Súper nachos eins og Hrefna Sætran gerir

Súper nachos er fullkominn réttur fyrir fjölskylduna að njóta saman.
Súper nachos er fullkominn réttur fyrir fjölskylduna að njóta saman. Samsett mynd/Björn Árnason

Hrefna Rósa Sætr­an mat­reiðslu­meist­ari, veit­inga­hús­eig­andi og stjörnu­kokk­ur með meiru gaf út mat­reiðslu­bók síðasta vet­ur sem hugsuð er fyr­ir börn og ber heitið Í eld­hús­inu með Hrefnu Sætr­an. Bók­in hef­ur notið mik­illa vin­sælda og marg­ar góðar upp­skrift­ir er þar að finna sem gam­an er fyr­ir fjöl­skyld­ur að spreyta sig sam­an að gera.

„Hug­mynd­in að bók­inni kviknaði þegar ég var orðin leið á sím­hring­ing­um frá börn­un­um mín­um sem kvörtuðu yfir svengd og að það væri ekk­ert til að borða. Þegar ég kom heim og sá full­an ís­skáp af hrá­efn­um áttaði ég mig á því að þörf væri á kunn­áttu um mat og mat­reiðslu. Bók­inni er ætlað að kveikja áhuga á mat og elda­mennsku hjá krökk­um og sýna þeim hvað það er auðvelt að töfra fram allskon­ar snilld í eld­hús­inu,“ seg­ir Hrefna og bros­ir.

Bók­in er skipt­ist í kafl­ana á morgn­ana, í skól­ann, eft­ir skóla, á æf­ingu, á kvöld­in og um helg­ar. Í bók­inni má einnig finna fjöl­marga punkta um nær­ingu, hrá­efni og fleira sem teng­ist mat og mat­ar­gerð svo fátt sé nefnt.

Að elda get­ur verið frá­bær gæðastund

„Ég heyrði í frétt­un­um að fólk væri alltaf minna og minna að elda heima hjá sér og mér fannst það mjög sorg­legt. Svo sorg­legt að ég ákvað að skrifa mat­reiðslu­bók. Mat­reiðslu­bók fyr­ir krakka því þau eru framtíðin. Það að elda er svo miklu meira en bara að búa til mat til að borða. Að elda get­ur verið frá­bær gæðastund með fjöl­skyldu og vin­um, eða al­gjör hug­leiðsla ef maður er einn. Svo get­ur líka verið mjög skap­andi að elda. Það er hægt að breyta um hrá­efni í upp­skrift­um og gera þær að ykk­ar eig­in. Eða bara al­veg fylgja upp­skrift­un­um,“ seg­ir Hrefna.

„Ég hef pælt mikið í mat alla mína ævi. Bragði, áferð, lykt, út­liti og sam­setn­ingu auk þess sem ég hef lesið fullt af grein­um og bók­um um mat og látið plata mig í að prófa allskon­ar mis­skemmti­legt. Einu sinni prófaði ég að borða bara græn epli í viku því það átti að vera svo svaka­lega hollt. Þið getið ímyndað ykk­ur hvað ég var svöng og orku­lít­il þá vik­una. Það er holl­ast að borða fjöl­breytt og reyna að passa að það sé jafn­vægi í hverri máltíð. Prótein og kol­vetni og ekki of mik­il fita. Lyk­ill­inn er fjöl­breytni. Maður lær­ir á þetta með tím­an­um og það er um að gera að byrja að spá í þessu. Fólk er líka með allskon­ar of­næmi og óþol sem það lær­ir inn á og ég skrifaði við upp­skrift­irn­ar hvar er hægt að breyta og bæta,“ seg­ir Hrefna að lok­um.

Nýt­ur mik­illa vin­sælda á henn­ar heim­ili

Hrefna deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins eina upp­skrift sem stein­ligg­ur. Þetta er súper nachos sem nýt­ur mik­illa vin­sælda á henn­ar heim­ili og hægt er að út­búa hvaða dag sem er.  

Súper nachos, guaca­mole og gott sal­at er upp­skrift af góðum kvöld­mat sem all­ir geta verið ánægðir með. Fyr­ir æv­in­týra­gjarn­ari bragðlauka væri hægt að bæta á þetta maískorni, jalapeno, tómöt­um, fínt skorn­um vor­lauk, baun­um, sem væri líka hægt að skipta út fyr­ir nauta­hakki), rauðlauk og ólíf­um.

Það tek­ur ekki lang­an tíma að út­búa þenn­an rétt, það tek­ur um það bil 15 mín­út­ur að und­ir­búa hrá­efnið fyr­ir eld­un­ina og aðeins 15 mín­út­ur að elda rétt­inn.

Girnilegt nachos sem allir geta gert að sínu.
Girni­legt nachos sem all­ir geta gert að sínu. Ljós­mynd/​Björn Árna­son

Súper nachos eins og Hrefna Sætran gerir

Vista Prenta

Súper nachos 

Fyr­ir 4

  • 2 pok­ar af upp­á­haldsnachos­inu þínu
  • 1 pk. rif­inn mozzar­ella­ost­ur
  • 1 krukka salsasósa
  • 1 pk. nauta­hakk ( 500 g)
  • 1 pk. taco krydd­blanda
  • Olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofn­in­um og stilla hann á 180°C.
  2. Hitið pönnu á miðlungs­hita og setjið smá olíu á hana.
  3. Setjið nauta­hakkið á pönn­una og steikið það þangað til það er allt orðið grátt á lit­inn. Bætið þá tacokrydd­inu út í og steikið aðeins áfram.
  4. Setjið bök­un­ar­papp­ír á ofnskúffu.
  5. Stráið einu lagi af nachos í skúff­una, svo nauta­hakki yfir og rifna ost­in­um þar ofan á. Setjið svo annað lag af nachos, nauta­hakki og osti.
  6. Bakið rétt­inn í 10 mín­út­ur og setjið salsasósu ofan á þegar hann kem­ur út úr ofn­in­um.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert