Lavazza opnar heimili kaffiunnandans

Glæsileg nýja sérverslunin og kaffihúsið í Hagkaup í Smáralind. Ragnar …
Glæsileg nýja sérverslunin og kaffihúsið í Hagkaup í Smáralind. Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt á heiðurinn af hönnuninni. Ljósmynd/Daníel - Blik Studio

Um helg­ina opnaði Lavazza glæsi­lega sér­versl­un í versl­un Hag­kaups í Smáralind. Í sér­versl­un­inni má finna fjöl­breytt úr­val kaffi­blanda, ásamt kaffifylgi­hlut­um og gjafa­vöru fyr­ir kaffiunn­end­ur. Inn­an­húss­arki­tekt­inn Ragn­ar Sig­urðsson sá um hönn­un rým­is­ins.

Helsti kaffifram­leiðand­inn á Ítal­íu

Lavazza er einn helsti kaffifram­leiðandi Ítal­íu. Lavazza var stofnað af Luigi Lavazza í Torinó árið 1895 og var hann frum­kvöðull þess að blanda sam­an kaffi­baun­um af ólík­um upp­runa. Í dag legg­ur Lavazza áherslu á hágæða kaffi­blönd­ur ásamt sam­fé­lags­legri ábyrgð og sjálf­bærni inn­an kaffiiðnaðar­ins.

Sannkallaður draumastaður fyrir kaffiunnendur að finna sér sitt uppáhaldskaffi.
Sann­kallaður draumastaður fyr­ir kaffiunn­end­ur að finna sér sitt upp­á­haldskaffi. Ljós­mynd/​Daní­el - Blik Studio

„Sér­versl­un Lavazza er vett­vang­ur fyr­ir kaffi­á­huga­fólk til að kynn­ast nýj­um kaffi­blönd­um og bruggaðferðum. Þá mun­um við nýta aðstöðuna til að halda kynn­ing­ar og nám­skeið, og gefa viðskipta­vin­um tæki­færi til að víkka sjón­deild­ar­hring­inn þegar kem­ur að kaffi­heim­in­um,“ seg­ir María Jóna Samú­els­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Danól.

Kaffiþjón­ar buðu upp á kaffi og kaffi­ráðgjöf

Um helg­ina var opn­un­ar­hátíð þar sem kaffi­b­arþjón­ar Lavazza buðu viðskipta­vin­um upp á ít­alsk­an espresso, cappucc­ino og caffè latte, ásamt per­sónu­legri kaffi­ráðgjöf, við ljúfa kúbverska tóna og frá­bær­ar und­ir­tekt­ir.

Þá var nýj­asta viðbót ¡Tierra! Vöru­lín­unn­ar kynnt; Tierra for Cuba, sem er vönduð blanda af líf­ræn­um og handtínd­um Ar­ab­ica og Robusta baun­um frá Kúbu. „Baun­irn­ar eru miðlungsristaðar og í góðu jafn­vægi með tón­um af súkkulaði og hnet­um, og þykkri, fal­legri crema,“ seg­ir María Jóna.

Sérhannaðir keramíkbollar frá Óla Hilm fyrir Lavazza.
Sér­hannaðir kera­mík­boll­ar frá Óla Hilm fyr­ir Lavazza. Ljós­mynd/​Daniel - Blik Studio

„Við fögn­um þessu sam­starfi, Íslend­ing­ar eru ein mesta kaffi þjóð heims hvað varðar neyslu á þess­um vin­sæla drykk. Í þess­ari nýju versl­un gefst okk­ar viðskipta­vin­um tæki­færi á að fara í ýms­ar óvissu­ferðir með því að smakka á teg­und­um sem fást alla jafna ekki hér á landi. Þessu til viðbót­ar verða spenn­andi gjafa­vör­ur í boði þannig að þeir sem eru í vand­ræðum að vinna tæki­færis­gjaf­ir eða bara jóla­gjaf­ir munu án efa geta fundið eitt­hvað spenn­andi til að gefa við næsta tæki­færi. Við hvetj­um við viðskipta­vini okk­ar að kíkja við fyrsta tæki­færi og gera til­raun­ir með nýj­ar kaffi­baun­ir,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Kaffibarþjónar sáum um að bjóða gestum og gangandi upp á …
Kaffi­b­arþjón­ar sáum um að bjóða gest­um og gang­andi upp á rjúk­andi heitt kaffi. Ljós­mynd/​Daniel - Bliks Studio

Vöru­lína sem sam­an­stend­ur af kaffi­baun­um

¡Tierra! vöru­lín­an sam­an­stend­ur af kaffi­baun­um frá sam­fé­lög­um þar sem Lavazza Foundati­on stend­ur fyr­ir sam­fé­lags­leg­um ábyrgðar­verk­efn­um. Baun­irn­ar koma all­ar frá Rain­for­est Alli­ance vottuðum og/​eða líf­rænt vottuðum fram­leiðend­um. ¡Tierra! verk­efnið hófst árið 2002 og nær nú yfir þrjár heims­álf­ur, 20 lönd og 33 sam­fé­lags­verk­efni sem yfir 180 þúsund ein­stak­ling­ar njóta góðs af.

Í Kúbu styður Lavazza við kon­ur og ungt fólk í kaffiiðnaðinum, ásamt því að stuðla að ný­stár­leg­um og sjálf­bær­um rækt­un­araðferðum. Teymi af 95 kon­um stjórn­ar hand­virku vali á baun­um, en með hand­virkri gæðastjórn­un má finna galla sem vél­ar geta ekki greint, sem trygg­ir gæði hverr­ar baun­ar. Ann­ar mik­il­væg­ur þátt­ur verk­efn­is­ins á Kúbu er end­ur­heimt kaffiplantekra, en ásamt sam­starfsaðilum sín­um hef­ur Lavazza stofnað 10 nýj­ar fram­leiðslu­stöðvar og gróður­sett yfir 6 millj­ón­ir kaffi­plönt­ur. Stuðning­ur Lavazza á Kúbu nær til 170 fram­leiðanda sem hafa fengið líf­ræna vott­un og til­einkað sér rækt­un­araðferðir sem virða staðbundið um­hverfi; til dæm­is með notk­un skor­dýra og ánamaðka til að búa til líf­ræna moldu í sam­ræmi við meg­in­regl­ur hring­laga hag­kerf­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert