Auður töfraði fram vikumatseðilinn á augabragði

Auður Ögn Árnadóttir matgæðingur með meiru á heiðurinn af matseðli …
Auður Ögn Árnadóttir matgæðingur með meiru á heiðurinn af matseðli vikunnar að þessu sinni. Svo flettir hún líka ofan af nýjungunum hjá 17 Sortum. Samsett mynd

Auður Ögn Árna­dótt­ir einn eig­enda hjá 17 Sort­um og mat­gæðing­ur á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem er hinn girni­leg­asti. Auður hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að vera í eld­hús­inu að töfra fram kræs­ing­ar sem gleðja mat­ar­hjartað en seg­ir þó að stund­um geti verið erfitt að gera öll­um til geðs þegar 6 eru sam­an í heim­ili. Mat­arsmekk­ur þeirra sé oft ólík­ur en sem bet­ur fer séu þó til nokkr­ir rétt­ir sem all­ir elska og dá og þá nái hún að slá í gegn.

Skap­andi og hug­mynda­rík­ar sam­an

Auður er ekki bara að galdra fram kræs­ing­ar heima í eld­hús­inu held­ur er hún líka að þróa og prófa nýj­ar kræs­ing­ar hjá 17 Sort­um sem hún og Sylvía Hauk­dal eiga og reka sam­an. Sam­an eru þær ótrú­lega skap­andi og hug­mynda­rík­ar þegar kem­ur að bakstri og köku­skreyt­ing­um. Þær vita fátt skemmti­legra en að gleðja af­mæl­is­börn og finna upp frum­leg­ar og fal­leg­ar kræs­ing­ar fyr­ir ýmis kon­ar til­efni sem vert er að fagna og halda upp á með fal­leg­um kræs­ing­um sem gleðja augu og munn.

Gullfallegar fígúrur sem eiga eftir að sóma sér vel á …
Gull­fal­leg­ar fíg­úr­ur sem eiga eft­ir að sóma sér vel á fal­leg­um tert­um. Sam­sett mynd

3D fíg­úr­ur og mar­en­stert­ur nýj­asta viðbót­in

„Við hjá 17 Sort­um höf­um ný­lega hafið sölu á 3D fíg­úr­um í versl­un­in Hag­kaup í Smáralind þar sem fólk get­ur komið við, án þess að panta fyr­ir­fram, og gripið með sér syk­ur­massafíg­úru til að skreyta kök­urn­ar sín­ar. Úrvalið er mis­jafnt frá degi til dags en við erum með nokkr­ar gerðir í boði,“ seg­ir Auður og er glöð að geta boðið upp á þessa viðbót. Meðal þeirra fíg­úra sem hægt er að fá er barns­leg­ur gír­affi, fíflsungi og Uni corn hest­ur. Þetta eru ekki einu nýj­ung­arn­ar sem hægt er að fá hjá 17 Sort­um, nú eru líka komn­ar nýj­ar mar­en­stert­ur. „Þær eru fágaðar og stíl­hrein­ar og allt öðru­vísi í út­lit en klass­ísk­ar mar­en­stert­ur við erum flest vön að sjá. Ég vona svo sann­ar­lega að þess­ar hitti í mark, við erum afar ánægðar með út­kom­una, bæði út­lit, bragð og áferð,“ seg­ir Auður að lok­um með bros á vör.

Marensterturnar sem eru að líta dagsins ljós hjá 17 Sortum …
Mar­en­stert­urn­ar sem eru að líta dags­ins ljós hjá 17 Sort­um eru fágaðar og fal­lega skreytt­ar á stíl­hrein­an hátt. Sam­sett mynd
Krúttlegar og barnslegar.
Krútt­leg­ar og barns­leg­ar. Sam­sett mynd

Auður töfraði síðan fram þenn­an girni­lega vikumat­seðil á auga­bragði og er búin að setja sig í stell­ing­ar fyr­ir mat­ar­gerðina út vik­una.

Mánu­dag­ur – Taco-súpa með heima­gerðu nachos

„Það er haust í kort­un­um og það finnst mér kalla á súpu. Svona mexí­kósúpa með hakki er gíf­ur­lega vin­sæl á heim­il­inu og ég er spennt fyr­ir að prófa þetta heima­gerða nachos þar sem það er í holl­ari kant­in­um.“

Þriðju­dag­ur – Plokk­fisk­ur og rúg­brauð

„Mér finnst við því miður allt of löt við að hafa fisk – ég vil kenna því um að heim­il­is­fólkið mitt hef­ur mjög mis­jafn­an smekk á fiski og erfitt að finna eitt­hvað sem öll­um lík­ar. Einn vill ekki vatna­fiska, ann­ar þolir ekki fisk í ofni og svo sá þriðji alls ekki steikt­an fisk. En hið ótrú­lega er að all­ir borða plokk­fisk svo hann verður fyr­ir val­inu sem full­kom­inn þriðju­dags­mat­ur og ekki er verra ef mamma er ný­bú­in að baka rúg­brauð og til í færa okk­ur.“

Miðviku­dag­ur – Girni­leg­ur kjúk­ling­ur

„Í miðri viku er til­valið að vera með kjúk­ling – hann renn­ur vel ofan í heim­il­is­fólkið, eig­in­lega al­veg sama í hvaða formi sem er. Mér fannst þessi al­veg sér­stak­lega girni­leg­ur og ennþá betra að hægt sé að henda öllu sam­an í eitt form og setja inn í ofn til að gleyma. Auðvelt og þægi­legt.“

Fimmtu­dag­ur – Sum­ar-taco sem eng­an svík­ur

„Á fimmtu­dög­um er fólk oft farið að telja niður í helg­ina og þess­ar rækj­ur stytta biðina. Við erum 6 í heim­ili og það eru all­ir sjúk­ir í rækjutaco - þar sem hver og einn set­ur sam­an sitt eigið taco er auðvelt að gera öll­um til hæf­is hvað varðar inni­haldið.“

Föstu­dag­ur – Bianca með kart­öfl­um og tim­i­an og eft­ir­réttapítsa

Eins og á svo mörg­um ís­lensk­um heim­il­um er föstu­dags píts­an orðin mjög sterk hefð hjá okk­ur. Maður­inn minn er bú­inn að vera með ít­alsk­an eld­sofn í garðinum í nokk­ur ár og nokk­urn veg­inn bú­inn að full­komna pítsurn­ar sín­ar. Paul­ino´s pítsa eins og við köll­um þær, bara klikka ekki. Við höf­um verið dug­leg að prófa mis­mun­andi álegg og út­færsl­ur en und­an­farið höf­um við verið að prófa okk­ur áfram með hvít­ar pítsur og því fannst mér þessi hljóma mjög spenn­andi  þó svo að ég myndi senni­lega skipta veg­an ost­un­um út fyr­ir hefðbundna. Við höf­um líka aðeins verið að prófa eft­ir­rétta-pítsur og það er mjög auðvelt að enda á einni slíkri þegar búið er að baka hinar.“

Laug­ar­dag­ur – Lambaskank­ar og meðlæti, skyrkaka í eft­ir­rétt

„Mér finnst gam­an að hæg­elda eitt­hvað lengi og ljúf­lega um helg­ar þegar meiri tími gefst í elda­mennsk­una held­ur en í miðri viku. Þá fyll­ir mat­ar­lykt­in húsið all­an dag­inn og kynd­ir und­ir til­hlökk­un og bragðlauk­ana. Þá er líka meira lagt í mat­inn en aðra daga og mér finnst ofsa­lega gam­an að vera með eft­ir­rétt líka eða for­rétt. Verð samt að viður­kenna að eft­ir­rétt­ur verður oft­ar fyr­ir val­inu. Mér finnst þessi ostakaka ótrú­lega girni­leg og svo er af­gang­ur­inn, ef ein­hver verður, líka til­val­inn með sunnu­dagskaff­inu.“

Sunnu­dag­ur – Egg Benedict með bestu hollandaise-sós­unni

„Ég elska að fá alla fjöl­skyld­una í mat en börn, tengda­börn og barna­börn telja orðið 15 manns svo það get­ur verið fjör hjá okk­ur. Við erum öll mjög hrif­in af Eggs Benedict og ósjald­an sem ég skelli í slíka veislu fyr­ir þau og ber fram með tóm­at­sal­ati og jafn­vel asp­as. Þessi upp­skrift af Hollandaise sósu er eitt­hvað sem ég þarf að prófa næst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert