Kjartan súkkulaðigerðarmaður er kominn með „Tiramisú„ ísrétt

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom er búinn að …
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom er búinn að töfra fram nýjan ísrétt fyrir haustið, „Tiramisú“. Samsett mynd

Haustið er skollið á og sumir segja að besti tími ársins sé runninn upp, það finnst alla vega súkkulaðigerðarmanninum Kjartani Gíslasyni hjá Omnom en hann er annar af stofnendum súkkulaðigerðarinnar.

„Með auknum appelsínugulum viðvörunum og rökkrinu finnst okkur tilvalið að bjóða upp á „Tiramisú“ ísrétt út september mánuð,“ segir Kjartan.

„Tiramisú er einn af mínu uppáhaldseftirréttum og við erum ekkert smá ánægð með útkomuna,“ segir hann og bætir við: „Við lékum okkur að þessar uppskrift og komumst að þeirri niðurstöðu að minnka ísmagnið og leyfa tiramisú-bragðinu að njóta sín meira þannig að þessi réttur er sannkallaður eftirréttur.“ Hann segir enn fremur að ísrétturinn hafi slegið í gegn innanhúss.

Í haustísréttinum má finna vanilluís, svampbotn, kaffi-marsala síróp og létt mascarponerjómakrem með kaffisúkkulaði.

Fallegur í boxi.
Fallegur í boxi. Ljósmynd/Aðsend

Ísréttinn má fá verslun Omnom sem er staðsett út á Granda að Hólmaslóð 4 og „Tiramisú“ ísrétturinn einungis fáanlegur út september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert