Helgarkokteillinn: Mateyjarkokteill Slippsins

Mateyjarkokteill Slippsins er helgarkokteillinn að þessu sinni.
Mateyjarkokteill Slippsins er helgarkokteillinn að þessu sinni. Samsett mynd

Það er að koma helgi og þá er lag að ljóstr­ar upp hvaða kokteill verður helgar­kokteill­inn á Mat­ar­vefn­um. Að þessu sinni er það þessi fal­legi kokteill sem boðið var upp á Slippn­um, veit­ingastaðnum út í Vest­manna­eyj­um í til­efni mat­ar­hátíðar­inn­ar MAT­EY sem fram fór nýliðna helgi með pomp og prakt.

Mat­eyj­ar­kokteill­inn á Slippn­um í ár var hannaður af yfirþjóni staðar­ins Helga Pétri Davíðssyni og inni­held­ur kokteill­inn Ísa­fold gin, hundasúr­ur, límóna, viskí og perusíder. Gam­an er að sjá þegar barþjón­arn­ir nýta afurð ís­lenskra nátt­úru í kokteil­agerð.

Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í framsetningunni í anda Slippsins.
Ein­fald­leik­inn er í fyr­ir­rúmi í fram­setn­ing­unni í anda Slipps­ins. Ljós­mynd/​Sjöfn

Helgarkokteillinn: Mateyjarkokteill Slippsins

Vista Prenta

Mat­eyj­ar­kokteill Slipps­ins

Fyr­ir einn

  • 3,5cl Ísa­fold gin
  • 0,7 cl Bull­et-in Bour­bon viskí
  • 22,5 cl límónusafi
  • 4,5 cl Hundasúrus­íróp
  • Toppað upp með óá­feng­um perusíder

Til skrauts:

  • Ag­úrkusneið
  • Blóðbergs­blóm

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið nema perusíder­inn í hrist­ara og hristið vel.
  2. Hellið síðan í viðeig­andi glas og toppið með óá­fenga perusídern­um.
  3. Skreytið glasið af vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert