Grasker eru í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu í Systró

Guðrún Kristjánsdóttir skiptir um gír á haustin þegar kemur að …
Guðrún Kristjánsdóttir skiptir um gír á haustin þegar kemur að matargerð. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Kristjáns­dótt­ir skipt­ir ávallt um gír á haust­in þegar kem­ur að mat­ar­gerð. Hún fer úr létt­ari í mat yfir í lang­eldaða og mat­ar­mikla rétti sem ylja lík­ama og sál. Þá inni­halda líka rétt­irn­ir oft­ar en ekki græn­meti enda upp­sker­an aldrei meira spenn­andi en á haust­in.

Guðrún er gjarn­an kennd við Systra­sam­lagið sem nýt­ur mik­illa vin­sælda fyr­ir holla og heil­næma rétti og drykki. Hún hef­ur komið víða við, hef­ur til að mynda starfað sem blaðamaður og pist­al­höf­und­ur og verið rit­stjóri svo fátt sé nefnt. Þá hef­ur mat­ur ávallt verið henni ást­fólg­inn og sér­stak­lega góðir græn­met­is­rétt­ir.

„Ég reyni að nýta upp­sker­una á meðan hún er spriklandi fersk. Geri oft rauðróf­ur með geita­osti, bakaðar gul­ræt­ur með alls kyns krydd­um, ed­iki og olíu og bý til góða kart­öflu­rétti  stund­um með par­mesanosti og smjöri. Síðan baka ég gjarn­an blóm­kál en elska um­fram allt soðið spergilkál með smjöri og salti sem ég borða með helst öllu á haust­in,“ seg­ir Guðrún dreym­in á svip.

Núna fer graskers­tím­inn í hönd

„Svo fer núna graskers­tím­inn í hönd og þá er gam­an. Grasker er í miklu upp­á­haldi hvort sem er í súp­ur eða ofn­rétti, sér­stak­lega ef ég fæ það líf­rænt frá Aust­ur­land Food Coop. Ég læt ein­mitt fylgja hér upp­skrift af ein­um af mörg­um góðum graskers­rétt­um sem nú er að öðlast fast­an sess í lífi mínu. Hann er inn­blás­inn af ferðalagi Rick Stein til Ist­an­b­ul og er mjög vin­sæll þar á slóðum. Ég skil hvers vegna.“

Aðspurð seg­ir Guðrún haustið leggja mjög vel í sig. „Ég skipti alltaf um gír á haust­in, fer úr létt­ari mat og grilli yfir í meira af lang­elduðuðum djúsí rétt­um sem flest­ir hring­snú­ast um græn­meti. Þá sjald­an að ég kaupi kjöt lendi ég stund­um í rök­ræðum um magn við kjötaf­greiðslu­fólkið í Mela­búðinni þegar ég reyni að koma þeim í skiln­ing um að kjöt hjá mér og mín­um sé meðlæti, ekki aðal. Ég held að þetta sé að ger­ast hjá mörg­um. Kjöt er að verða meðlæti og græn­metið að dafna á diskn­um. Þó er reynd­ar græn­met­is- og ávaxta­neysla lands­manna uggvæn­lega lít­il og mætti vaxa. Ég vona að botn­in­um sér náð í þeim efn­um. Það er fátt jafn þétt af nær­ingu og gott græn­meti. Það er staðreynd,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við að hún fái sér stund­um kjöt.

Guðrún nýtur þessa að gefa sér góðan tíma til njóta …
Guðrún nýt­ur þessa að gefa sér góðan tíma til njóta mat­ar­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það kem­ur fyr­ir að ég fái mér gott lamba­kjöt, helst læri eða hrygg og ef ég kaupi naut þá vil ég það helst beint frá býli. En gjör­unn­in mat­væli, í mínu til­felli; Nei, takk. Hef eng­an áhuga. Fisk­ur er mikið tek­inn, sér­stak­lega góður þorsk­ur en svo er ég með mjög aum­an blett fyr­ir kræk­lingi úr Breiðafirði sem ég mat­reiði með skallottu­lauk, hvít­lauk, tim­i­ani, lár­viðarlaufi og mysu með dassi af rjóma.“

Not­ar góða fæðu til að byggja sig upp

Eft­ir harðan heilsu­vet­ur síðastliðinn vet­ur nota Guðrún góða fæðu, jurtir, ol­í­ur og víta­mín til að byggja hana upp. „Sem sann­ar­lega er mikið vit í. Meðal ann­ars ætla ég að drífa mig á nám­skeið hjá Heiðu Björk ayur­veda­sér­fræðingi í októ­ber, sem verður reynd­ar haldið í Systra­sam­lag­inu. Það er alltaf gott að létta á melt­ing­unni og hreinsa til af og til . Það vil ég helst gera með þeirri stór­kost­legu aðferð sem ind­versku lífs­vís­ind­in byggja á. Þar er hugsað fyr­ir öllu og mann­eskj­an séð sem ein heild í tengsl­um við nátt­úr­una. Það þýðir til að mynda að á haust­in eld­um græn­metið frek­ar en að borða það hrátt og not­um góðar baun­ir, hrís­grjón, mikið af lækn­inga­jurt­um, drekk­um te og ekki síst, höf­um reglu á hlut­un­um. Jafn­framt er passað vel upp á prótein­in, kol­vetn­in og fit­una. Svo er auðvitað gerð hug­leiðsla, jóga og önd­un og annað með þessu. Ég hef fundið mína fjöl með því að stunda cross­fit og iðka jóga. Það er góð blanda.“

Stærsti mataráhrifa­vald­ur­inn í mínu lífi

Hvar færðu inn­blástur­inn þinn fyr­ir mat­ar­gerð?

„Stærsti mataráhrifa­vald­ur­inn í mínu lífi og margra ann­ara er Yotam Ottoleng­hi sem ég sæki mik­inn inn­blást­ur til enda hef­ur hann komið græn­meti og nýj­um bragðheimi upp á næsta plan Ég er stans­laust með bæk­urn­ar hans uppi við á milli þess sem ég fylg­ist með því sem hann hef­ur fram að færa til dæm­is á vef Guar­di­an. Þar er hann líka að leggja sitt af mörk­um gegn gjörunn­um mat­væl­um og svar­ar oft góðum spurn­ing­um eins; Ætti ég að elda upp úr ólífu­olíu.? Svarið hans er: „Ég hef alltaf þrjár ol­í­ur við hönd­ina þegar ég elda. Frá­bæra jóm­frúarolífu­olíu til að dreypa yfir rétti, salöt og eldað græn­meti eða í dress­ingu, hvers­dags ólífu­olíu fyr­ir víðtækri notk­un, og sól­blóma eða aðra jurta­ol­íu til steikja og djúp­steikja upp úr.” Þetta er gott „ritual“.

Á hinn bóg­inn elti ég stund­um líka trend­in ef það er vit í þeim. Eins og þetta síðasta á Tikt­ok sem sner­ist um ag­úrk­una. Gott að koma henni inn með þess­um hætti.  Í fyrra var það kota­sæl­an. Það var líka frá­bært. Allt sem ekki er gjör­unnið og tóm della er skemmti­legt.“

Upp­á­halds­haustrétt­ur­inn henn­ar Guðrún­ar 

Guðrún svipt­ir hér hul­unni af ein­um sín­um upp­á­halds­haustrétti sem á vel við þessa dag­ana og vert er að prófa. Hér er á ferðinni ofn­bakað grasker með sólþurrkuð tóm­at­mauki og steikt­um lauk. 

Ofnbakað grasker með sólþurrkuðu tómatmauki og steiktum lauk er einn …
Ofn­bakað grasker með sólþurrkuðu tóm­at­mauki og steikt­um lauk er einn af upp­á­halds­haustrétt­um Guðrún­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Grasker eru í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu í Systró

Vista Prenta

Ofn­bakað grasker með sólþurrkuðu tóm­at­mauki og steikt­um lauk

  • 1 stórt, mynd­ar­legt butt­ernut grasker, af­hýdd, fræhreinsað, skorið í þykk­ar sneiðar
  • 3 meðal­stór­ir lauk­ar, skorn­ir í sneiðar
  • 1 ½ tsk. fínt salt
  • 6 msk. sólþurrkað tóm­at­mauk, ef þið finnið það ekki, maukið sólþurrkaða tóm­ata í mat­vinnslu­vél
  • svart­ur pip­ar, nokkr­ir góðir snún­ing­ar
  • 2 msk. t.d. fínt spelt eða glút­en­laust mjöl, ef vill.
  • 150 ml ólífu­olía og auka til að smyrja formið

Aðferð:

  1. Blandið sneidd­um laukn­um sam­an við salt í stórri skál.
  2. Nuddið salt­inu inn í lauk­inn með ber­um hönd­um til að brjóta hann aðeins niður.
  3. Blandið sólþurrkaða tóm­at­mauk­inu, svört­um pip­ar og mjöli út í.
  4. Passið að maukið og mjölið dreif­ist jafnt yfir lauk­inn.
  5. Aft­ur; best er að nota ber­ar hend­urn­ar.
  6. Dreifið svo lauk­blönd­unni vel yfir allt graskerið.
  7. Dreypið ólífu­olí­unni yfir allt heila klappið og bakið í 30–40 mín­út­ur eða þar til lauk­ur­inn er far­inn að brún­ast og graskerið er orðið meyrt.
  8. Gald­ur­inn er að bera þenn­an lát­lausa rétt er að bera hann fram með grískri, tyrk­neskri eða þykkri veg­an jóg­úrt og skvetta eldpip­ar olíu yfir.
  9. Gott ráð er að gera stór­an skammt því hann er bæði góður heit­ur og kald­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert