Hvítsúkkulaðikakan Ljósbrá ber nafn með rentu

Hvítsúkkulaðikaka sem ber heitið Ljósbrá er tilvalin í helgarbaksturinn. Brynja …
Hvítsúkkulaðikaka sem ber heitið Ljósbrá er tilvalin í helgarbaksturinn. Brynja Dadda Sverrisdóttir ber hana gjarnan fram með karamellusósu. Samsett mynd

Það er komið að helgar­bakstr­in­um og að þessu sinni er það þessi hvítsúkkulaðikaka sem er al­veg ómót­stæðilega góð. Upp­skrift­in kem­ur ofan úr fjalli frá Brynju Döddu Sverr­is­dótt­ur ástríðubak­ara en hún er iðin að baka fyr­ir sína nán­ustu seg­ir að inn­blástur­inn fái hún uppi í fjall­inu í Kjós­inni.

„Þessi er al­veg ein­stak­lega góð. Hún kem­ur úr upp­skrifta­bók­inni Súkkulaðiást frá Nóa Síríus. Það er reynd­ar bók sem ég hef notað mikið, mjög góð og marg­ar góðar upp­skrift­ir í henni,“ seg­ir Brynja Dadda.

„Hvítt súkkulaði er allt öðru vísi en dökkt og bragðið verður ein­stak­lega kara­mellu­kennt og kak­an er svo­lítið seig,“ bæt­ir Brynja Dadda við.

Kak­an er þétt og svo­lítið þung með dá­sam­legt kara­mellu­bragð. Í raun þarf ekk­ert með henni en það má nota rjóma, ís eða kara­mellusósu.

Ljósbrá stendur sig vel ein og sér en það er …
Ljós­brá stend­ur sig vel ein og sér en það er líka ljúft að bera hana fram með kara­mellusósu. Ljós­mynd/​Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir

Hvítsúkkulaðikakan Ljósbrá ber nafn með rentu

Vista Prenta

Ljós­brá

  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 120 g smjör
  • 300 g hrá­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 4 egg
  • 250 g spelt­hveiti
  • ½ tsk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið og smjörið sam­an mjög var­lega. Hvítt súkkulaði bráðnar öðru­vísi en þetta dökka. Það þarf að nota væg­an hita  og hræra nokkuð jafnt af og til.
  2. Hrærið sam­an sykr­in­um og eggj­un­um og bætið svo súkkulaði/​smjör­inu sam­an við.
  3. Bætið við öll­um þur­refn­un­um og hrærið þar til vel allt er vel sam­fellt.
  4. Setjið í eld­fast form (ca 24x12 sm) inn í 160°C heit­an ofn, á blæstri í 50 til 60 mín­út­ur (vert er að hafa í huga að ofn­ar eru mis­jafn­ir).
  5. Gott að láta kök­una kólna aðeins þegar hún kem­ur út og skera síðan í bita. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert