Helgarkokteillinn: Mateyjarkokteill Einsa Kalda

Mateyjarkokteill Einsa Kalda er helgarkokteillinn að þessu sinni.
Mateyjarkokteill Einsa Kalda er helgarkokteillinn að þessu sinni. Samsett mynd

Það er að koma helgi og þá er það helgar­kokteill Mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni er það þessi gull­fal­legi kokteill sem var í boðið á veit­ingastaðnum Einsa Kalda í Vest­manna­eyj­um í til­efni mat­ar­hátíðar­inn­ar MAT­EY sem hald­in var í byrj­un sept­em­ber.

Heiður­inn af þess­um kokteil á Birna Kar­en Ein­ars­dótt­ir barþjónn á Einsa Kalda og það má með sanni segja að hún hafi nostrað vel við kokteil­inn. Hún skreytti hann til að mynda með bökuðum engi­fer­rót­arsneiðum sem komu ótrú­lega skemmti­lega út.

Mateyjarkokteill Einsa Kalda er gullfallegur í glasi.
Mat­eyj­ar­kokteill Einsa Kalda er gull­fal­leg­ur í glasi. Ljós­mynd/​Karl Peters­son

Helgarkokteillinn: Mateyjarkokteill Einsa Kalda

Vista Prenta

Mat­eyj­ar­kokteill Einsa Kalda

Fyr­ir 1

  • 3 cl Ísa­fold gin
  • 6 cl engi­fer- og rabarbaras­íróp (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 3 cl límónusafa
  • 3 cl eggja­hvíta
  • 3 cl 7up
  • 6 cl prosecco
  • Klaki eft­ir þörf­um þegar bland­an er hrist í annað skiptið
  • Bakað engi­fer til skreyt­inga (sjá aðferð fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í kokteil­hrist­ara nema 7up, prosecco og bakaða engi­ferið.
  2. Hristið vel.
  3. Setjið síðan 7up og prosecco í kampa­víns­glas.
  4. Opnið hrist­ar­ann og setjið klaka út í og hristið aft­ur vel til að fá góða froðu.
  5. Sigtið síðan blönd­una í glasið og skreytið með bakaðri engi­fer­rót.
  6. Berið fram og njótið.

Engi­fer- og rabarbaras­íróp

  • 1 bolli vatn
  • 1 bolli syk­ur
  • 1 bolli rabarbari
  • 1 bolli engi­fer­rót (skerið í þunna bita)

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í pott og sjóðið sam­an þar til syk­ur­inn er bú­inn að leys­ast upp.
  2. Látið kólna og sigtið síðan í gott ílát eða gler­flösku.

Bökuð engi­fer­rót

  • 1 stk. góð stærð af engi­fer­rót
  • 2 dl hrá­syk­ur
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Skrælið engi­fer­rót­ina og skerið í örþunn­ar sneiðar með mandó­líni.
  2. Setjið í pott með hrá­sykri og vatni, látið malla í um það bil 10 mín­út­ur.
  3. Sigtið svo syk­ur­inn frá og raðið sneiðunum á bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu.
  4. Hitið ofn­inn í 120°C hita.
  5. Setjið síðan ofn­plöt­una með sneiðunum á inn í ofn og bakið þar til þær eru komn­ar með smá gyllt­an lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert