Um helgar fara oft fram bestu samverustundir fjölskyldunnar og gott er að leggja mikið upp úr því að eiga góðar stundir með börnunum. Ein leið til að rækta samveruna er að matreiða og baka saman. Eins fram kom á Matarvefnum síðustu helgi munu birtast reglulega uppskriftir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskylduna að dunda sér saman við og framreiða góða máltíð eða baka ljúffengar kökur.
Fyrsta uppskriftin birtist síðustu helgi og kom úr Frozen matreiðslubókinni. Að þessu sinni er það Ólafur snjókarl úr Frozen sem deilir með lesendum uppskriftin af sínum uppáhaldskjötbollum en hana er að finna í Frozen matreiðslubókinni.
Mikilvægt að lesa allar innihaldslýsingar
Ólafur snjókarl deilir líka með lesendum góðum ráðum fyrir innkaupin. „Það er mjög mikilvægt að lesa innihaldslýsingar vel á því sem við kaupum. Þetta á sérstaklega við um mat eins og kjötmeti þar sem ýmsu, sem dregur úr hollustu, hefur oft verið bætt við kjötið. Þannig getum við haldið að við séum að kaupa hollan mat en erum í raun að kaupa mat fullan af efnum sem við höfum ekki þörf fyrir.“
Kjötbollurnar girnilegu.
Uppáhaldskjötbollurnar Ólafs snjókarls
Heimalagaðar kjötbollur Ólafs snjókarls
- 500 g kjúklingahakk
- 60 g pepperóní
- 1 laukur, saxaður
- 2 egg
- ½ dl matreiðslurjómi
- 1 ¼ dl brauðmolar
- 2 msk. parmesanostur, rifinn
- 1 tsk. salt
- 4 hvítlauksrif, söxuð
- ¼ rauður chili-pipar, fræhreinsaður og saxaður
- 1 tsk. óreganó duft
- 1 tsk. basil duft
- 1 tsk. svartur pipar
- linguini-pasta, eða spaghettí
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Blandið hakkinu, pepperóníinuog lauknum saman í matvinnsluvél.
- Bætið eggjunum, rjómanum, saltinu, hvítlauknum, chili-piparnum og kryddinu út í og blandið aftur saman í matvinnsluvélinni.
- Hrærið brauðmolunum og parmesanostinum saman við.
- Blandan ætti ekki að vera mjög blaut þar sem þið verðið að geta mótað úr henni bollur.
- Setjið heitt vatn í skál.
- Dýfið skeið í vatnið og takið svo eina skeið af hakkblöndunni með skeiðinni. Mótið bollu í lófanum.
- Setjið bolluna á bökunarpappír á ofnplötu. Endurtakið þar til hakkblandan er búin.
- Bakið kjötbollurnar í heitum ofninum í 20 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn og gullinbrúnar.
- Berið fram með linguini-pasta og tómötum.