Öllu því besta tjaldað til hjá Berglindi og Sigurði

Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eigendur veitingastaðarins GOTT hlakka …
Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eigendur veitingastaðarins GOTT hlakka til að taka á móti gestum á MATEY ásamt gestakokknum þeirra Adriana Solis Cavida. Ljósmynd/ Sólveig Adolfsdóttir

Mat­ar­hátíðin MAT­EY hefst með pomp og prakt í Vest­manna­eyj­um á morg­un, fimmtu­dag­inn 5. sept­em­ber og stend­ur til 7. sept­em­ber.

Eins og fram hef­ur komið á Mat­ar­vef mbl.is eru ein­göngu öfl­ug­ir kven­leiðtog­ar í mat­reiðslu sem verða í for­ystu­hlut­verki á hátíðinni að þessu sinni sem er fyr­ir marg­ar sak­ir sér­stakt. 

Boðið verður upp á metnaðarfulla mat­seðla og nýj­ung­ar sem aldrei hafa sést þar sem sjáv­ar­fang verður í for­grunni. En gesta­kokk­arn­ir munu leika list­ir sín­ar í eld­hús­inu og koma með nýj­ar strauma og stefn­ur úr sín­um menn­ing­ar­heimi.

Þrír veit­ingastaðir taka þátt í hátíðinni í ár, Slipp­ur­inn, Einsi Kaldi og GOTT. Hjón­in Berg­lind Sig­mars­dótt­ir og Sig­urður Gísla­son eiga og reka veit­ingastaðinn GOTT og eru Eyja­fólk í húð og hár.

Eft­ir að hafa búið í fjölda­mörg ár á höfuðborg­ar­svæðinu og er­lend­is og rekið þar veit­ingastaði við góðan orðstír snéru þau heim til Eyja fyr­ir ára­tug síðan og opnuðu þar veit­ingastaðinn GOTT.

Hug­mynda­fræðin á bak við staðinn átti að mörgu leiti rekja til met­sölu­bók­ar þeirra Heilsu­rétt­ir fjöl­skyld­unn­ar þar sem áhersl­an var á góðan og nær­ing­ar­rík­an mat þar sem mikið var lagt upp úr gæðum og hrein­leika mat­ar­ins.

Fal­lega saga staðar­ins

GOTT fagn­ar tíu ára af­mæli um þess­ar mund­ir og má segja að saga staðar­ins hafi verið með ein­dæm­um fal­leg. Staður­inn var upp­haf­lega lít­ill og nett­ur en hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg og fyr­ir nokkr­um árum síðan var byggt við hús­næðið.

Að sögn Sig­urðar hef­ur það gefið þeim mögu­leika að taka inn stærri hópa og þjón­usta bæði heima­menn og aðkomu­fólk bet­ur.

„Heima­menn hafa verið ótrú­lega traust­ur og góður kúnna­hóp­ur hjá okk­ur og fyr­ir það erum við ótrú­lega þakk­lát. Það eru for­rétt­indi að fá að vera í Eyj­um og það eru ótrú­leg­ir töfr­ar fólgn­ir í smæðinni og nánd­inni sem er í sam­fé­lag­inu,” seg­ir Sig­urður en orðstír staðar­ins nær langt út fyr­ir land­stein­ana og hafa þau fundið fyr­ir því að fólk komi langt að til þess að koma á staðinn sem á sér þétt­an aðdá­enda­hóp.

Nú er þetta þriðja skiptið sem hátíðin er hald­in, hef­ur hún breyst mikið frá því hún var fyrst hald­inn fyr­ir tveim­ur árum?

„MAT­EY var upp­haf­lega búin til svo við gæt­um lengt ferðamanna­tíma­bilið hér í Eyj­um með því að nýta góða veit­ingastaði og okk­ar ein­staka hrá­efni en út­kom­an hef­ur farið fram úr vænt­ing­um okk­ar allra,” seg­ir Berg­lind en þetta er í þriðja skipti sem hátíðin er hald­in.

„Við höf­um fengið frá­bært mat­reiðslu­fólk til okk­ar hvaðanæva úr heim­in­um og það má með sanni segja að MAT­EY sé veisla fyr­ir bragðlauk­ana þar sem úr­vals hrá­efni er í for­grunni og stemn­ing­in er mik­il.”

Veitingastaðurinn GOTT fagnar 10 ára um þessar mundir og á …
Veit­ingastaður­inn GOTT fagn­ar 10 ára um þess­ar mund­ir og á sér fal­lega sögu. Hlý­leik­inn er í fyr­ir­rúmi þegar inn er komið. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­mars­dótt­ir

Hátíðin í ár fyr­ir margt sér­stök

Hvaða vænt­ing­ar hafið þið til hátíðar­inn­ar?

„Hátíðin í ár er fyr­ir margt sér­stök en þó ekki síst þar sem all­ir gesta­kokk­arn­ir eru kon­ur. Mat­seðlarn­ir eru gríðarlega metnaðarfull­ir og spenn­andi og við hvetj­um fólk til að missa ekki af þess­ari ein­stöku bragðupp­lif­un sem í boði verður,” seg­ir Berg­lind en hátíðin hefst á fimmtu­dag­inn.

Skipt­ir ykk­ur miklu máli að mat­ar­hátíð að þessu tagi sé hald­in í Vest­manna­eyj­um?

„Ekki spurn­ing,” seg­ir Berg­lind og bæt­ir því við að hún sé mik­il­væg fyr­ir alla aðila. Veit­inga­menn, ferðaþjón­ustuaðila og ferðamen sem komi gagn­gert á hátíðina og ekki síst fyr­ir Eyja­menn sjálfa sem hafi verið dug­leg­ir að mæta og upp­lifa eitt­hvað nýtt á sín­um heima­velli.

„Það hef­ur mynd­ast frá­bær stemn­ing í kring­um hátíðina og fólk er að labba á milli staða, fá sér drykk eða tvo og hitta vini og kunn­ingja. Þetta hef­ur verið virki­lega vel heppnað og all­ir sem koma að hátíðinni eiga mikið hrós skilið.”

Hvernig er þátt­tak­ana í hátíðinni, koma marg­ir til Eyja til njóta?

„Þátt­tak­an hef­ur farið fram úr björt­ustu von­um og er sí­fellt að aukast. Bæði hafa heima­menn verið dug­leg­ir að sækja hátíðina sem og mik­ill fjöldi fólks af meg­in­land­inu. Marg­ir nýta tæki­færið og gista, ná tveim­ur og jafn­vel þrem­ur kvöld­um þannig og fara þannig á nokkra staði,” seg­ir Sig­urður en hátíðin hef­ur þótt ein­stak­lega vel heppnuð og metnaðarfull.

Bylt­ing­ar­kennt nálg­un á mexí­kóskri mat­reiðslu

Adri­ana Sol­is Ca­vida verður gesta­kokk­ur­inn í ár á GOTT á MAT­EY. „Við erum ákaf­lega spennt að fá til okk­ar hina mögnuðu Adriönu á GOTT á MAT­EY sjáv­ar­rétta­hátíðina í Eyj­um. Mat­arþekk­ing Adriönu sem kem­ur frá Mexí­kó­borg, á sér djúp­ar ræt­ur í rík­um hefðum heima­lands henn­ar.

Frá unga aldri fór hún á líf­lega mat­ar­markaði San Felipe Ixtacuixtla, þar sem götu-matar­fyr­ir­tæki ömmu henn­ar kveikti ástríðu henn­ar á mat leiddi til þess að hún fór að vinna á nokkr­um af þekkt­ustu veit­inga­stöðum heims.

Aðeins 19 ára göm­ul gekk Adri­ana til liðs við eld­húsið á Pujol, sem er í 13. sæti yfir 50 bestu veit­ingastaði heims, áður en hún bætti kunn­áttu sína enn frek­ar ásamt mat­reiðslugoðsögn­um eins og Ferr­an Adria á El Bulli og Edu­ar­do Garcia á veit­ingastaðnum Lalo!.

Þessi reynsla hef­ur mótað bylt­ing­ar­kennda nálg­un henn­ar á mexí­kóskri mat­reiðslu, sem hún býður upp á á veit­ingastað henn­ar í London, Ca­vita, sem hef­ur fengið lof gagn­rýn­enda. Á MAT­EY sjáv­ar­rétta­hátíðinni í Eyj­um mun Adri­ana koma með sína ein­stöku blöndu af ekta mexí­kósk­um brögðum og ný­stár­legri tækni, þar sem hún mun búa til ógleym­an­lega rétti hjá okk­ur á GOTT.

Þetta er ein­stakt tæki­færi til að upp­lifa mat­reiðslutöfra mat­reiðslu­manns sem sam­ein­ar hefðir Mexí­kó og ný­sköp­un­ar, með sér­völdu hrá­efni úr Vest­manna­eyj­um.

Adriana Solis Cavida verður gestakokkurinn í ár á GOTT á …
Adri­ana Sol­is Ca­vida verður gesta­kokk­ur­inn í ár á GOTT á MAT­EY. Ljós­mynd/​Aðsend

Hafa ekki átt orð yfir hrá­efnið sem er í boði

Er búið að ákveða mat­seðil­inn?

„Það er búin að fara mik­il vinna í mat­seðlana þar sem gesta­kokk­arn­ir fá að sýna hvað í þeim býr. Það er alltaf ótrú­lega skemmti­legt að sjá hvaða nálg­un og áhersl­ur kokk­arn­ir koma með og hvernig það bland­ast við ís­lensku hrá­efn­in. Áhersl­an hef­ur verið á sjáv­ar­metið úr Eyj­um og þeir gesta­kokk­ar sem hafa komið á hátíðina hafa ekki átt orð yfir hrá­efni sem hef­ur verið í boði enda er öllu því besta tjaldað til.

Sumt hrá­efnið er ekki al­mennt í boði og okk­ar upp­lif­un hef­ur verið sú að gesta­kokk­arn­ir séu ótrú­lega spennt­ir fyr­ir hátíðinni og að fá að vera í Vest­manna­eyj­um í nokkra daga og upp­lifa eitt­hvað allt öðru­vísi en þeir eru van­ir. Adri­ana tek­ur okk­ar ferska sjáv­ar­fang og set­ur það í mexí­kósk­an bún­ing, sem er ein­stak­lega spenn­andi,” seg­ir Berg­lind.

Hér má sjá matseðilinn sem í boðið verður á MATEY:
Hér má sjá mat­seðil­inn sem í boðið verður á MAT­EY:

Er sér­stakt hrá­efni sem verður í for­grunni í ár?

„Sem fyrr er áhersl­an á sjáv­ar­fangið og er hátíðin styrkt af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um hér í Eyj­um sem sjá gesta­kokk­un­um fyr­ir hrá­efni,” seg­ir Sig­urður. „Það kenn­ir því ým­issa grasa og oft er hrá­efni í boði sem alla jafna er ómögu­legt að fá.”

Hjón­in eru óðaönn að und­ir­búa staðinn fyr­ir hátíðina og metnaður­inn er í fyr­ir­rúmi í öllu því sem gert er til að tryggja að mat­ar­gest­ir muni eiga góðar minn­ing­ar um mat­ar­upp­lif­un­ina út í Eyj­um.

„Við hvetj­um fólk til að gera sér ferð til Eyja um helg­ina og smakka á her­leg­heit­un­um. Það taka flest­ir veit­ingastaðir bæj­ar­ins þátt með ein­um eða örðum hætti og við lof­um veislu fyr­ir bragðlauk­ana og ríf­andi stemn­ingu,” seg­ir þau hjón að lok­um.

Fyr­ir áhuga­sama þá má sjá mat­seðil­inn sem í boðið verður hér.

Adriana Solis Cavida er mætt til landsins og yfir sig …
Adri­ana Sol­is Ca­vida er mætt til lands­ins og yfir sig hrif­in af því sem ís­lensk nátt­úru hef­ur upp á að bjóða. Ljós­mynd/​Frosti Gísla­son
Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil og svo er líka …
Boðið er upp á fjöl­breytt­an mat­seðil og svo er líka hægt að fá öl sem er bruggað út í Eyj­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­mars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert