Helga Magga mælir með vöfflum í nestisboxið

Helga Magga heldur áfram að toppa sig og nú er …
Helga Magga heldur áfram að toppa sig og nú er hún komin með vöfflur í nestisboxið. Samsett mynd

Helga Magga fer á kostum þessa dagana með nýjustu nestishugmyndina. Hún gerði þessar kotasæluvöfflur sem hún segir að séu fullkomin næring í morgunmat eða í nestisboxið. Þær líta vel út og vel þess virði að prófa. Hvern langar ekki að taka með sér hollar vöfflur með sér í nestisboxið?

Kotasæluvöfflur

  • 150 g kotasæla (3 dl)
  • 80 g haframjöl (2 dl)
  • 2 egg
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. husk (má sleppa)
  • 200 ml léttmjólk

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél.
  2. Hitið síðan vöfflujárn og bakið vöfflurnar í vöfflujárni. Þið finnið ykkar rétt skammt í ausuna.
  3. Ef deigið er of þykkt er gott að bæta örlítið meiri mjólk saman við deigið.
  4. Þið getið sett það sem hugurinn girnist á vöfflurnar og búið til vöfflusamlokur ef vill til að taka með í nesti.
  5. Vöfflurnar eru mjög góðar með osti, skinku og grænmeti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka