Helga Magga mælir með vöfflum í nestisboxið

Helga Magga heldur áfram að toppa sig og nú er …
Helga Magga heldur áfram að toppa sig og nú er hún komin með vöfflur í nestisboxið. Samsett mynd

Helga Magga fer á kost­um þessa dag­ana með nýj­ustu nest­is­hug­mynd­ina. Hún gerði þess­ar kota­sælu­vöffl­ur sem hún seg­ir að séu full­kom­in nær­ing í morg­un­mat eða í nest­is­boxið. Þær líta vel út og vel þess virði að prófa. Hvern lang­ar ekki að taka með sér holl­ar vöffl­ur með sér í nest­is­boxið?

Helga Magga mælir með vöfflum í nestisboxið

Vista Prenta

Kota­sælu­vöffl­ur

  • 150 g kota­sæla (3 dl)
  • 80 g haframjöl (2 dl)
  • 2 egg
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 msk. husk (má sleppa)
  • 200 ml létt­mjólk

Aðferð:

  1. Blandið öll­um inni­halds­efn­un­um sam­an í bland­ara eða mat­vinnslu­vél.
  2. Hitið síðan vöfflu­járn og bakið vöffl­urn­ar í vöfflu­járni. Þið finnið ykk­ar rétt skammt í aus­una.
  3. Ef deigið er of þykkt er gott að bæta ör­lítið meiri mjólk sam­an við deigið.
  4. Þið getið sett það sem hug­ur­inn girn­ist á vöffl­urn­ar og búið til vöfflu­sam­lok­ur ef vill til að taka með í nesti.
  5. Vöffl­urn­ar eru mjög góðar með osti, skinku og græn­meti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert