„Blóm geta nefnilega valdið magabólgum, uppköstum og niðurgangi“

Ólöf Ólafsdóttir konditori, fyr­rverandi meðlimur ís­lenska kokka­landsliðsins og bókaútgefandi með …
Ólöf Ólafsdóttir konditori, fyr­rverandi meðlimur ís­lenska kokka­landsliðsins og bókaútgefandi með meiru gef­ur les­end­um Mat­ar­vefarvefsins góð hús­ráð alla föstu­daga í vetur. Samsett mynd

Ólöf Ólafs­dótt­ir konditori, fyr­rver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins og rit­höf­und­ur mun gefa les­end­um Mat­ar­vefar­vefs­ins góð hús­ráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an að því að baka og skreyta kök­ur. 

Ólöf gaf út bók­ina Ómót­stæðileg­ir eft­ir­rétt­ir í fyrra sem inni­held­ur meðal ann­ars afar góð ráð fyr­ir bakst­ur og eft­ir­rétta­gerð.

Hún starfar sem konditori á veit­ingastaðnum Mon­keys og á heiður­inn af eft­ir­rétt­seðlin­um sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda meðal mat­ar­gesta. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir vinn­unni sinni og seg­ir fátt meira gef­andi en gefa fólki að borða.

Fyrsta heil­ræði sem Ólöf ætl­ar að gefa okk­ur er hvaða blóm er vert að nota þegar skreyta á kök­ur og eft­ir­rétti.

Uppáhaldsblóm Ólafar til að skreyta með eru fjólur og orkideur.
Upp­á­halds­blóm Ólaf­ar til að skreyta með eru fjól­ur og orki­de­ur. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

Vert að vita hvaða blóm ber að var­ast

„Blóm sem skreyt­ing í köku- og mat­ar­gerð hef­ur verið mjög vin­sæl í gegn­um árin. En passaðu hvaða blóm eru æt og hvaða blóm ber að var­ast. Blóm geta nefni­lega valdið maga­bólg­um, upp­köst­um og niður­gangi. Dæmi um þannig blóm er til dæm­is brúðarslör sem hef­ur verið afar vin­sælt í gegn­um árin. Mitt allra upp­á­halds­blóm til að skreyta með er annaðhvort fjól­ur eða orki­de­ur.“

Hægt er að fylgj­ast með Ólöfu á In­sta­gramsíðu henn­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert