Renata Zalles mun bjóða upp á matarupplifun á Einsa Kalda

Renata Zalles er gestakokkurinn sem verður á Einsa Kalda og …
Renata Zalles er gestakokkurinn sem verður á Einsa Kalda og kemur frá Bólivíu. Hún er mætt til Eyja og farin að undirbúa sig fyrir matargerðina. Ljósmynd/Frosti Gíslason

Mat­ar­hátíðin MAT­EY er hand­an við hornið sem hald­in verður í Vest­manna­eyj­um dag­ana 5. til 7. sept­em­ber næst­kom­andi. Eins og fram hef­ur komið á Mat­ar­vef mbl.is verða kon­ur í for­ystu­hlut­verki á hátíðinni að þessu sinni. Þetta er í þriðja skiptið sem mat­ar­hátíðin MAT­EY og færri komust að en vildu í fyrra þegar koma að því að bóka borð á veit­ingastaðina þar sem gesta­kokk­arn­ir sýndu list­ir sín­ar.

Þrír veit­ingastaðir taka þátt í hátíðinni í ár, Slipp­ur­inn, GOTT og Einsi Kaldi. Ein­ar Björn Árna­son mat­reiðslu­meist­ari er eig­andi veit­ing­arstaðar­ins Einsa Kalda. Hann hef­ur búið í Vest­manna­eyj­um allt sitt líf og er gift­ur Bryn­dísi Ein­ars­dótt­ir og eiga þau sam­an þrjú börn.

Strang­heiðarleg­ur veit­ingastaður

Ein­ar, eða Einsi eins og hann er alla jafn­an kallaður, rek­ur veit­ingastaðinn Einsa Kalda ásamt öfl­ugri veisluþjón­ustu sem er starf­rækt er í Höll­inni. Á vet­urna hef­ur Einsi og hans fólk jafn­framt séð flest öll­um börn­um Vest­manna­eyja­bæj­ar fyr­ir holl­um og góðum mat. Ástríða hans fyr­ir að mat­ar­gerð hef­ur blómstrað út í Eyj­um og það þekkja all­ir Einsa Kalda.

Þegar Einsi er spurður út veit­ingastaðinn og áhersl­urn­ar sem eru for­grunni svara hann því til að þetta sé strang­heiðal­eg­ur veit­ingastaður sem að legg­ur mikið upp úr því mat­ar­gest­um staðar­ins líði vel og njóti þess að heim­sækja hann. „Við vinn­um nán­ast allt sjálf frá grunni úr því besta hrá­efni sem völ er á að hverju sinni. Ég legg mikið upp úr fisk­rétt­um, góðu kjöti og fal­lega upp­sett­um og bragðgóðum rétt­um. Ásamt því leggj­um við áherslu á góð vín á sann­gjörnu verði og ekki skemm­ir fyr­ir að eiga ynd­is­lega þjóna sem að eru alltaf til í að leggja mikið á sig fyr­ir vörumerkið,“ seg­ir Einsi og bæt­ir við að hann hafi verið hepp­inn með starfs­fólk bæði í eld­húsi og í saln­um sem skipt­ir sköp­un fyr­ir gæði þjón­ust­unn­ar í heild sinni.

Mikið metnaður er í því að bera réttina fallega fram.
Mikið metnaður er í því að bera rétt­ina fal­lega fram. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il for­rétt­indi að fá framúrsk­ar­andi mat­reiðslu­menn í heim­sókn

Nú er þetta þriðja skiptið sem mat­ar­hátíðin MAT­EY er hald­in, hef­ur hún breyst mikið frá því hún var fyrst hald­inn fyr­ir tveim­ur árum?

„MAT­EY leggst mjög vel í mig í ár líkt og hin árin sem að hátíðin hef­ur verið hald­in. Hátíðin hef­ur ekki breyst mikið sem slík á þess­um þrem­ur árum sem að við höf­um haldið hana, en við erum orðin reynsl­unni rík­ari um það hvernig við get­um gert svona helgi að upp­lif­un fyr­ir gesta­kokk­ana okk­ar. Bæði þannig að þeim líði vel með okk­ur og að það sé afþrey­ing og gleði fyr­ir þá all­an tím­ann sem að þeir eru hér hjá okk­ur. Það eru mik­il for­rétt­indi fyr­ir okk­ur að fá svona framúrsk­ar­andi og flotta mat­reiðslu­menn í heim­sókn,“ seg­ir Einsi.

„Þetta er líka gef­andi fyr­ir okk­ur og við fáum nýj­ar og fersk­ar hug­mynd­ir í mat­ar­gerðina. Síðan er það þessi upp­lif­un að sjá hvernig aðrir reynslu­mikl­ir og efni­leg­ir mat­reiðslu­menn líta á hlut­ina og nýta hrá­efnið. Við spjöll­um mikið sam­an um mat­reiðsluaðferðir, hrá­efnið sem völ er á að hverju sinni og öllu því sem teng­ist að bjóða upp á mat­ar­upp­lif­un sem snert­ir hvern streng þess sem nýt­ur.“

Renata Zalles verður veitingastaðnum Einsa Kalda og mun leika listir …
Renata Zal­les verður veit­ingastaðnum Einsa Kalda og mun leika list­ir sín­ar með Ein­ar Birni Árna­syni á mat­ar­hátíðinni MAT­EY sem hald­in verður í Vest­manna­eyj­um. Sam­sett mynd

Hug­sjónamaður­inn bak við STUF­FED

Gesta­kokk­ur­inn sem mun leika list­ir sín­ar í eld­hús­inu hjá Einsa heit­ir Renata Zal­les og kem­ur frá Bóli­víu. „Hún er til að mynda hug­sjónamaður­inn á bak við veit­ingastaðinn STUF­FED í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku sem stend­ur til að opna í októ­ber næst­kom­andi og beðið er eft­ir með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Hún hef­ur unnið á mörg­um frá­bær­um veit­inga­stöðum og má þar nefna Gustu, Gaa og Lola. Hún er því hok­in reynslu og hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fag­inu sínu sem kokk­ur.“

Hér má sjá Einar Björn Árnason að leika listir sínar …
Hér má sjá Ein­ar Björn Árna­son að leika list­ir sín­ar í eld­hús­inu með gesta­kokkn­um, Francesco Triscornia, á síðustu mat­ar­hátíð sem hald­in var árið 2023. Ljós­mynd/​Karl Peters­son

Er búið að ákveða mat­seðil­inn?

„Já, mat­seðill­inn er mjög spenn­andi og Renata mun koma með ein­staka blöndu af alþjóðleg­um brögðum og búa til rétti sem bera virðingu fyr­ir menn­ing­unni sem hún er svo ástríðufull­ur full­trúi fyr­ir.“

Er sér­stakt hrá­efni sem verður í for­grunni í ár?

„Fisk­ur­inn okk­ar er aðal­hrá­efnið í ár eins og hin árin. Í ár leggj­um við áherslu á bacalao, þorsk ceviche og stein­bít. Það verður frá­bært að sjá Renötu koma með sín brögð og áhersl­ur í okk­ar hrá­efni, sem að við erum að nota allt árið um hring.“

Hvaða vænt­ing­ar hef­ur þú til hátíðar­inn­ar?

„Ég geri mikl­ar vænt­ing­ar til henn­ar. Þetta er krefj­andi verk­efni en jafn­framt mjög skemmti­legt og von­andi mæta sem flest­ir á alla veit­ingastaði bæj­ar­ins og njóta þess sem boðið verður upp á.“

Skipt­ir þig miklu máli að mat­ar­hátíð að þessu tagi sé hald­in í Vest­manna­eyj­um?

„Mér finnst hátíðin sér­stak­lega skemmti­leg fyr­ir mat­ar­menn­ingu eyj­anna. Þetta ger­ir mikið fyr­ir okk­ur og ég sem upp­al­inn eyjapeyi þá er ég nokkuð stolt­ur af þess­ari hátíð okk­ar. Þátt­tak­an er mjög góð, ég vona svo sann­ar­lega að flest­ir áhuga­menn um góðan mat komi og njóti með okk­ur. Mig lang­ar líka að fá að þakka öll­um sem að hafa komið að þess­ari hátíð MAT­EY á einn eða ann­an hátt. Það verður gam­an að sjá ykk­ur sem flest hress og kát um helg­ina,“ seg­ir Einsi að lok­um með bros á vör.

Augnakonfekt að njóta.
Augna­kon­fekt að njóta. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert