Þessi kjúklingaréttur er bæði bragðgóður og einfaldur. Döðlurnar og salatosturinn passa ákaflega vel saman og svo tekur skamma stund og útbúa réttinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Evu Laufeyjar Kjaran markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og sælkera með meiru en uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.
Kjúklingur með salatosti og döðlum
Fyrir 4
- 5 kjúklingabringur
- 1 stk. stór krukka rautt pestó
- 1 skt. krukka Dala salatostur/ fetaostur
- 12 stk. döðlur, smátt skornar, steinlausar
- salt og nýmalaður pipar eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót. Gott er að setja smá ólífuolíu
- Setjið pestó, smátt skornar döðlur og salataost á hverja bringu.
- Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar,
- Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur.
- Berið réttinn fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og fersku salati að eigin vali.