Fyrir hvað stendur franska orðið „confit“?

Andalæri geta verið algjört hnossgæti.
Andalæri geta verið algjört hnossgæti. Ljósmynd/Unsplash

Orðið con­fit, borið fram „kon-fee“ er dregið af frönsku sögn­inni „con­fire“ sem þýðir að varðveita. Í hefðbund­inni franskri mat­reiðslu vís­ar „con­fit“ til alls sem varðveitt er með því að hæg­elda það í fitu eða olíu.

Þetta þekkj­um við Íslend­ing­ar ágæt­lega frá fornu fari und­ir þeim for­merkj­um að auka geymsluþol líkt og það var gert hér áður fyrr með því að súrsa, salta, sýra eða nota mysu til að koma í veg fyr­ir að mat­ur­inn myndi rotna á sín­um tíma þegar lítið var um kæliaðferðir.

Baðaðir í salti

Aukið geymsluþol á ýmis kon­ar mat tíðkaðist ann­ars staðar er­lend­is á öld­um áður. Það átti ekki bara við kjöt­meti, ávext­ir voru til að mynda hjúpaðir í syk­urs­írópi og hvít­lauk­ur í ólífu­olíu . Þekkt­ir „con­fi­trétt­ir“ í Frakklandi eru og voru anda­legg­ir sem baðaðir voru í salti áður en þeir voru soðnir og eldaðir í bræddri andafitu og leggj­un­um síðan komið fyr­ir í þétt­lokuðum ílát­um.

Til að varðveita kjöt­meti

Þessi „con­fit“ aðferð hef­ur verið notuð í mörg hundruð ár og upp­runi henn­ar er tal­in koma af Gascony svæðinu í suðvest­ur­hluta Frakk­lands. Varðveisla mat­væla af þessu tagi varð til af neyð til að varðveita kjöt­meti, koma í veg fyr­ir rotn­un og bakt­eríu­sýk­ing­ar sem hefðu getað valdið skelfi­leg­um af­leiðing­um fyr­ir neyt­end­ur.

Anda­læri „con­fit“ þykir mörg­um hverj­um hnoss­gæti og er víða á mat­seðlum í Frakklandi.  Á Mat­ar­vef Morg­un­blaðsins má til að mynda finna nokkr­ar upp­skrift­ir sem hægt er að not­ast við og er til­valið að elda ljúf­feng „con­fit“ anda­læri sem eru bæði meyr og bragðgóð þar sem farið er að hausta og kólna. Anda­læri fást í flest­um betri mat­vöru­versl­un­um lands­ins.

Sjá hér nokkr­ar upp­skrift­ir:

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert