Hrekkjavöku croissant tíramísú að hætti Guðmundar Helga

Guðmundur Helgi bakarameistari og annar eiganda GK Bakarís á Selfossi …
Guðmundur Helgi bakarameistari og annar eiganda GK Bakarís á Selfossi er kominn í hrekkjavökugírinn. Samsett mynd

Heiður­inn af helgar­bakstr­in­um að þessu sinni á Guðmund­ur Helgi bak­ara­meist­ari og ann­ar eig­andi GK Baka­rís á Sel­fossi. En fé­lagi hans Kjart­an Ásbjörns­son deildi sinni gleði síðustu helgi.

,,Nú fer að líða að upp­á­halds hátíðar­deg­in­um mín­um, Hrekkja­vök­unni,” seg­ir Guðmund­ur Helgi, ann­ar eig­andi GK Baka­rís á Sel­fossi, þegar um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is spyr hann frétta.

,,Við feðgin­in verðum al­veg veik á þess­um árs­tíma, skreyt­um allt með hræðileg­um blæ, saum­um okk­ur bún­inga og horf­um á hæfi­lega hrylli­leg­ar hryll­ings­mynd­ir,“ bæt­ir Guðmund­ur við og vís­ar þar í Sif, 10 ára dótt­ur sína, og það er nokkuð ljóst að þar féll eplið ekki langt frá eik­inni.

,,Við reyn­um líka að gera allt óhugn­an­legt niður í baka­ríi, bök­um hræðileg brauð, skelfi­legt croiss­ant og hroll­vekj­andi bolla­kök­ur,” bæt­ir hann við og glott­ir við tönn. 

,,Þessi upp­skrift er mín út­gáfa af ein­um af mín­um eft­ir­læt­is eft­ir­rétt­um, tíra­mísú. Ég prufaði fyrst að nota croiss­ant í stað Ladyf­in­gers þegar ég átti eitt af­gangs úr dög­urðarboði ein­hvern laug­ar­dag­inn fyr­ir nokkr­um árum og ég hef ekki litið til baka síðan. Fyrst ég var byrjaður að van­helga hina heil­ögu tíra­mísú upp­skrift ákvað ég að not­ast ekki við hrá egg held­ur þeytt­an rjóma og hafa hana áfeng­is­lausa. Pumpk­in spice bland­an gef­ur henni svo hrekkja­vökut­vistið.“ 

Guðmundur Helgi með afraksturinn.
Guðmund­ur Helgi með afrakst­ur­inn. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Helgi

„Við byrj­um á osta­gerð fyr­ir bakst­ur­inn á þess­ari og tök­um þetta í nokkr­um skref­um,“ seg­ir Guðmund­ur Helgi og deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift­inni sinni heil­ögu. „Upp­skrift­in miðast við eitt croiss­ant. Ég læt mér nægja ein­falt lag, en ef þið eigið hátt form þá er um að gera að tvö­falda upp­skrift­ina og gera tvö lög.“

Best að nýta allt hrá­efnið

Guðmund­ur Helgi er líka sniðugur þegar kem­ur að því að nýta hrá­efni vel og slá nokkr­ar flug­ur í einu höggi þegar kem­ur að bakstri.

Hér má sjá grófa aðgerðaröð við gerð Hrekkjavöku croissant tíramísú …
Hér má sjá grófa aðgerðaröð við gerð Hrekkja­vöku croiss­ant tíra­mísú að hætti Guðmund­ar Helga. Sam­sett mynd

„Við ger­um bæði mascarpo­ne og ricotta. Ricotta er frá­bær í osta­kök­ur, pasta­rétti og fyll­ingu í ravi­oli eða bara á nýbakað brauð. Hann er ekki notaður í tíra­mísú, en fyrst við byrj­um á að gera ost er best að nýta allt hrá­efnið. Mascarpo­ne er létt­ur og góður ost­ur á brauð, á pitsuna, í risotto eða í osta­kök­ur. Ef osta­gerðin vex ykk­ur í aug­um er hægt að kaupa mascarpo­ne til­bú­inn líka en það er miklu skemmti­legra og meira gef­andi að gera hann frá grunni.“

Guðmundur Helgi baðar sneiðarnar upp úr uppáhaldskaffinu sínu sem hann …
Guðmund­ur Helgi baðar sneiðarn­ar upp úr upp­á­haldskaff­inu sínu sem hann hef­ur kryddað til með smá kanil, neg­ul og engi­fer. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Helgi

Hrekkjavöku croissant tíramísú að hætti Guðmundar Helga

Vista Prenta

Hrekkja­vöku croiss­ant tíra­mísú

Miðast við 1 croiss­ant

Mascarpo­ne

  • 1 stk. sítr­óna
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk.  sítr­ónusafi

Aðferð:

  1. Fyrsta skrefið er að kreista eina sítr­ónu, veiða stein­ana úr saf­an­um og setja til hliðar.
  2. Hitið rjómann upp í 85°C á miðlungs hita í potti á elda­vél­inni.
  3. Þegar rjóm­inn hef­ur náð 85°C lækkið þá hit­ann á hell­unni, bætið sítr­ónusaf­an­um út í og hrærið þar til bland­an er orðin áþekk súr­mjólk.
  4. Hristið aðeins upp í blönd­unni með písk, slökkvið und­ir og látið standa í um það bil 30 mín­út­ur.
  5. Setjið osta­klút­inn í pasta­sigti og tyllið í skál. Ef þið eigið ekki osta­klút er hægt að nota gróft viska­stykki.
  6. Hellið blönd­unni var­lega ofan í og hyljið með plast­filmu. 
  7. Látið standa í kæli yfir nótt.
  8. Dag­inn eft­ir hell­um við und­an­renn­unni í pott aft­ur og búum til ricotta. Ricotta þýðir end­ur-eldað á ít­ölsku, enda er það ná­kvæm­lega það sem við ætl­um að gera.

Ricotta

  • Und­an­renn­an, síðan í gær
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 2 msk. edik

Aðferð:

  1. Setjið und­an­renn­una í pott með klípu af grófu salti og hitið upp í 85°C á miðlungs krafti.
  2. Á meðan bland­an er að hitna sæki þið hinn osta­klút­inn, eða annað gróft viska­stykki og breiðið í pasta­sigti.
  3. Þið þurfið ekki að geyma und­an­renn­una í þetta skiptið, svo bland­an má standa í eld­föstu móti, ofan í vaski eða bara á borðinu ef þið nennið að þurrka affallið upp.
  4. Hrærið af og til í blönd­unni með hafra­grauts­s­leif­inni eða öðru viðaráhaldi meðan hún er að hitna.
  5. Þegar bland­an hef­ur náð 85°C hita bætið þið sítr­ónusaf­an­um og ed­ik­inu út í, lækkið hit­ann um helm­ing á hell­unni og hrærið var­lega með hafra­grauts­s­leif­inni í um tvær mín­út­ur. 
  6. Um leið og köggl­ar fara að mynd­ast og fljóta ofan á má veiða þá upp úr með fiskispaðanum og leggja þá í osta­klút­inn.
  7. Látið ost­inn hvíla í um 30 mín­út­ur áður en hann er sett­ur í ílát. 

Croiss­ant tíra­mísú

  • 1 bolli af eft­ir­læt­is kaff­inu þínu
  • Kanill eft­ir smekk
  • Engi­fer eft­ir smekk
  • Neg­ull eft­ir smekk
  • 1 stk croiss­ant
  • 170 ml rjómi frá Örnu
  • 115 g mascarpo­ne
  • 35 g syk­ur
  • ½ tsk. hreint vanillu­extrakt

Aðferð:

  1. Grípið upp­á­halds kaffið ykk­ar, hrærið ör­lítið af kanil, engi­fer og neg­ul út í og bruggið einn bolla. Hellið kaff­inu í eld­fast mót.
  2. Skerið croiss­antið í tæp­lega senti­metra þunn­ar sneiðar og leggið í kaffið og látið draga það í sig.  Snúið sneiðunum svo þær verði rak­ar í gegn.
  3. Raðið sneiðunum næst á grind í ofnskúffu og ristið við 200°C á yfir/​und­ir hita í 15 mín­út­ur. Slökkvið á ofn­in­um og látið croiss­antið standa inni í hon­um meðan hann kóln­ar.
  4. Sneiðarn­ar eiga að vera stökk­ar að utan en ör­lítið mjúk­ar í miðjunni.
  5. Setjið rjómann í hræri­vél­ar­skál­ina og byrjið að þeyta.
  6. Bætið sykr­in­um og vanill­unni hægt í á meðan rjóm­inn vinn­ur sig upp.
  7. Blandið mascarpo­ne ost­in­um var­lega við stífþeytt­an rjómann með sleif.
  8. Raðið croiss­ant sneiðunum í botn­inn á hent­ugu formi og smyrjið rjóma­osta­fyll­ing­unni yfir. Látið standa í allt frá fjór­um klukku­tím­um upp í sól­ar­hring í kæli, svo croiss­antið geti dregið í sig raka og bragð af fyll­ing­unni.
  9. Rétt áður en tíra­mísúið er borið fram skal, hefðum sam­kvæmt, sigta yfir það kakó­duft.
  10. Hér er til­valið að leika sér með skreyt­ing­una í anda hvers þess til­efn­is sem fyr­ir hönd­um er.
  11. Tíra­mísú geym­ist í þrjá sól­ar­hringa í lokuðum umbúðum í kæli og alla vega þrjá mánuði í frysti.
Dýrðin, brosandi hrekkjalómur.
Dýrðin, bros­andi hrekkja­lóm­ur. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Helgi
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert