Einfaldi og bráðholli haustpottrétturinn

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir blómstrar í eldhúsinu á haustin og þá …
Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir blómstrar í eldhúsinu á haustin og þá verða töfrar til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir hef­ur brenn­andi áhuga á heilsu og mat­ar­gerð. Þegar haustið er skollið á í allri sinni dýrð blómstr­ar hún í eld­hús­inu. Hún elsk­ar að kom­ast aft­ur í rútínu eft­ir sum­arið og töfr­arn­ir ger­ast í eld­hús­inu þar sem haustrétt­irn­ir verða til hver af öðrum.

Þór­dís er 29 ára göm­ul tveggja barna móðir og gerðist grænkeri (veg­an) árið 2016. „Ég hef aldrei litið til baka og held úti upp­skrift­asíðunni sem ber heitið Grænker­ar þar sem ég birti heilsu­sam­leg­ar og græn­ar upp­skrift­ir,“ seg­ir Þór­dís og bæt­ir við að líðan henn­ar sé miklu betri eft­ir að hún breytti mataræðinu.

Nú þegar allt er komið í fast­ar skorður eft­ir sum­ar­frí og haustrútína kom­in í gang líður Þór­dísi mjög vel.

„Þrátt fyr­ir að vera klemmt milli bestu tíma árs­ins, sum­ars­ins og jól­anna, þá blómstra ég á haust­in. Ég hef alltaf elskað að kom­ast aft­ur í rútínu eft­ir sum­arið og fundið hvernig ég þrái að koma skipu­lagi á hina ýmsu þætti lífs­ins. Ég man vel eft­ir mér sem barni í hverri ein­ustu haust­byrj­un að hvolfa úr öll­um skúff­um og skáp­um til að koma skikki á leik­föng, liti eða serví­ettusafn. Með tvö ung börn finn ég í dag hvað mér finnst mik­il­vægt að ein­falda lífið og skipu­leggja mig á haust­in.

Haust­in eru kjör­inn tími til að draga fram stærsta pott­inn og út­búa mat­ar­mik­inn pot­trétt sem dug­ar allri fjöl­skyld­unni í nokkr­ar máltíðir. Af­gang­inn má svo frysta í nokkr­um boxum og eiga þannig holla máltíð sem er hægt að draga fram á dimm­um haust­kvöld­um eða taka sem nesti í vinnu og skóla,“ seg­ir Þór­dís.

Aðspurð seg­ir Þór­dís að hún þurfi ekki að sækja inn­blástur­inn fyr­ir mat­ar­gerð sína langt. „Ég fæ mín­ar hug­mynd­ir að rétt­um reglu­lega út frá því sem er til, og ekki til, í ís­skápn­um heima. Mér finnst hræðilega leiðin­legt að skreppa út í búð ef eitt­hvað vant­ar og redda mér því oft með mjög áhuga­verðum niður­stöðum,“ seg­ir Þór­dís og hlær.

Bragðast jafn­vel bet­ur dag­inn eft­ir

Einn pot­trétt­ur er í miklu upp­á­haldi hjá Þór­dísi og er iðulega bor­inn á borð þegar lauf­in eru byrjuð að falla af trján­um og fyrsta haust­læðgin ger­ir vart við sig. „Þessi ein­faldi en bráðholli pot­trétt­ur hef­ur verið í miklu upp­á­haldi hjá mér frá því ég varð veg­an og bragðast jafn­vel bet­ur dag­inn eft­ir. Sæt kart­afla, blóm­kál og kjúk­linga­baun­ir í rjóma­kenndri kó­kos-tóm­atsósu mynda uppistöðuna en kummín, kórí­and­er, hvít­lauk­ur, engi­fer og túr­merik gefa hlýtt, kryddað bragð. Þessi slær ávallt í gegn og má segja að hann sé vin­sæl­asti pot­trétt­ur­inn sem ég ber á borð.“

Haustpottrétturinn er hinn girnilegasti en í honum eru sæt kartafla, …
Haust­pot­trétt­ur­inn er hinn girni­leg­asti en í hon­um eru sæt kart­afla, blóm­kál og kjúk­linga­baun­ir í rjóma­kenndri kó­kos-tóm­atsósu. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir

Þegar kem­ur að nest­is­hug­mynd­um spretta þær iðulega fram hjá Þór­dísi í skóla­byrj­un.

„Ég er stöðugt að leita að sniðugum upp­skrift­um til að nýta af­gang­inn af súr­deigs­brauðinu sem við kaup­um reglu­lega á sunnu­dög­um en náum sjaldn­ast að klára. Ný­lega út­bjó ég frá­bæra grill­sam­loku sem hent­ar full­kom­lega í nesti í skóla eða vinnu þar sem er sam­lokugrill,“ seg­ir Þór­dís dreym­in á svip.

Þessi grillsamloka lítur vel út og bráðinn osturinn kallar fram …
Þessi grill­sam­loka lít­ur vel út og bráðinn ost­ur­inn kall­ar fram hung­ur­til­finn­ingu og stein­ligg­ur í nest­is­boxið. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir

Ein­faldi og bráðholli haust­pot­trétt­ur­inn

Vista Prenta

Haust­pot­trétt­ur og Avóka­dó-chipotle-grill­sam­loka

Haust­pot­trétt­ur

Fyr­ir 6

  • 1 lauk­ur
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • 1 tsk. ferskt engi­fer, rifið smátt
  • 2 tsk. ferskt túr­merik, rifið smátt
  • 2 tsk. kummín
  • cayenn­ep­ip­ar eft­ir smekk
  • 2 dós­ir kjúk­linga­baun­ir, vökvinn sigtaður frá
  • 2 dós­ir tóm­at­ar
  • 2 dós­ir þykk kó­kos­mjólk, aðeins þykki hlut­inn notaður
  • 1 blóm­káls­haus
  • 1 sæt kart­afla
  • 1 græn­metisten­ing­ur
  • hand­fylli ferskt kórí­and­er, saxað smátt

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn smátt og rífið hvít­lauk, engi­fer og túr­merik smátt á rif­járni.
  2. Steikið í djúp­um potti upp úr olíu þar til mjúkt.
  3. Bætið kummíni og cayenn­ep­ip­ar út í pott­inn og steikið í 2-3 mín­út­ur.
  4. Skerið sætu kart­öfl­una niður og rífið blóm­kálið í smá blóm og bætið í pott­inn ásamt kjúk­linga­baun­un­um.
  5. Setjið tóm­ata í dós út í ásamt þykka hlut­an­um af kó­kos­mjólk­inni.
  6. Bætið einnig græn­metisten­ingi út í og salti og pip­ar.
  7. Leyfið rétt­in­um að malla í um 40 mín­út­ur eða þar til kart­öfl­urn­ar eru orðnar mjúk­ar.
  8. Rétt und­ir lok­in er fersku, söxuðu kórí­and­er bætt út í.
  9. Berið fram með soðnu kínóa eða hrís­grjón­um og fersku kórí­and­er.

Avóka­dó-chipotle-grill­sam­loka

Fyr­ir 1

  • 2 sneiðar súr­deigs­brauð
  • chipotle-maj­ónes (t.d. frá Taco Truck)
  • 1/​2 fullþroskað avóka­dó
  • 1 tóm­at­ur
  • sterk­ur rif­inn ost­ur (frá Ellu Stínu)

Aðferð:

  1. Dreifið chipotle-maj­ónes­inu yfir báðar brauðsneiðarn­ar. Skerið avóka­dó og tóm­at í þunn­ar sneiðar og leggið ofan á aðra brauðsneiðina.
  2. Dreifið því næst rifna ost­in­um yfir og lokið sam­lok­unni.
  3. Hitið í sam­lokugrilli þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað og brauðið er orðið stökkt.
  4. Ef vill má dreifa smá sjáv­ar­salti yfir sam­lok­una í lok­in, sem set­ur punkt­inn yfir i-ið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert