at­ar, róf­ur, gúrk­ur, græn­kál, spínat, epli, ber, engi­fer og túr­merik.“

Unn­ur deil­ir hér þrem­ur heilsu­drykkj­um með les­end­um sem er kær­komið að njóta til að hefja haustrútín­una. Þetta eru drykk­irn­ir mangó tvist, grænn det­ox frá Unni og berja­holl­usta Unn­ar. „Mangó tvist-heilsu­drykk­ur­inn er frá­bær þegar mann lang­ar í eitt­hvað sætt og seiðandi á kvöld­in. Drykk­ur­inn er fal­leg­ur og bragðast svo vel. Frá­bært að toppa með fersk­um jarðarberj­um eða jafn­vel kó­kos. Græni det­ox-drykk­ur­inn er fersk­ur og nær­ing­ar­rík­ur með engi­fer og túr­merik. Loks er það berja­holl­ust­an en það er mjúk­ur og góður holl­ustu­drykk­ur þar sem ég blanda sam­an jarðarberj­um, blá­berj­um og hind­berj­um. Ber­in mega bæði vera fersk eða fros­in. Einnig nota ég prótein­duft til að gera drykk­inn enn betri að mínu mati,“ seg­ir Unn­ur.

Hér eru á ferðinni þrír dúndurgóðir heilsudrykkur, Mangó Tvist, Grænn …
Hér eru á ferðinni þrír dúnd­ur­góðir heilsu­drykk­ur, Mangó Tvist, Grænn Det­ox að hætti Unn­ar og Berja­holl­ust­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hver upp­skrift hér að neðan er gerð á sama hátt og best er að byrja á þess­um skref­um:

  1. Þvoið ávext­ina og græn­metið vel áður en þið blandið drykk­inn.
  2. Skerið ávexti og græn­meti í 1-2 litla bita. Fjar­lægja skal allt hýði.
  3. Setjið allt hrá­efnið í safa­pressu eða í Nutri­bull­et.
  4. Passið vel að setja ekki of mikið hrá­efni í bland­ar­ann svo að það verði síður erfitt að opna hylkið á bland­ar­an­um þegar drykk­ur­inn er til­bú­inn.
  5. Berið fram drykk­inn í fal­legu glasi eða íláti – því þá bragðast drykk­ur­inn bet­ur.

Heilsu­drykk­irn­ir henn­ar Unn­ar

Vista Prenta

Heilsu­drykk­irn­ir henn­ar Unn­ar

Mangó tvist

  • 1-2 dl mangó, ferskt eða frosið
  • 4-5 gul­ræt­ur
  • 1 ban­ani
  • 200 g jarðarber, fersk eða fros­in
  • 2-3 dl vatn
  • Klak­ar að vild

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í bland­ara og blandið þar til drykk­ur­inn er orðinn mjúk­ur. Hellið drykkn­um í fal­legt glas.

Grænn det­ox frá Unni

  • 1-2 græn epli, skor­in í tvennt og í litla bita
  • 1-2 stilk­ar sell­e­rí, skerið öll blöðin af
  • ½ ag­úrka
  • Græn­kál að vild, ferskt eða frosið
  • ½ sítr­óna af­hýdd og kreistið saf­ann í drykk­inn
  • ½ stk. ferskt engi­fer (val­frjálst)
  • ½ tsk. túr­merik
  • Kvist­ur af ferskri myntu (val­frjálst)
  • Klak­ar að vild

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í bland­ara og blandið vel. Hellið síðan drykkn­um í fal­legt glas.

Berja­holl­usta Unn­ar

  • 1 dl blá­ber
  • 1 dl jarðarber
  • 1 dl hind­ber
  • 1 cm engi­fer
  • ½ dl hreint vanillu- eða jarðarberja­prótein (má vera meira prótein að vild)
  • 2-3 dl möndl­umjólk eða vatn

Aðferð:

  1. Setjið hrá­efnið í bland­ara, þeytið sam­an og hellið í fal­legt glas.
Grænn detox frá Unni.
Grænn det­ox frá Unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Berjahollusta Unnar.
Berja­holl­usta Unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert