Dýrindis steikar-taco sem bragð er af

Girnilegt steikar-taco sem bragð er af.
Girnilegt steikar-taco sem bragð er af. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni dýr­ind­is steik­ar-taco sem bragð er af. Nauta mín­útu­steik er full­kom­in til að nýta í rétt sem þenn­an og það tek­ur stutta stund að grilla mín­útu­steik­ina. Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Ger­um dag­inn girni­leg­an. Hild­ur deildi mynd­bandi með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram þar sem hún sýn­ir hversu auðvelt það er að út­búa þetta girni­lega steik­ar-taco sem vert er að kíkja á.

Dýr­ind­is steik­ar-taco sem bragð er af

Vista Prenta

Steik­ar-taco

  • 500 g nauta mín­útu­steik
  •  2 msk. Caj P grillol­ía
  •  1 tsk. cayenne pip­ar
  •  Salt og pip­ar eft­ir smekk
  •  1 stk. stór lauk­ur
  •  1 stk. rauðlauk­ur
  •  2 msk. smjör
  •  Litl­ar tortill­ur
  •  Ólífu­olía
  •  Rif­inn havarti ost­ur
  •  Sal­at að eig­in vali
  •  Tóm­at­ar
  •  Ferskt kórí­and­er

Sósa

  •  180 g sýrður rjómi
  •  ½ stk. sjáv­ar­salt
  •  ¼ tsk. hvít­lauks­duft
  •  ½ tsk. lauk­duft
  •  ¼ tsk. pip­ar
  •  1 msk. smátt skor­inn graslauk­ur
  •  1 msk. skorið kórí­and­er

Aðferð:

  1. Blandið Caj P grillol­íu, cayenne pip­ar, salti og pip­ar sam­an við mín­útu­steik­ina.
  2. Grillið steik­ina á vel heitu grill­inu í 1-2 mín­út­ur hvora hlið. Passið að grilla ekki of lengi því þá verður kjötið ekki eins gott og get­ur orðið seigt.
  3. Blandið sam­an í sós­una. Smakkið hana til og bragðbætið eft­ir smekk.
  4. Skerið lauk og rauðlauk í strimla. Steikið upp úr smjöri þar til lauk­ur­inn er mjúk­ur og vel steikt­ur.
  5. Dreifið tortill­un­um á bök­un­ar­plötu þakta bök­un­ar­papp­ír og penslið ólífu­olíu á þær. Því næst dreifið rifn­um havarti osti yfir og bakið inn í ofni við 180° hita þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
  6. Skerið tóm­ata smátt og sal­atið strimla.
  7. Rífið havarti ost­inn.
  8. Dreifið, sal­at­inu, sós­unni, laukn­um, tómöt­un­um, kjöt­inu, tómöt­un­um og smá fersku kórí­and­er á tortill­urn­ar eft­ir smekk og njótið vel. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert