Þá er komið að húsráði vikunnar úr smiðju fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins, Ísaks Arons Jóhannssonar eins og hefð er fyrir. Margir þekkja að það getur verið kúnst að skera kjöt niður í fallegar sneiðar og sérstaklega þegar það á að skera kjötið í þunna strimla. Ísak kann gott ráð við því.
„Frystið kjöt áður en það er skorið í strimla. Að skera kjöt fyrir „Stir fry“ eða álíka rétti sem krefjast þunna strimla af kjöti er sniðugt að lausfrysta kjötið. Léttara er að skera kjötið í flotta strimla, muna bara að skera á móti vöðvaþræðinum til að það verði meyrara.“