Leynihráefnið í uppáhaldspitsu Margrétar

Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að …
Margrét Leifs er hrifin af haustinu og ávallt spennt að komast aftur í rútínu, sérstaklega hvað viðkemur mataræði. mbl.is/Árni Sæberg

Mar­grét Leifs er hrif­in af haust­inu og ávallt spennt að kom­ast aft­ur í rútínu, sér­stak­lega hvað viðkem­ur mataræði. Hún seg­ir lífs­stíl sinn breyti­leg­an eft­ir árstíðum og þegar haustið komi eldi hún meira og borði holl­ari mat.

Hún á sér nokkr­ar upp­á­halds­rétti sem eiga vel við í haust­byrj­un og svipt­ir hér hul­unni af sinni upp­á­hald­spitsu en í henni er leyni­hrá­efni sem ger­ir botn­inn „djúsí“, eins og Mar­grét tek­ur sjálf til orða. Mar­grét er heil­su­markþjálfi og arki­tekt með ástríðu fyr­ir sjó­böðum og heil­brigðum lífs­stíl og þar flétt­ast mataræði sterkt inn. Mat­ur er stór þátt­ur í lífi Mar­grét­ar og á haust­in tek­ur ávallt ákveðin rútína við.

Mik­il­vægt að elska all­an mat

„Haustið leggst mjög vel í mig. Mér finnst svo gott að gefa mér mikið frelsi í mataræði og lífs­stíl á sumr­in og svo er ég svo spennt að byrja í meiri rútínu á haust­in. Á sumr­in borða ég alls kon­ar og fer oft seinna að sofa. Meira kæru­leysi og slaki í öllu. Nenni oft ekki að elda, borða meira úti. Þetta veld­ur því að þegar líður að hausti þá er ég far­in að þrá meiri reglu. Fara fyrr að sofa, elda meira og borða holl­ar. Þetta eru and­stæður sem mér finnst nauðsyn­leg­ar. Breytt­ur lífs­stíll eft­ir árstíðum, lífið er ekki alltaf eins. Nótt og dag­ur, ljós og myrk­ur, mis­mun­andi takt­ur gef­ur meiri fjöl­breyti­leika,“ seg­ir Mar­grét.

Í hefðbund­inni rútínu finnst Mar­gréti skipta miklu máli að hún leyfi sér að borða allt sem hún vill. „Ég lifi alltaf eft­ir þeirri reglu að ég borða allt sem ég vil, en ég leit­ast við að borða í 80% til­fella mat sem elsk­ar mig til baka og ekki meira en 10-20% mat sem ég veit að ger­ir mér ekki gott. Það er mik­il­vægt að elska all­an mat sem fer ofan í okk­ur og borða hann með góðri sam­visku. Það er líka mik­il­vægt að njóta mat­ar­ins.“

„Mér finnst frá­bært að byrja máltíðir á að þakka fyr­ir. Þakka fyr­ir mat­inn, þakka þeim sem komu að því að rækta hann, flytja hann og elda. Þetta er hægt að gera upp­hátt eða í hljóði. Með því að tyggja hvern bita vel hjálp­um við melt­ing­ar­líf­fær­un­um við upp­töku nær­ing­ar­efna,“ seg­ir Mar­grét og bros­ir sínu ein­læga brosi. Þegar hausta tek­ur verður Mar­grét dug­legri að elda og er þá iðin við að út­búa sína upp­á­halds­rétti. Njóta þeirra við huggu­leg­heit og kerta­ljós enda farið að dimma á þess­um árs­tíma.

Al­gjör bón­us að hún er glút­en­laus

„Þetta er upp­á­hald­spits­an mín og það er heiður að fá að deila henni með ykk­ur. Leyni­hrá­efnið er huskið sem ger­ir botn­inn svo djúsí. Það er al­gjör bón­us að hún er glút­en­laus þannig að hún veld­ur ekki uppþembu hjá þeim sem eru viðkvæm­ir fyr­ir glút­eni. Þú ræður hvað þú hef­ur botn­inn þykk­an. Ef hann er í þykk­ara lagi þá leng­ist bök­un­ar­tím­inn aðeins. Mér finnst best að baka botn­inn sér og steikja áleggið og raða henni síðan sam­an.“

Margrét sviptir hulunni af uppáhaldspítsunni sinni en þar leikur botninn …
Mar­grét svipt­ir hul­unni af upp­á­hald­spít­sunni sinni en þar leik­ur botn­inn aðal­hlut­verkið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það er líka hægt að búa til vefj­ur með þessu deigi. Pitsa þarf að vera lit­rík og djúsí og gam­an að hafa á til­finn­ing­unni að maður sé að sukka feitt en í raun­inni er maður að borða nær­ing­ar­rík­an og mjög holl­an mat,“ seg­ir Mar­grét sposk á svip og bæt­ir við að hug­mynd­in að upp­skrift­inni bygg­ist á upp­skrift frá Ebbu Guðnýju Guðmunds­dótt­ur.

Inn­blástur­inn í mat­ar­gerðina fær Mar­grét þegar hún skoðar upp­skrift­ir en hún fer ekki eft­ir þeim.

„Mér finnst mjög gam­an að skoða upp­skrift­ir en ég get alls ekki farið eft­ir þeim, það er bara ein­hver erfðagalli í mér sem ég ræð alls ekki við. Ég get ekki einu sinni farið eft­ir eig­in upp­skrift­um, ég þarf alltaf að breyta ein­hverju smá­veg­is. Ég horfi á upp­skrift­ir og hef þær til hliðsjón­ar og svo geri ég bara eitt­hvað. Svona eins og sænski kokk­ur­inn í Prúðuleik­ur­un­um í gamla daga. Mér finnst mik­il­vægt að skemmta mér þegar ég elda og ég skemmti mér best ef get leikið mér og verið skap­andi. Elda­mennska er leik­ur í mín­um huga, ekki al­var­leg fram­kvæmd. Það geta all­ir eldað sem á annað borð vilja það. Með því að elda þá ertu að búa til sam­veru­stund fyr­ir þá sem þér þykir vænt um og sam­veru­stund­ir eru okk­ur dýr­mæt­ar.“

Ghee-orkukúlurnar eru hreint sælgæti að njóta og sérstaklega lúxusútgáfan en …
Ghee-orku­kúl­urn­ar eru hreint sæl­gæti að njóta og sér­stak­lega lúx­usút­gáf­an en þá set­ur Mar­grét smá­veg­is dökkt súkkulaði í blönd­una. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Búum okk­ur til breytt­ar og bætt­ar mat­ar­venj­ur

Mar­grét hef­ur staðið fyr­ir nám­skeiði sem heit­ir 6+10 daga hreint mataræði und­an­far­in ár sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda og nám­skeiðið held­ur hún ávallt á haust­in. Hún ætl­ar að standa fyr­ir nám­skeiði núna í haust sem hefst 16. sept­em­ber næst­kom­andi.

„Þá tök­um við sam­an sex daga und­ir­bún­ing áður en við byrj­um á 10 dög­un­um. Við eld­um sam­an á zoom, lær­um að gera bragðgóðan og holl­an mat sem nær­ir okk­ur vel og upp­skrift­ir fylgja fyr­ir alla dag­ana. Við erum okk­ur góðir for­eldr­ar. 10 daga nám­skeiðin ganga út á að við búum okk­ur til breytt­ar og bætt­ar venj­ur. Við kom­umst út úr syk­ur­löng­un­inni og gef­um lík­am­an­um hágæðabens­ín.“

Að sögn Mar­grét eru líka nokkr­ir al­geng­ir of­næm­is- og óþolsvald­ar tekn­ir út og borðaður fersk­ur, lit­rík­ur og nær­ing­ar­rík­ur mat­ur. „Ég er alltaf jafn spennt sjálf að taka þátt í nám­skeiðinu og það eru al­gjör for­rétt­indi að það séu fleiri sem eru til í að vera með mér. Það verður til ein­hver gald­ur þegar maður tek­ur til í mataræðinu með öfl­ug­um hópi. Á nám­skeiðinu skoðum við líka sam­band okk­ar við mat og sam­band okk­ar við okk­ur sjálf,“ seg­ir Mar­grét og er þegar far­in að telja niður dag­ana í nám­skeiðið. Fyr­ir áhuga­sama er hægt að lesa sér til og skrá á face­booksíðu Mar­gréta hér.

Rauða pestóið passar með mörgu og einfalt að búa það …
Rauða pestóið pass­ar með mörgu og ein­falt að búa það til. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mar­grét svipt­ir hér hul­unni af upp­á­hald­spitsu­botn­in­um sín­um ásamt upp­skrift­um að heima­gerðu pestói og ghee-orku­kúl­um sem hún seg­ir að séu al­gjört sæl­gæti.

Kræsingar Margrétarfanga bæði augu og munn en hennifinnst mikilvægt að …
Kræs­ing­ar Mar­grétarfanga bæði augu og munn en hennifinnst mik­il­vægt að hafa gam­an af elda­mennsk­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Leynihráefnið í uppáhaldspitsu Margrétar

Vista Prenta

Upp­á­hald­spíst­an henn­ar Mar­grét­ar, rauða pestóið og ghee-orku­kúl­ur

Upp­á­hald­spits­an henn­ar Mar­grét­ar

Pitsu­botn fyr­ir einn

  • 2 tsk. fiber husk
  • 1 dl soðið vatn
  • 2 dl glút­en­laust mjöl (gott að blanda sam­an möndl­umjöli og rísmjöli)
  • 2 msk. ólífu­olía
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. óreg­anó

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn og blandið sam­an soðnu vatni og fiber husk í skál.
  2. Bætið ólífu­olíu sam­an við ásamt salti og kryddi.
  3. Blandið mjöl­inu sam­an við og hnoðið þannig að deigið verður að kúlu. Fletjið út á bök­un­ar­papp­ír.
  4. Það er er gott að vera með bök­un­ar­papp­ír bæði und­ir og yfir deig­inu og fletja þannig út.
  5. Bakið botn­inn í 6-7 mín­út­ur við 200°C (blást­ur).
  6. Snúið hon­um við og bakið áfram í 3-4 mín­út­ur.
  7. Síðan veljið þið á pitsuna það álegg sem heill­ar ykk­ur mest og bakið hana aft­ur í stutta stund eða þar til pits­an er eins og þið viljið hafa hana.
  8. Ef þið eruð að setja ferskt sal­at, hrá­skinku og annað sem ekki þarf að baka, þá auðvitað sleppið þið því.
  9. Rauða pestóið er til að mynda mjög gott á pitsuna.

Rauða pestóið

  • 2 dl sólþurrkaðir tóm­at­ar ásamt olíu
  • 2 dl kasjúhnet­ur (hægt að nota sól­blóma­fræ í staðinn, ef um hnetu­of­næmi er að ræða)
  • 2-3 döðlur
  • 1-2 msk. sítr­ónusafi
  • 2-3 msk. vatn
  • 0,5 tsk. salt (himalaja­salt eða gott sjáv­ar­salt)
  • 1 hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Allt sett í mat­vinnslu­vél og unnið vel sam­an. Geymið í lokaðri krukku í kæli fyr­ir notk­un.

Ghee-orku­kúl­ur

(Upp­skrift úr bók Heiðu Björku
Sturlu­dótt­ur „Ayur­veda“)

  • ¼ bolli ristuð ses­am­fræ
  • 1 bolli kókós­flög­ur
  • ¼ bolli möndl­ur
  • ¼ bolli val­hnet­ur
  • ¼ bolli sól­blóma­fræ
  • 1-2 msk. graskers­fræ
  • 1 msk. hör­fræ
  • ½ bolli smátt skorn­ar fíkj­ur eða döðlur
  • 5 cm rif­in engi­fer­rót (2,5 ef rót­in er líf­ræn)
  • 2 tsk. kummín­duft (má sleppa)
  • ¼ tsk. kar­dimomm­ukrydd
  • 1 tsk. kanill
  • 1-2 msk. ghee

Aðferð:

  1. Þurrristið öll inni­halds­efn­in nema kryddið og fíkj­ur/​döðlur.
  2. Ristið hvert inni­halds­efni sér, þar sem þau eru með mis­mun­andi hit­un­ar­tíma. Möndl­urn­ar þurfa lengst­an tíma en kókós­flög­urn­ar minnst­an.
  3. Ristið þar til lit­ur­inn er orðinn gull­in­brúnn.
  4. Setjið öll inni­halds­efn­in í skál og látið kólna aðeins áður en þið setjið allt nema kókós­flög­urn­ar í mat­vinnslu­vél­ina.
  5. Látið mat­vinnslu­vél­ina ganga aðeins og bætið síðan kókós­flög­um, fíkj­um/​döðlum og ghee við og maukið allt sam­an.
  6. Mótið kúl­ur úr mass­an­um.
  7. Ef mass­inn er of þurr til að búa til kúl­ur þá er annaðhvort hægt að bæta við smá­veg­is vatni eða meira ghee.
  8. Geym­ist í ís­skáp í glerkrukku í 1-2 vik­ur. Einnig hægt að frysta.
  9. Ef ykk­ur lang­ar að gera lúx­usút­gáfu af þess­um orku­kúl­um þá er lag að bæta söxuðu dökku súkkulaði út í blönd­una.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert