Ísak veit hvernig þú átt kyrrsetja skurðarbretti

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins gefur lesendum góð ráð.
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins gefur lesendum góð ráð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar eins og hefð er fyr­ir. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga og nú er það gott ráð við eld­hús­störf­in. Þegar unnið er á skurðarbretti, skipt­ir máli hvernig frá­gang­ur­inn er og hægt er að koma í veg fyr­ir að brettið renni til og frá.

Svona er best að tryggja að skurðarbrettið fari ekki á …
Svona er best að tryggja að skurðarbrettið fari ekki á ferð og flug. Ljós­mynd/​Aðsend

„Kyrr­settu skurðarbrettið, að skera á bretti sem renn­ur til og frá get­ur verið óþolandi og jafn­vel hættu­legt. Til að koma í veg fyr­ir þetta er sniðugt að bleyta papp­ír eða tusku og setja und­ir skurðarbrettið. Skurðarbrettið nær þannig gripi við borðið og fer ekki á flug þegar verið er að skera,“ seg­ir Ísak og bæt­ir við að hann noti þetta ráð ávallt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert