Ljúffengt ferðalag til bernskusumarsins

Rabarbarapæið hans Árna Þorvarðarsonar minnir hann á æskusumrin þegar rabarbarinn …
Rabarbarapæið hans Árna Þorvarðarsonar minnir hann á æskusumrin þegar rabarbarinn var tíndur úr görðunum. Samsett mynd

Rabarbarapæ er hið sí­gilda baka fyr­ir bragðlauk­ana sem fær­ir fram hlýj­ar minn­ing­ar frá bernsku­ár­un­um, þegar rabarbar­inn var tínd­ur beint úr garðinum.

Þetta ein­staka sam­spil af sæt­leika og súr­leika ger­ir rabarbarapæ að ómót­stæðileg­um eft­ir­rétti sem fær­ir heim­il­is­lega hlýju og nostal­g­íu inn á hvert heim­ili. Hvort sem þú ert að leita að ljúf­feng­um rétti sem sam­ein­ar fjöl­skyld­una á sunnu­dags­kvöldi eða vilt vekja upp sum­arminn­ing­ar með góðum gest­um, þá er rabarbarapæ klár­lega góður kost­ur.

Meist­ara­verk úr ein­föld­um hrá­efn­um

Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Rabarbarapæ er ekki aðeins ljúf­feng­ur eft­ir­rétt­ur held­ur einnig meist­ara­verk úr ein­föld­um hrá­efn­um sem vek­ur upp fal­leg­ar minn­ing­ar og fær­ir sum­ar­bragðið heim til þín. Þegar þú berð fram þessa bök­una með vanilluís, þeytt­um rjóma eða smá vanillusósu, trygg­ir þú að hver biti gleður alla við borðið,“ seg­ir Árni og bæt­ir við að þetta sé baka sem fuðri upp þegar hún er bor­in fram.

Árni skreytir rabarbarapæið með bræddu mjólkursúkkulaði.
Árni skreyt­ir rabarbarapæið með bræddu mjólk­ursúkkulaði. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son

Ljúffengt ferðalag til bernskusumarsins

Vista Prenta

Rabarbarapæ Árna

Botn

  • 100 g smjör
  • 100 g syk­ur
  • 2 egg
  • 240 g hveiti

Aðferð:

  1. Blandið sam­an smjöri, sykri og eggj­um í hræri­vél og vinnið ró­lega sam­an í um það bil 3 mín­út­ur.
  2. Bætið hveit­inu sam­an við og blandið ró­lega þar til deigið er slétt. Hnoðið deigið með hönd­un­um á borðinu þar til það er vel sam­lagað.
  3. Vefjið deigið í plast­filmu og kælið í um 30 mín­út­ur. Rúllið síðan deigið út og leggið það í 22 cm böku­form.

Rabarbara­fyll­ing

  • 100 g ljós síróp
  • 100 g púður­syk­ur
  • 2 egg
  • 40 g brætt smjör
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • ½ tsk. salt
  • 150 g fersk­ur rabarbari, skor­inn í bita

Aðferð:

  1. Blandið öll­um hrá­efn­un­um fyr­ir fyll­ing­una sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Hellið fyll­ing­unni yfir botn­inn í böku­form­inu.
  3. Stráið ör­litl­um kanil­sykri yfir til að auka bragðið.

Bakst­ur

  1. For­hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Bakið bök­una í 25-35 mín­út­ur, eða þar til yf­ir­borðið er orðið gullið og fyll­ing­in byrjuð að freyða.
  3. Látið bök­una kólna áður en hún skreytt og bor­in fram.

Skreyt­ing

  • Mjólk­ursúkkulaði eft­ir smekk
  1. Eft­ir bakst­ur er flott að skreyta bök­una með bræddu mjólk­ursúkkulaði.
  2. Bræðið súkkulaðið við væg­an hita yfir vatnsbaði.
  3. Berið bök­una fram með ís eða þeytt­um rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert