Einfalt skinkupasta með kjúklingi og brokkolí

Skinkupasta með kjúlkingi og brokkolí fyrir þá sem eru fyrir …
Skinkupasta með kjúlkingi og brokkolí fyrir þá sem eru fyrir einfaldleikann. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni ótrú­lega ein­fald­ur pasta­rétt­ur sem all­ir geta gert. Þetta er skinkup­asta með kjúk­lingi og brok­kolí og kem­ur úr smiðju Andr­eu Gunn­ars­dótt­ur mat­ar­blogg­ara sem held­ur úti sín­um eig­in upp­skrifta­vef hér. Hún hef­ur mikið dá­læti af rétt­um sem ein­falt er að út­búa og stytta sér leið þegar kem­ur að sósu­gerð. 

Einfalt og gott sem allir ráða við.
Ein­falt og gott sem all­ir ráða við. Ljós­mynd/​Andrea Gunn­ars­dótt­ir

Einfalt skinkupasta með kjúklingi og brokkolí

Vista Prenta

Skinkup­asta með kjúk­lingi og brok­kolí

  • 500 g pasta að eig­in vali
  • Bezt á flest krydd­blanda
  • 800 g kjúk­linga­bring­ur, skorn­ar í munn­bita
  • 250 g skinka, skor­in í bita
  • 1 brokkólí­haus, skor­inn í pass­leg „blóm“
  • 1 dós Camp­bell‘s kjúk­lingasúpa
  • 1 box beikonsmurost­ur
  • 200 ml kjúk­linga­soð
  • 400 ml mat­reiðslur­jómi eða nýmjólk
  • 1⁄2 græn­metisten­ing­ur
  • 1⁄2 kjúk­linga­ten­ing­ur
  • Nýmul­inn svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið olíu eða smjör á pönnu á miðlungs­há­um hita.
  2. Þegar olí­an hef­ur hitnað setjið þið kjúk­ling­inn á pönn­una og steikið hann í 6-8 mín­út­ur.
  3. Kryddið kjúk­ling­inn með Bezt á flest krydd­blöndu eft­ir smekk eft­ir að þið eruð búin að steikja hann.
  4. Bætið skinku og brok­kolí á pönn­una og steikið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  5. Bætið Camp­bell‘s kjúk­lingasúpu, beikonsmurosti, kjúk­linga­soði, mjólk, græn­metisten­ingi og kjúk­linga­ten­ingi á pönn­una og blandið öllu vel sam­an.
  6. Látið suðuna koma upp, lækkið hit­ann og látið sós­una malla á meðan pasta er soðið eft­ir leiðbein­ing­um á pakka.
  7. Hellið vatn­inu af past­anu þegar það er til­búið.
  8. Setjið pastað út á pönn­una og blandið sam­an við kjúk­linga­blönd­una.
  9. Blandið öllu vel sam­an og látið malla í 2 mín­út­ur.
  10. Berið fram með góðu brauði ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert