Plómuchutneyið hennar Hönnu

Hanna Thordarson ræktar plómur í óupphituðu gróðurhúsi og fær fína …
Hanna Thordarson ræktar plómur í óupphituðu gróðurhúsi og fær fína uppskeru í september. Hún gerir til að mynda plómuchutney með chili og engifer. Samsett mynd

Leir­lista­kon­an og ástríðukokk­ur­inn Hanna Thor­d­ar­son veit fátt skemmti­legra en að dunda sér í eld­hús­inu og fram­reiða kræs­ing­ar sem gleðja mat­ar­hjartað. Hún er hæfi­leika­rík og skap­andi í mat­ar­gerð og svo rækt­ar hún líka plóm­ur. Hún deildi á dög­un­um með fylgj­end­um sín­um þess­ari frá­bæru upp­skrift af plómuchut­ney með chili og engi­fer.

„Plóm­u­upp­sker­an í óupp­hitaða gróður­hús­inu mínu er í sept­em­ber. Stund­um er upp­sker­an góð og þá hef­ur mér og mínu fólki ekki tek­ist að sporðrenna þeim öll­um. Ég fann þessa góðu upp­skrift að plómuchut­ney og hef notað hana fyr­ir þær plóm­ur sem ekki kom­ast í gegn­um gæðaeft­ir­lit heim­il­is­fólks­ins,“ seg­ir Hanna.

Eins og Hanna seg­ir þá eru plóm­ur eru sem bet­ur fer í boði í versl­un­um en það búa ekki all­ir svo vel að rækta þær. Mörg­um krökk­um finnst gott að hafa þær með í nest­is­box­inu. Ef lún­ar plóm­ur finn­ast í ávaxta­skúff­unni er upp­lagt að nýta þær í plómuchut­ney en það á t.d. vel með kjúk­ling eða ofan á bleikj­una. Það vel hægt að mæla með þess­ari upp­skrift.

Girnilegt plómuchutneyið hennar Hönnu.
Girni­legt plómuchut­n­eyið henn­ar Hönnu. Ljós­mynd/​Hanna Thor­d­ar­son

Plómuchutneyið hennar Hönnu

Vista Prenta

Plómuchut­ney með chili og engi­fer

  • 300-350 g plóm­ur
  • 1 dl (75 g) muscova­dósyk­ur eða brúnn syk­ur
  • ½ dl rauðvín­se­dik
  • 1 rauður chil­ipip­ar  – saxaður fínt niður (smekks­atriðið hversu mikið fræhreinsað, meiri fræ, þeim mun sterk­ara)
  • 1 msk. engi­fer­rót, rif­in fínt, ef hana not­ar líf­rænt engi­fer sleppi hún að flysja það

 Aðferð:

  1. Skerið plóm­urn­ar niður og stein­hreinsið, setjið síðan í pott.
  2. Stráið sykri stráð yfir og látið bíða um stund.
  3. Látið suðuna lát­in koma upp og bætið við ed­iki, chili og engi­fer.
  4. Látið sjóða á meðal­hita í 30 – 40 mín­út­ur.
  5. Setjið í hreina krukku, ágætt að sjóða hana í ör­stutta stund, lok skrúfað á.
  6. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert