Uppáhaldskjötbollurnar Ólafs snjókarls

Ólafur snjókarl í Frozen hefur mikið dálæti af þessum heimalöguðu …
Ólafur snjókarl í Frozen hefur mikið dálæti af þessum heimalöguðu kjötbollum og mælir með þeim. Samsett mynd

Um helg­ar fara oft fram bestu sam­veru­stund­ir fjöl­skyld­unn­ar og gott er að leggja mikið upp úr því að eiga góðar stund­ir með börn­un­um. Ein leið til að rækta sam­ver­una er að mat­reiða og baka sam­an. Eins fram kom á Mat­ar­vefn­um síðustu helgi munu birt­ast reglu­lega upp­skrift­ir sem eru sér­stak­lega hugsaðar fyr­ir fjöl­skyld­una að dunda sér sam­an við og fram­reiða góða máltíð eða baka ljúf­feng­ar kök­ur.

Fyrsta upp­skrift­in birt­ist síðustu helgi og kom úr Frozen mat­reiðslu­bók­inni. Að þessu sinni er það Ólaf­ur snjó­karl úr Frozen sem deil­ir með les­end­um upp­skrift­in af sín­um upp­á­haldskjöt­boll­um en hana er að finna í Frozen mat­reiðslu­bók­inni.

Mik­il­vægt að lesa all­ar inni­halds­lýs­ing­ar

Ólaf­ur snjó­karl deil­ir líka með les­end­um góðum ráðum fyr­ir inn­kaup­in. „Það er mjög mik­il­vægt að lesa inni­halds­lýs­ing­ar vel á því sem við kaup­um. Þetta á sér­stak­lega við um mat eins og kjöt­meti þar sem ýmsu, sem dreg­ur úr holl­ustu, hef­ur oft verið bætt við kjötið. Þannig get­um við haldið að við séum að kaupa holl­an mat en erum í raun að kaupa mat full­an af efn­um sem við höf­um ekki þörf fyr­ir.“

Kjötbollurnar girnilegu.
Kjöt­boll­urn­ar girni­legu.

Uppáhaldskjötbollurnar Ólafs snjókarls

Vista Prenta

Heima­lagaðar kjöt­boll­ur Ólafs snjó­karls

  • 500 g kjúk­linga­hakk
  • 60 g pepp­eróní
  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 2 egg
  • ½ dl mat­reiðslur­jómi
  • 1 ¼ dl brauðmol­ar
  • 2 msk. par­mesanost­ur, rif­inn
  • 1 tsk. salt
  • 4 hvít­lauksrif, söxuð
  • ¼ rauður chili-pip­ar, fræhreinsaður og saxaður
  • 1 tsk. óreg­anó duft
  • 1 tsk. basil duft
  • 1 tsk. svart­ur pip­ar
  • lingu­ini-pasta, eða spaghettí

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Blandið hakk­inu, pepp­erón­í­inuog laukn­um sam­an í mat­vinnslu­vél.
  3. Bætið eggj­un­um, rjóm­an­um, salt­inu, hvít­laukn­um, chili-pip­arn­um og krydd­inu út í og blandið aft­ur sam­an í mat­vinnslu­vél­inni.
  4. Hrærið brauðmol­un­um og par­mesanost­in­um sam­an við.
  5. Bland­an ætti ekki að vera mjög blaut þar sem þið verðið að geta mótað úr henni boll­ur.
  6. Setjið heitt vatn í skál.
  7. Dýfið skeið í vatnið og takið svo eina skeið af hakk­blönd­unni með skeiðinni. Mótið bollu í lóf­an­um.
  8. Setjið boll­una á bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu. End­ur­takið þar til hakk­bland­an er búin.
  9. Bakið kjöt­boll­urn­ar í heit­um ofn­in­um í 20 mín­út­ur eða þar til þær eru eldaðar í gegn og gull­in­brún­ar.
  10. Berið fram með lingu­ini-pasta og tómöt­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert