Syndsamlega góð rifsberjabaka

Rifsberjabakan er fullkomin fyrir helgarbaksturinn enda er tími berjauppskerunnar þessa …
Rifsberjabakan er fullkomin fyrir helgarbaksturinn enda er tími berjauppskerunnar þessa dagana. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Þessa dag­ana er árstíð berj­anna. Rifs­ber eru alltaf sí­gild á haust­in og hvað er betra en að gera eitt­hvað nýtt og út­búa rifs­berja­böku. Rifs­berja­baka gleður bragðlauk­ana með sín­um sætu og súru tón­um og fær­ir okk­ur í leiðinni aft­ur inn í sum­arið, sama hvaða árstíð er. Þegar bak­an er bor­in fram með volg­um ís, þeytt­um rjóma eða smá vanillusósu, verður það hinn full­komni eft­ir­rétt­ur fyr­ir alla í fjöl­skyld­unni. Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi hef­ur mikið dá­læti af bök­um og þessa dag­ana leik­ur hann sér í eld­hús­inu í böku­bakstri. Hann býður því upp á þessa gleði fyr­ir helgar­bakst­ur­inn.

Árni Þorvarðarson bakari hefur mikið dálæti á bökum og haustin …
Árni Þor­varðar­son bak­ari hef­ur mikið dá­læti á bök­um og haust­in er hans tími fyr­ir böku­bakst­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Rifs­ber eru meira en bara ber – þau eru leið til að kanna nýja og spenn­andi heima í elda­mennsku. Með þess­ari upp­skrift að rifs­berja­böku færðu rétt sem er sann­kallaður hátíðarklass­íker, full­ur af ljúf­feng­um tón­um og ríkri hefð sem rifs­ber­in eru. Hver veit nema þetta verði fast­ur liður á borðstofu­borðinu þínu,“ seg­ir Árni og svipt­ir hér hul­unni af upp­skrift­inni af sinni upp­á­haldsrifs­berja­böku.

Þessi baka er góð leið til að njóta þess besta sem rifs­ber hafa upp á að bjóða. Hér er á ferðinni leið til að ljúka góðum máltíðum með ein­hverju óvæntu sem mun án efa vekja hrifn­ingu hjá mat­ar­gest­um.

Rifsberjabakan hans Árna tekur sig vel út í góða veðrinu.
Rifs­berja­bak­an hans Árna tek­ur sig vel út í góða veðrinu. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son

Syndsamlega góð rifsberjabaka

Vista Prenta

Rifs­berja­baka

Botn

  • 100 g smjör
  • 100 g syk­ur
  • 2 stk. egg
  • 240 g hveiti

Aðferð:

  1. Blandið sam­an smjöri, sykri og eggj­um í hræri­vél og vinnið ró­lega sam­an í um 3 mín­út­ur.
  2. Bætið hveit­inu sam­an við og blandið ró­lega sam­an. Klárið síðan að hnoða deigið með hönd­un­um á borðinu.
  3. Setjið deigið í plast­filmu og kælið í um 30 mín­út­ur.
  4. Rúllið svo deigið út og leggið í um 22 cm böku­form.

Rifs­berja­fyll­ing

  • 200 g mjólk
  • 2 msk. vanillu­drop­ar
  • 54 g syk­ur
  • 2 stk. eggj­ar­auður
  • 25 g maís­sterkja
  • 250 g maukuð rifs­ber
  • 25 g smjör

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efni sam­an í pott og hitið upp að 80°C, eða þar til kremið þykkn­ar.
  2. Takið pott­inn af hell­unni og bætið smjör­inu var­lega sam­an við.

Fyr­ir bakst­ur

  1. Skerið niður hvítt súkkulaði og dreifið yfir fyll­ing­una.

Bakst­ur

  1. For­hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Bakið í 25-35 mín­út­ur eða þar til yf­ir­borðið er gullið og fyll­ing­in búbbl­ar. Látið kólna áður en bak­an er bor­in fram.

Eft­ir bakst­ur

  1. Bræðið rest­ina af hvíta súkkulaðinu og dreifið yfir bök­una til að fá full­komna loka áferð. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka