Skál hefur opnað dyrnar á framtíðarheimilinu

Thomas Lorentzen yfirkokkur og meðeigandi og Gísli Matt meðeigandi eru …
Thomas Lorentzen yfirkokkur og meðeigandi og Gísli Matt meðeigandi eru í skýjunum með framtíðarheimili Skál. Ljósmynd/Gunnar Freyr

Veit­ingastaður­inn Skál sem hefur verið rek­inn á Hlemmi Mat­höll síðustu sjö ár hefur nú flutt búferlum og í nýtt framtíðarheimili að Njáls­götu 1 í hjarta borgarinnar. Staðurinn er alfarið hannaður af eigendum staðarins en þeir hafa lagt ást og umhyggju í staðinn frá upphafi og segja að nú hafi þeir loksins fundið framtíðarheimilið fyrir Skál.

Skál var stofnað af þremur vinum Birni Steinari, Gísla Matt, og Gísla Grímssyni en nú hefur bæst í eigendahópinn yfirkokkurinn Thomas Lorentzen og veitingastjórinn Jonathan Sadler.

Ástríða og natni í matargerðina

Eigendurnir hafa lagt ást og natni í matargerðina sem og þjónustuna frá upphafi. Árið 2019 hlaut staður­inn viður­kenn­ingu Michelin Bib gourmand og vakti verðskuldaða athygli. Veitingastaðurinn hefur hlotið titilinn „Best goddamn restaurant in Reykjavík“ frá tímaritinu RVK Grapevine árin 2020, 2022, 2023 og 2024.

„Við leggjum mikla ástríðu í matinn þar sem við leitumst eftir að finna besta hráefni sem við getum fengið hér og búum til rétti með frumlega nálgun á íslenskt hráefni en að sama skapi afar fallega og bragðgóða rétti. Maturinn er leiddur af yfirkokki okkar og nýjum meðeiganda Thomas Lorentzen sem hefur gríðarlega reynslu frá Kaupmannahöfn,“ segir Gísli Matt.

Stoltir að eiga einn besta barþjónn landsins

„Þjónustan og vínseðillinn er leiddur af Jonathan Sadler þar sem aðaláhersla er lögð á vönduð náttúruvínum sem við flytjum inn sjálfir af frábærum víngerðarfólki víðs vegar frá Evrópu og svo erum við einnig mjög stoltir að vera með einn besta barþjónn landsins Hrafnkel Inga sem hefur unnið til ótal verðlauna fyrir störf sín í faginu á sínum langa ferli.“

Framtíðarheimili Skál

Mikil tilhlökkun er í eigendahópnum með að vera loksins búnir að finna framtíðarheimili fyrir skál.

„Ég tala fyrir okkur alla þegar ég segi að við erum ótrúlega spenntir fyrir því að vera komin á okkar framtíðarheimili hér á Njálsgötu 1. Við viljum halda áfram þeirra frábæru stemningu sem við náðum að byggja upp á Hlemmi Mathöll en spýta í og gera það enn betur, okkar hönnun alfarið. Nú er hægt að bóka borð en við höldum alltaf nokkrum borðum sem ekki er hægt að bóka, þannig fólk getur alltaf komið við hjá okkur,“ segir Gísli Matt að lokum.

Einn besti barþjónn landsins blandar drykkina á Skál.
Einn besti barþjónn landsins blandar drykkina á Skál. Ljósmynd/Gunnar Freyr
Skál hefur nú opnað dyrnar á framtíðarheimilinu.
Skál hefur nú opnað dyrnar á framtíðarheimilinu. Ljósmynd/Björn Árnason
Réttirnir eru bornir fram með frumlegri nálgun með áherslu á …
Réttirnir eru bornir fram með frumlegri nálgun með áherslu á íslenskt hráefni. Ljósmynd/Björn Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert