Helgarkokteillinn: Mateyjarkokteill Slippsins

Mateyjarkokteill Slippsins er helgarkokteillinn að þessu sinni.
Mateyjarkokteill Slippsins er helgarkokteillinn að þessu sinni. Samsett mynd

Það er að koma helgi og þá er lag að ljóstrar upp hvaða kokteill verður helgarkokteillinn á Matarvefnum. Að þessu sinni er það þessi fallegi kokteill sem boðið var upp á Slippnum, veitingastaðnum út í Vestmannaeyjum í tilefni matarhátíðarinnar MATEY sem fram fór nýliðna helgi með pomp og prakt.

Mateyjarkokteillinn á Slippnum í ár var hannaður af yfirþjóni staðarins Helga Pétri Davíðssyni og inniheldur kokteillinn Ísafold gin, hundasúrur, límóna, viskí og perusíder. Gaman er að sjá þegar barþjónarnir nýta afurð íslenskra náttúru í kokteilagerð.

Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í framsetningunni í anda Slippsins.
Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í framsetningunni í anda Slippsins. Ljósmynd/Sjöfn

Mateyjarkokteill Slippsins

Fyrir einn

  • 3,5cl Ísafold gin
  • 0,7 cl Bullet-in Bourbon viskí
  • 22,5 cl límónusafi
  • 4,5 cl Hundasúrusíróp
  • Toppað upp með óáfengum perusíder

Til skrauts:

  • Agúrkusneið
  • Blóðbergsblóm

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið nema perusíderinn í hristara og hristið vel.
  2. Hellið síðan í viðeigandi glas og toppið með óáfenga perusídernum.
  3. Skreytið glasið af vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert