Sjáið Helgu Möggu gera „sheperds pie“

Helga Magga að leika sér í eldhúsinu og búin að …
Helga Magga að leika sér í eldhúsinu og búin að töfra fram ekta breskan rétt „shepards pie“. Samsett mynd

Í til­efni af Bresk­um dög­um í Hag­kaup ákvað Helga Magga heil­su­markþjálfi og sam­fé­lags­miðlastjarna að prófa að búa til „sheperds pie“ eða sem kall­ast á ís­lensku „fjár­hirðis­baka“ sem er ekta bresk­ur rétt­ur sem smellpass­ar inn í haustrútín­una. „Pie“ eða bök­ur eru mjög vin­sæl­ar í Bretlandi eru þjóðarrétt­ur. Ofan á hakk­rétt­in­um er saðsöm kart­öflumús og síðan er rétt­ur­inn bor­inn fram með fersku sal­ati.

Helga Magga bar fram gúrku­sal­at með rétt­in­um en hver og einn get­ur valið sal­at eft­ir sín­um smekk til að hafa með rétt­in­um. Hún deildi jafn­framt með fylgj­end­um sín­um mynd­bandi sem sýn­ir hvernig hún lag­ar þetta dýrðlega „pie“ sem upp­lagt er að skoða ef þið viljið prófa þenn­an rétt.

Sjáið Helgu Möggu gera „sheperds pie“

Vista Prenta

Sheperds pie og gúrku­sal­at

Sheperds pie/​Fjár­hirðis­baka

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 1 lauk­ur (150 g)
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • 2-3 gul­ræt­ur (100 g)
  • 2 sell­e­rí stilk­ar (45 g )
  • 3 msk. tóm­at púrra
  • 1 msk. worcesters­hire sósa
  • 2 msk. bisto í 200 dl vatn
  • 2 dl rauðvín
  • 200 g græn­ar baun­ir
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ferskt rós­marín eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ol­í­una á pönnu.
  2. Steikið síðan nauta­hakkið á pönn­unni upp úr ol­í­unni.
  3. Kryddið hakkið til með salti og pip­ar.
  4. Skerið síðan lauk­inn og sell­e­ríið smátt niður.
  5. Rífið niður gul­ræt­urn­ar með rif­járni.
  6. Blandið síðan laukn­um, sell­e­rí­inu og gul­rót­un­um út í hakkið.
  7. Setjið síðan worcesters­hire sós­una út í ásamt tóm­at púrr­unni.
  8. Blandið síðan bisto sam­an við vatn og hellið út á pönn­una ásamt rauðvín­inu.
  9. Rífið hvít­lauk­inn fínt niður og bætið út á pönn­una.
  10. Bætið að lok­um grænu baun­un­um út á pönn­una ásamt ferska rós­marín­inu.
  11. Látið þetta malla við lág­an hita í um bil 30 mín­út­ur eða leng­ur.
  12. Næst er vert að laga kart­öflumús­ina.

Kart­öflumús

  • 700 g kart­öfl­ur
  • 2 eggj­ar­auður
  • 120 g par­mesanost­ur
  • 2 msk. smjör
  • 50 - 70 ml mjólk 
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja kart­öfl­urn­ar, skerið þær í bita og sjóðið í um bil 20 -25 mín­út­ur.
  2. Þegar þær eru til­bún­ar er best að gera kart­öflumús­ina í hræri­vél en það má hræra hana sam­an á ann­an hátt.
  3. Setjið kart­öfl­urn­ar í hræri­véla­skál­ina ásamt, salti, pip­ar, rifn­um par­mes­anosti, 2 msk. smjöri, eggj­ar­auðum og mjólk.
  4. Blandaðu þessu vel sam­an.
  5. Helga Magga setti um það bil 80 g par­mesanost út í kart­öflumús­ina og 40 g ofan á.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið svo kjö­trétt­ur­inn ofan í eld­fast mót og setjið síðan ofan á.
  2. Setjið rif­inn par­mesanost yfir í lok­in en það má líka setja venju­leg­an rif­inn ost.
  3. Hitið rétt­inn í ofni í um það bil 25 mín­út­ur við 200°C hita eða þar til ost­ur­inn er far­inn að bráðna.

Gúrku­sal­at

  • 1 gúrka, niður­skor­in
  • 100 g grísk jóg­úrt
  • 1 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 3-4 msk. ferskt dill  
  • salt, pip­ar og hvít­lauk­ur eft­ir smekk
  • vor­lauk­ur, skor­inn niður í sneiðar, magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið grískri jóg­úrt, hrís­grjóna­e­diki, dilli, hvít­lauk og krydd­um sam­an í skál og setjið svo gúrk­una út í í lok­in.
  2. Setjið síðan vor­lauk­inn ofan á sal­atið í lok­in.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert