Einfalt skinkupasta með kjúklingi og brokkolí

Skinkupasta með kjúlkingi og brokkolí fyrir þá sem eru fyrir …
Skinkupasta með kjúlkingi og brokkolí fyrir þá sem eru fyrir einfaldleikann. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni ótrúlega einfaldur pastaréttur sem allir geta gert. Þetta er skinkupasta með kjúklingi og brokkolí og kemur úr smiðju Andreu Gunnarsdóttur matarbloggara sem heldur úti sínum eigin uppskriftavef hér. Hún hefur mikið dálæti af réttum sem einfalt er að útbúa og stytta sér leið þegar kemur að sósugerð. 

Einfalt og gott sem allir ráða við.
Einfalt og gott sem allir ráða við. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Skinkupasta með kjúklingi og brokkolí

  • 500 g pasta að eigin vali
  • Bezt á flest kryddblanda
  • 800 g kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • 250 g skinka, skorin í bita
  • 1 brokkólíhaus, skorinn í passleg „blóm“
  • 1 dós Campbell‘s kjúklingasúpa
  • 1 box beikonsmurostur
  • 200 ml kjúklingasoð
  • 400 ml matreiðslurjómi eða nýmjólk
  • 1⁄2 grænmetisteningur
  • 1⁄2 kjúklingateningur
  • Nýmulinn svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið olíu eða smjör á pönnu á miðlungsháum hita.
  2. Þegar olían hefur hitnað setjið þið kjúklinginn á pönnuna og steikið hann í 6-8 mínútur.
  3. Kryddið kjúklinginn með Bezt á flest kryddblöndu eftir smekk eftir að þið eruð búin að steikja hann.
  4. Bætið skinku og brokkolí á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur.
  5. Bætið Campbell‘s kjúklingasúpu, beikonsmurosti, kjúklingasoði, mjólk, grænmetisteningi og kjúklingateningi á pönnuna og blandið öllu vel saman.
  6. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sósuna malla á meðan pasta er soðið eftir leiðbeiningum á pakka.
  7. Hellið vatninu af pastanu þegar það er tilbúið.
  8. Setjið pastað út á pönnuna og blandið saman við kjúklingablönduna.
  9. Blandið öllu vel saman og látið malla í 2 mínútur.
  10. Berið fram með góðu brauði ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert