Um helgar fara oft fram bestu samverustundir fjölskyldunnar og gott er að leggja mikið upp úr því að eiga góðar stundir með börnunum. Ein leið til að rækta samveruna er að matreiða og baka saman. Eins fram kom á Matarvefnum síðustu helgi munu birtast reglulega uppskriftir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskylduna að dunda sér saman við og framreiða góða máltíð eða baka ljúffengar kökur.
Fyrsta uppskriftin birtist síðustu helgi og kom úr Frozen matreiðslubókinni. Að þessu sinni er það Ólafur snjókarl úr Frozen sem deilir með lesendum uppskriftin af sínum uppáhaldskjötbollum en hana er að finna í Frozen matreiðslubókinni.
Ólafur snjókarl deilir líka með lesendum góðum ráðum fyrir innkaupin. „Það er mjög mikilvægt að lesa innihaldslýsingar vel á því sem við kaupum. Þetta á sérstaklega við um mat eins og kjötmeti þar sem ýmsu, sem dregur úr hollustu, hefur oft verið bætt við kjötið. Þannig getum við haldið að við séum að kaupa hollan mat en erum í raun að kaupa mat fullan af efnum sem við höfum ekki þörf fyrir.“
Heimalagaðar kjötbollur Ólafs snjókarls
Aðferð: