Uppáhaldsbúðingur Mörtu Maríu í Húsó

Marta María Arnarsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans elskar þennan súkkulaðibúning.
Marta María Arnarsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans elskar þennan súkkulaðibúning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó­eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins.

Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að súkkulaðibúðing að hætti Húsó. Það má líka kalla þetta mat­ar­líms­búðing ef vill en það er miklu auðveld­ara að gera þenn­an en ykk­ur grun­ar.

„Þetta er upp­á­halds­búðing­ur­inn minn, ég er svo mik­ill súkkulaðiunn­andi,“ seg­ir Marta María með bros á vör.

„Það eru marg­ir sem hræðast það að vinna með mat­ar­lím. En þegar rétt er farið að og öll­um skref­um er fylgt sam­visku­sam­lega er lítið mál að gera  dýr­ind­is mat­ar­líms­búðing. Í mat­ar­gerð er auðvelt að breyta upp­skrift­um og gera „dass” af þessu og hinu eft­ir eig­in henti­semi. Það geng­ur ekki svo auðveld­lega upp þegar unnið er með mat­ar­lím enda get­ur maður þá endað með kekkj­ótt­an búðing og það vilj­um við ekki. Það þarf að beita þol­in­mæði og bera virðingu fyr­ir ferl­inu, þá mun allt ganga smurt,“ seg­ir Marta María.

Nú er bara að bretta upp erm­ar og prófa. 

Súkkulaðibúðingurinn að hætti Húsó á eftir að slá i gegn.
Súkkulaðibúðing­ur­inn að hætti Húsó á eft­ir að slá i gegn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Uppáhaldsbúðingur Mörtu Maríu í Húsó

Vista Prenta

Súkkulaðibúðing­ur að hætti Húsó

  • 4 blöð mat­ar­lím (8 gr.)
  • 2 egg
  • 35 g syk­ur
  • 50 g rifið eða saxað súkkulaði
  • 1 tsk. kakó
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa eða saxa súkkulaðið. 
  2. Leggið mat­ar­líms­blöðin í bleyti í ískalt vatn.
  3. Þeytið rjómann. 
  4. Sigtið kakóið út í og þeytið með rjóm­an­um í rest­ina. Setjið í skál og geymið í kæli. 
  5. Þvoið hræri­véla­skál­ina og þeyt­ar­ann vel og þurrkið.
  6. Þeytið egg­in og syk­ur­inn létt og ljóst í hreinni skál­inni. 
  7. Hellið vatn­inu af mat­ar­lím­inu og bræðið yfir vatnsbaði eðaí ör­bylgju­ofni. 
  8. Kælið með 1 msk. af vatni í 37°C.
  9. Hellið í mjórri bunu út í eggja­hrær­una, hrærið í meðsleikju, alltaf frá botn­in­um fram og til baka, ekki í hringi. 
  10. Blandið rjóm­an­um og súkkulaðinu sam­an við. 
  11. Berið fram í fal­legri skál, skreytið endi­lega með rjóma og söxuðu súkkulaði. 
  12. Gott er að bera súkkulaðibúðing­inn fram með fersk­um ávöxt­um. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert