Hafðu ruslatunnu tilbúna á stöðinni þinni

Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú hafir ruslatunnu …
Ísak Aron Jóhannsson mælir með því að þú hafir ruslatunnu við vinnustöðina þína í eldhúsinu. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar, eins og hefð er fyr­ir. Nú þegar við erum far­in að flokka ruslið og taka frá líf­ræn­an úr­gang er vert að hafa það ávallt í huga þegar við vinn­um í eld­hús­inu. Ísak er með á hreinu hvernig best er að ganga beint til verks og flokka líf­ræn­an úr­gang jafnóðum og unnið er í eld­hús­inu.

„Þegar ég er að skera græn­meti, kjöt og fisk hef ég alltaf litla rusla­tunnu til hliðar uppi á borði fyr­ir líf­ræna ruslið. Þetta auðveld­ar verkið og allt verður miklu snyrti­legra. Það er al­gjör óþarfi að fara með hvert ein­asta lauk­hýði eða rót af blóm­káli í ruslið eða jafn­vel að leyfa því að hrúg­ast í kring­um þig þar sem það er bara fyr­ir. Þessi rusla­tunna þarf ekki að vera al­vöru tunna held­ur frek­ar miðlung­skál eða annað álíka sem þú vask­ar síðan upp eft­ir notk­un,“ seg­ir Ísak sem ávallt er með skipu­lagið á hreinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert