Mateyjarkokteill GOTT sló í gegn

Mateyjarkokteillinn á GOTT í ár var innblásinn úr íslenskri náttúru …
Mateyjarkokteillinn á GOTT í ár var innblásinn úr íslenskri náttúru þar sem krækiberin eru í forgrunni. Samsett mynd

Það er að koma helgi og þá er að svipta hul­unni af helg­ar­kokteill Mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni er það þessi vín­rauði kræki­berja­kokteill sem var í boðið á veit­ingastaðnum GOTT í Vest­manna­eyj­um í til­efni mat­ar­hátíðar­inn­ar MAT­EY sem hald­in var í byrj­un sept­em­ber þar sem mikið var um dýrðir. Þessi kokteill sló í gegn hjá mat­ar­gest­um og mun á efa vera aft­ur í boði.

Klaudia barþjónn fór í berjatínslu á Eyjunni og nældi sér …
Klaudia barþjónn fór í berjatínslu á Eyj­unni og nældi sér í kræki­ber. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­mars

Heiður­inn af þess­um kokteil á Klaudia barþjónn á GOTT og hún bjó til að mynda til heima­gerðan kræki­berja­safa til að setja út í kokteil­inn ásamt sætu sírópi. Gam­an að sjá þegar ís­lenska nátt­úr­an fær að njóta sín í kokteila- og mat­ar­gerð en teymið á GOTT er iðið við að nýta það sem nátt­úr­an býður upp á.

Fallegur kokteill borinn fram í kampavínsglasi.
Fal­leg­ur kokteill bor­inn fram í kampa­víns­glasi. Ljós­mynd/​Karl Peters­son

Mateyjarkokteill GOTT sló í gegn

Vista Prenta

Mat­eyj­ar­kokteill GOTT – Kræki­berja­kokteill

Fyr­ir 1 - Kampa­víns­glas

  • 60 ml heima­gerður kræki­berja­safi (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 30 ml Ísa­fold gin
  • 20 ml eggja­hvíta
  • 20 ml sætt síróp (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 20 ml fersk­ur sítr­ónusafi
  • Klaki eft­ir þörf­um
  • Til skrauts:
  • Sítr­ónu lavend­er eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið kræki­berja­safa, gin, eggja­hvítu, sætt síróp, sítr­ónusafa í kokteil­hrist­ara og fyllið upp með klök­um.
  2. Hristið í um það bil 10 sek­únd­ur.
  3. Sigtið og hellið í hátt kampa­víns­glas.
  4. Skreytið glasið með sítr­ónu lavend­er.
  5. Berið fram og njótið.

Heima­gerður kræki­berja­safi

  • 2 kg fersk kræki­ber
  • 1l vatn
  • 1l syk­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið sam­an allt hrá­efnið í um það bil hálf­tíma.
  2. Síið ávext­ina gegn­um sigti og kælið saf­ann niður fyr­ir notk­un.

Sætt síróp

  • 1 kg hvít­ur flór­syk­ur
  • 1l vatn

Aðferð:

  1. Sjóðið hrá­efnið sam­an þar til syk­ur­inn hef­ur bráðnar al­veg og kælið síðan niður.
Í kokteilnum er líka íslenskt gin.
Í kokteiln­um er líka ís­lenskt gin. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­mars
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert