Hafðu ruslatunnu tilbúna á stöðinni þinni

Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú hafir ruslatunnu …
Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú hafir ruslatunnu við vinnustöðina þína í eldhúsinu. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar, eins og hefð er fyr­ir. Nú þegar við erum farin að flokka ruslið og taka frá lífrænan úrgang er vert að hafa það ávallt í huga þegar við vinnum í eldhúsinu. Ísak er með á hreinu hvernig best er að ganga beint til verks og flokka lífrænan úrgang jafnóðum og unnið er í eldhúsinu.

„Þegar ég er að skera grænmeti, kjöt og fisk hef ég alltaf litla ruslatunnu til hliðar uppi á borði fyrir lífræna ruslið. Þetta auðveldar verkið og allt verður miklu snyrtilegra. Það er algjör óþarfi að fara með hvert einasta laukhýði eða rót af blómkáli í ruslið eða jafnvel að leyfa því að hrúgast í kringum þig þar sem það er bara fyrir. Þessi ruslatunna þarf ekki að vera alvöru tunna heldur frekar miðlungskál eða annað álíka sem þú vaskar síðan upp eftir notkun,“ segir Ísak sem ávallt er með skipulagið á hreinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert