Sælkerasamlokur með túnfisksalati og bragðsterkum ostum

Andrea Gunnarsdóttir lagar gjarnan bragðmikið og saðsamt túnfisksalat sem hún …
Andrea Gunnarsdóttir lagar gjarnan bragðmikið og saðsamt túnfisksalat sem hún notar í samlokugerð. Bæði fyrir nestið í skólann sem og í ferðalagið. Samsett mynd

Það alltaf gam­an að fá góðar hug­mynd­ir af sam­lok­um með ljúf­meti á milli sem vert er að taka með í nestið eða ferðalagið. Þessa dag­ana er það helst nestið fyr­ir skól­ann og vinn­una sem er verið að setja sam­an en um helg­ar eru það oft nesti fyr­ir ferðalög­in eða sum­ar­bú­staður­inn. Þá er gott að taka með sér gott nesti til að njóta með sín­um bestu.

Andrea Gunn­ars­dótt­ir upp­skrifta­höf­und­ur sem held­ur úti sín­um eig­in upp­skrifta­vef hef­ur mikið dá­læti af góðum sam­lok­um sem gleðja lík­ama og sál. Hún ger­ir til að mynda reglu­lega tún­fisksal­at sem nýt­ur mik­illa vin­sælda á henn­ar heim­ili og síðan eru það sæl­kera­sam­lok­ur með bragðsterk­um ost­um og öðrum kræs­ing­um.

Bragðmikið tún­fisksal­at sem smellpass­ar með öllu

„Maður­inn minn er ein­stak­lega hrif­inn af tún­fisksal­ati, svo ég bý yf­ir­leitt til stór­an skammt af því og tek með í ferðalagið eða á ís­skápn­um fyr­ir nestið. Þetta tún­fisksal­at er al­veg stór­kost­lega gott, bragðmikið og smellpass­ar með öllu brauði og kexi. Það er full­kom­lega gott bara á heim­il­is­brauð en það er sér­lega gott að setja það á súr­deigs­brauð með smá sinn­epi og súr­um gúrk­um. Sam­lok­ur eru auðvitað alltaf gott nesti og ég tek því yf­ir­leitt a.m.k tvær teg­und­ir með í ferðalagið og þá kem­ur sam­loka með blá­berja­sultu, hrá­skinku, brieosti og kletta­sal­ati mjög sterk inn. Þessi sam­loka vek­ur alltaf mikla lukku og hverf­ur hratt af borðinu. Þau sem geta alls ekki borðað myglu­osta geta skipt brieost­in­um úr fyr­ir fersk­an mozzar­ella­ost eða burrata­ost, það kem­ur líka mjög vel út,“ seg­ir Andrea sem hef­ur mikið dá­læti af sam­lok­um sem gleðja bragðlauk­ana.

Samlokur með túnfisksalati og hráskinku og bragðmikluosti.
Sam­lok­ur með tún­fisksal­ati og hrá­skinku og bragðmiklu­osti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sælkerasamlokur með túnfisksalati og bragðsterkum ostum

Vista Prenta

Tún­fisk­sam­lok­ur og osta­sæl­kera­sam­lok­ur

Tún­fisksal­at Andr­eu

  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í vatni eða olíu, Andrea not­ar eina af hvoru
  • ½ rauðlauk­ur, smátt saxaður
  • 6 msk. steikt­ur lauk­ur
  • 5 egg hraðsoðin, skor­in smátt í eggja­sker­ar
  • 1 dós Voga ídýfa með krydd­blöndu
  • 3-4 msk. majónes
  • 1 msk. sætt franskt sinn­ep
  • 2 msk. Bost­on gúrka eða önn­ur teg­und af súr­um gúrk­um
  • 1,5 tsk. Bezt á fisk­inn
  • Nýmul­inn svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefn­un­um vel sam­an og geymið í lokuðu  íláti a.m.k. 6 klukku­stund­ir fram að notk­un.

Fyr­ir sam­lok­una

  • Súr­deigs­brauðsneiðar að eig­in vali
  • Súr­ar gúrk­ur
  • Sætt sinn­ep

Sam­setn­ing:

  1. Smyrjið brauðsneiðar með sætu sinn­epi, tún­fisksal­ati og súr­um gúrk­um eft­ir smekk.

Sam­lok­ur með blá­berja­sultu, brieosti og hráskinku

Magn fer eft­ir hversu marg­ar sam­lok­ur þið ætlið að gera og líka eft­ir smekk

  • Súrdeigs­brauð að eig­in vali í sneiðum
  • Blá­berja­sulta, upp­lagt að nota ykk­ar eig­in ef þið eigið eft­ir upp­skeru sum­ars­ins
  • Brieost­ur, skerið í sneiðar
  • Hráskinka
  • Kletta­sal­at

Aðferð:

  1. Smyrjið brauðsneiðarn­ar með blá­berja­sultu.
  2. Raðið brieostasneiðum eft­ir smekk á brauðsneiðarn­ar, raðið hrá­skinku yfir og toppið með kletta­sal­ati.
  3. Lokið sam­lok­un­um og geymið í kæli fram að notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert