Svona skerðu kjöt í þunna strimla

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins gefur lesendum góð ráð.
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins gefur lesendum góð ráð. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar eins og hefð er fyr­ir. Marg­ir þekkja að það get­ur verið kúnst að skera kjöt niður í fal­leg­ar sneiðar og sér­stak­lega þegar það á að skera kjötið í þunna strimla. Ísak kann gott ráð við því.

„Frystið kjöt áður en það er skorið í strimla. Að skera kjöt fyr­ir „Stir fry“ eða álíka rétti sem krefjast þunna strimla af kjöti er sniðugt að laus­frysta kjötið. Létt­ara er að skera kjötið í flotta strimla, muna bara að skera á móti vöðvaþræðinum til að það verði meyr­ara.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert