Bláberjafrómasterta í boði Barböru á Ísafirði

Bláberjafrómastertan hennar Barböru er guðdómleg og freistar þeirra sem elska …
Bláberjafrómastertan hennar Barböru er guðdómleg og freistar þeirra sem elska tertur. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Al­bert Ei­ríks­son mat­ar­blogg­ari og sæl­keri með meiru er svo hepp­inn að hann fær oft boð í alls kon­ar kaffi- og mat­ar­boð um land allt.

Iðulega eru spenn­andi kræs­ing­ar lagðar á borð fyr­ir Al­bert sem töfra hann upp úr skón­um og þá fær hann auðvitað upp­skrift­irn­ar af því sem í boðið var. Upp­skrift­irn­ar úr þess­um dýr­ind­is heim­boðum sem Al­bert fær birt­ir hann á upp­skrifta­vef sín­um Al­bert eld­ar og þar er að finna fullt af girni­leg­um upp­skrift­um sem eiga sér sögu.

Á dög­un­um birti Al­bert upp­skrift af þess­ari guðdóm­legu Blá­berja­fróma­stertu fær mann til að langa í tertu með berj­um og gaf hann leyfi fyr­ir því að les­end­ur Mat­ar­vefs­ins fengju að njóta þess­ara upp­skrift­ar. Nú er tími berja­upp­sker­unn­ar og þá er ein­mitt til­efni til að skella í þessa tertu ef þið nælið ykk­ur í ný ís­lensk aðal­blá­ber út í móa.

Blá­berja­fróma­stert­an kem­ur úr smiðju Barböru á Ísaf­irði en Barbara ljóstraði upp­skrift­inni eft­ir að Al­bert biðla til henn­ar um að ljóstra henni upp.

„Þú bara verður að fá hana Barböru til að út­búa fyr­ir þig Blá­berja­fróma­stert­una, hún er al­veg him­nesk.“ Þetta hef ég heyrt lengi á Ísaf­irði. Loks­ins þegar ég hafði mig upp í að biðja hana um upp­skrift, Barbara var held­ur bet­ur til í það og ekki nóg með það, hún skellti bara í hana sis­vona, með blá­berj­um sem hún var ný­bú­in að tína. Tert­an er æði. Þetta er ekk­ert oflof, tert­an er ein­stak­lega góð. Það þarf varla að taka fram að æski­legt er að blá­ber­in séu vest­firsk – þannig verður tert­an auðvitað enn betri,“ seg­ir Al­bert og hlær.

Albert fékk sér væna sneið af þessari tertu.
Al­bert fékk sér væna sneið af þess­ari tertu. Ljós­mynd/​Al­bert Ei­ríks­son

Bláberjafrómasterta í boði Barböru á Ísafirði

Vista Prenta

Blá­berja­fróma­sterta

Svamp­botn

  • 2 egg
  • 70 g syk­ur
  • 50 g hveiti
  • 20 g kart­öfl­umjöl
  • 1 tsk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 165°C (án blást­urs)
  2. Smyrjið botn­inn á köku­formi með smjöri og klæðið með bök­un­ar­papp­ír.
  3. Skilið hvít­urn­ar frá eggj­ar­auðunum.
  4. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar og bætið sykri út í skeið fyr­ir skeið þar til syk­ur­inn leys­ist al­veg upp.
  5. Bætið eggj­ar­auðunum út í og hrærið var­lega.
  6. Að lok­um sigtið hveiti, kart­öfl­umjöl og lyfti­duft út í blönd­una hrærið var­lega sam­an með sleif.
  7. Setjið deigið í 24 cm bök­un­ar­form og sléttið úr því.
  8. Bakið við 165°C í um 20-25 mín­út­ur.
  9. Takið kök­una úr ofn­in­um og sleppið henni úr 20 cm hæð á gólfið eða borðplöt­una.
  10. Þetta er gert til að þess að svamp­botn­inn fell­ur aðeins sam­an.
  11. Látið kólna í form­inu.
  12. Bök­un­ar­papp­ír síðan tek­inn af.

Blá­berja­frómas

  • 2 pakk­ar af hind­berja eða jarðarberja hlaupi
  • 600 ml vatn
  • 600 ml rjómi
  • 2 msk. flór­syk­ur
  • 200 g fersk­ir ávext­ir t.d blá­ber, hind­ber eða jarðarber

Aðferð:

  1. Setjið vatnið í pott og sjóðið.
  2. Slökkvið und­ir og setjið 2 pakka af hlaup­inu í pott­inn.
  3. Hrærið þangað til allt leys­ist upp.
  4. Kælið vel.
  5. Þeytið rjómann með flór­sykri.
  6. Blandið hlaup­inu við (hlaupið á að byrja þykkna áður því er blandað við rjómann) síðan bætið blá­berj­um og þeim berj­um sem þið kjósið að vera með út í.

Til skreyt­ing­ar:

  • Rjómi, blá­ber, hind­ber og fersk minta.

Sam­setn­ing:

  1. Hellið blá­berja­frómasinu á kald­an svamp­botn og dreifið jafnt og þétt yfir.
  2. Kælið kök­una í það minnsta í um 2 klukku­stund­ir.
  3. Skreytið með þeytt­um rjóma ávöxt­um og myntu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert