Kjúklingur með salatosti og döðlum úr smiðju Evu Laufeyjar

Girnilegur kjúklingaréttur með döðlum og salatosti.
Girnilegur kjúklingaréttur með döðlum og salatosti. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran

Þessi kjúk­linga­rétt­ur er bæði bragðgóður og ein­fald­ur. Döðlurn­ar og sal­atost­ur­inn passa ákaf­lega vel sam­an og svo tek­ur skamma stund og út­búa rétt­inn. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Evu Lauf­eyj­ar Kjaran markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóra Hag­kaups og sæl­kera með meiru en upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Kjúk­ling­ur með sal­atosti og döðlum úr smiðju Evu Lauf­eyj­ar

Vista Prenta

Kjúk­ling­ur með sal­atosti og döðlum

Fyr­ir 4

  • 5 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 stk. stór krukka rautt pestó
  • 1 skt. krukka Dala sal­atost­ur/ feta­ost­ur
  • 12 stk. döðlur, smátt skorn­ar, stein­laus­ar
  • salt og nýmalaður pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Leggið kjúk­linga­bring­urn­ar í eld­fast mót. Gott er að setja smá ólífu­olíu 
  3. Setjið pestó, smátt skorn­ar döðlur og sal­ata­ost á hverja bringu.
  4. Kryddið bring­urn­ar með salti og ný­möluðum pip­ar,
  5. Dreifið blönd­unni yfir kjúk­ling­inn og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mín­út­ur.
  6. Berið rétt­inn fram með ofn­bökuðum sæt­um kart­öfl­um og fersku sal­ati að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert