Franskar krókettur eru algjört lostæti og spari kartöflur hjá mörgum. Hér erum við komin með eina ekta franska uppskrift af frönskum krókettum sem kemur úr smiðju Arthurs Lawrence Sassi sem á og rekur franska bistróið La Cuisine í mathöllinni á Hafnartorgi, Gallery.
Hann mun opna von bráðar í nýrri mathöll á Akureyri og þá munu Akureyringar á að njóta þess að snæða ekta franskar kræsingar. Hann kann sig fag fram í fingurgóma og króketturnar í þessari uppskrift ber Arthur fram með romanesco-sósu.
Krókettur í romanesco-sósu
Fyrir 4
- 125 g smjör
- 500 ml mjólk
- 125 g parmesanostur
- 150 g hveiti
- hálft búnt steinselja
- 200 g beikon
- 1 diskur af Panko-raspi
- 5 eggjarauður
- 4 tsk hvítur pipar
Aðferð:
- Skerið beikonið smátt og eldið í smjöri þar til gullinbrúnt.
- Bætið mjólk út á pönnuna og hrærið þar til hún hitnar.
- Bætið þá við parmesanosti og hrærið þar til hann bráðnar. Bætið hveitinu saman við og hrærið þar til þið eruð komin með gott mauk. Bætið við steinseljunni.
- Kælið.
- Búið til bollur og hafið hverja bollu um 50 grömm. Dýfið þeim ofan í eggjarauður (slegnar saman) og veltið síðan upp úr raspinu. Djúpsteikið í sólblómaolíu.
- Útbúið því næst romanesco-sósu.
Romanesco-sósa
- 400 g tómatar úr dós (fire roasted), sigtið vökva frá
- 3/4 bolli möndlur, ristaðar á pönnu
- 1/4 bolli hesilhnetur, ristaðar
- 1/4 bolli söxuð flatlaufa steinselja
- 1/4 bolli jómfrúarolía
- 1 tsk salt og auka til að smakka til með
- 1 tsk reykt paprikuduft
- 1/2-1 tsk rauðar piparflögur
- 1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
- safi úr hálfri sítrónu
Aðferð:
- Blandið saman og eldið í potti þar til þið eruð komin með fallega sósu.
- Berið fram tvær bollur á diski og hellið sósunni yfir. Stráið parmesan yfir að lokum.