Íslensku bakararnir gerðu sér lítið fyrir og hrepptu silfrið

Íslenska bakaralandsliðið í ár, Finnur Prigge, Sunneva Kristjánsdóttir og Matthildur …
Íslenska bakaralandsliðið í ár, Finnur Prigge, Sunneva Kristjánsdóttir og Matthildur Ósk Guðbjörnsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland gerði sér lítið fyr­ir í gær, föstu­dag, og lenti í 2.sæti í á Norður­landa­mót­inu í bakstri, Nordic Cup, annað árið í röð. Mótið sem haldið var í Berlín lauk í dag með þess­um glæsi­lega ár­angri ís­lenska liðsins sem kem­ur heim með silf­ur og bik­ar. Svíþjóð sigraði keppn­ina og Nor­eg­ur lendi í þriðja sæti.

Mótið er á veg­um nor­rænu bak­ara­fé­lag­anna og senda  Norður­lönd­in senda hvert eitt lið sem skipað er þrem­ur bök­ur­um og ein­um dóm­ara til keppn­inn­ar. Íslenska liðið er skartaði ung­um og hæfi­leika­rík­um bök­ur­um þeim Finn Prigge, Matt­hildi Ósk Guðbjörns­dótt­ur og Sunn­evu Kristjáns­dótt­ur og eru þau him­in­lif­andi með ár­ang­ur­inn.

Hér má sjá verðlaunahafa gærdagsins við verðlaunaafhendinguna í Berlín.
Hér má sjá verðlauna­hafa gær­dags­ins við verðlauna­af­hend­ing­una í Berlín. Ljós­mynd/​Aðsend

 Nátt­úr­an var þema keppn­inn­ar í ár

Þemað í keppn­inni í ár var nátt­úra og tengdu bak­ar­arn­ir vör­urn­ar, bakk­elsið og skraut­stykkið við þemað eins og þau gátu að sögn Finns fyr­irliða liðsins. „Við þurft­um að fram­leiða á átta og hálfri klukku­stund 17 mis­mun­andi vöru­teg­und­ir sem voru í heild­ina í kring­um 230 vöru­liðir og svo var líka skraut­stykki sem var 100x100 cm á breidd og hátt í 140 cm að stærð,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir við að þau sé al­sæl með ár­ang­ur­inn og silfrið sé gulli betra.

Íslenska liiðið með kræsingarnar sínar og skrautstykkið metnaðarfulla.
Íslenska liiðið með kræs­ing­arn­ar sín­ar og skraut­stykkið metnaðarfulla. Sam­sett mynd

„Ég ákaf­lega stolt­ur af þessu unga og hæfi­leika­ríka fólki sem er land­inu og stétt­inni til mik­ils sóma,“ seg­ir Sig­urður Már Guðjóns­son bak­ara- og köku­gerðar­meist­ari og formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara. Það var sam­dóma álit þeirra sem fylgst hafa með keppn­inni  að ís­lenska liðið hafi tekið ótrú­lega hröðum fram­förum. 

Liðið þurfti að halda einbeitningu alla leið og hugað var …
Liðið þurfti að halda ein­beitn­ingu alla leið og hugað var að hverju smá­atriði. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert