Bláberjafrómasterta í boði Barböru á Ísafirði

Bláberjafrómastertan hennar Barböru er guðdómleg og freistar þeirra sem elska …
Bláberjafrómastertan hennar Barböru er guðdómleg og freistar þeirra sem elska tertur. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru er svo heppinn að hann fær oft boð í alls konar kaffi- og matarboð um land allt.

Iðulega eru spennandi kræsingar lagðar á borð fyrir Albert sem töfra hann upp úr skónum og þá fær hann auðvitað uppskriftirnar af því sem í boðið var. Uppskriftirnar úr þessum dýrindis heimboðum sem Albert fær birtir hann á uppskriftavef sínum Albert eldar og þar er að finna fullt af girnilegum uppskriftum sem eiga sér sögu.

Á dögunum birti Albert uppskrift af þessari guðdómlegu Bláberjafrómastertu fær mann til að langa í tertu með berjum og gaf hann leyfi fyrir því að lesendur Matarvefsins fengju að njóta þessara uppskriftar. Nú er tími berjauppskerunnar og þá er einmitt tilefni til að skella í þessa tertu ef þið nælið ykkur í ný íslensk aðalbláber út í móa.

Bláberjafrómastertan kemur úr smiðju Barböru á Ísafirði en Barbara ljóstraði uppskriftinni eftir að Albert biðla til hennar um að ljóstra henni upp.

„Þú bara verður að fá hana Barböru til að útbúa fyrir þig Bláberjafrómastertuna, hún er alveg himnesk.“ Þetta hef ég heyrt lengi á Ísafirði. Loksins þegar ég hafði mig upp í að biðja hana um uppskrift, Barbara var heldur betur til í það og ekki nóg með það, hún skellti bara í hana sisvona, með bláberjum sem hún var nýbúin að tína. Tertan er æði. Þetta er ekkert oflof, tertan er einstaklega góð. Það þarf varla að taka fram að æskilegt er að bláberin séu vestfirsk – þannig verður tertan auðvitað enn betri,“ segir Albert og hlær.

Albert fékk sér væna sneið af þessari tertu.
Albert fékk sér væna sneið af þessari tertu. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Bláberjafrómasterta

Svampbotn

  • 2 egg
  • 70 g sykur
  • 50 g hveiti
  • 20 g kartöflumjöl
  • 1 tsk. lyftiduft

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 165°C (án blásturs)
  2. Smyrjið botninn á kökuformi með smjöri og klæðið með bökunarpappír.
  3. Skilið hvíturnar frá eggjarauðunum.
  4. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri út í skeið fyrir skeið þar til sykurinn leysist alveg upp.
  5. Bætið eggjarauðunum út í og hrærið varlega.
  6. Að lokum sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft út í blönduna hrærið varlega saman með sleif.
  7. Setjið deigið í 24 cm bökunarform og sléttið úr því.
  8. Bakið við 165°C í um 20-25 mínútur.
  9. Takið kökuna úr ofninum og sleppið henni úr 20 cm hæð á gólfið eða borðplötuna.
  10. Þetta er gert til að þess að svampbotninn fellur aðeins saman.
  11. Látið kólna í forminu.
  12. Bökunarpappír síðan tekinn af.

Bláberjafrómas

  • 2 pakkar af hindberja eða jarðarberja hlaupi
  • 600 ml vatn
  • 600 ml rjómi
  • 2 msk. flórsykur
  • 200 g ferskir ávextir t.d bláber, hindber eða jarðarber

Aðferð:

  1. Setjið vatnið í pott og sjóðið.
  2. Slökkvið undir og setjið 2 pakka af hlaupinu í pottinn.
  3. Hrærið þangað til allt leysist upp.
  4. Kælið vel.
  5. Þeytið rjómann með flórsykri.
  6. Blandið hlaupinu við (hlaupið á að byrja þykkna áður því er blandað við rjómann) síðan bætið bláberjum og þeim berjum sem þið kjósið að vera með út í.

Til skreytingar:

  • Rjómi, bláber, hindber og fersk minta.

Samsetning:

  1. Hellið bláberjafrómasinu á kaldan svampbotn og dreifið jafnt og þétt yfir.
  2. Kælið kökuna í það minnsta í um 2 klukkustundir.
  3. Skreytið með þeyttum rjóma ávöxtum og myntu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka