Húsó-kanilhnútarnir eru fullkomnir með helgarkaffinu

Ómótstæðilega girnilegir kanilhnútarnir úr eldhúsinu í Húsó.
Ómótstæðilega girnilegir kanilhnútarnir úr eldhúsinu í Húsó. mbl.is/Árni Sæberg

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans töfr­ar fram leynd­ar­dóms­fulla upp­skrift úr eld­húsi skól­ans. Þessi upp­skrift hef­ur slegið í gegn hjá nem­end­um skól­ans og því ekki úr vegi að deila henni með les­end­um. 

Um er að ræða upp­skrift að kanil­hnút­um eða kanil­snúðum. Marta María seg­ir að bakst­ur­inn full­komni helgarkaffið.

Það tek­ur ekki lang­an tíma baka þessa og þeir eru svo góðir þegar þeir koma rjúk­andi heit­ir úr ofn­in­um. Hvað er betra en ilm­ur af nýj­um kanil­hnút­um?

Húsó-kanilhnútarnir eru fullkomnir með helgarkaffinu

Vista Prenta

Húsó- kanil­snúðar eða kanil­hnút­ar

Deigið

  • 1 ¾ dl mjólk
  • 75 g smjör eða smjör­líki
  • 4 ½ tsk. ger
  • 20 g syk­ur
  • 250 g brauðhveiti
  • ½ tsk salt

Fyll­ing­in

  • Brætt smjör eft­ir smekk
  • Kanil­syk­ur eft­ir smekk
  • 1 egg til pensl­un­ar
  • E.t.v. perlu­syk­ur

Aðferð:

  1. Hellið mjólk­inni í skál.
  2. Bræðið smjörið og hellið henni síðan út í skál­ina með mjólk­inni.
  3. Leysið því næst gerið upp í volg­um vökv­an­um.
  4. Bætið síðan rest­inni af þur­refn­um sam­an við og hnoðið sam­an með sleif.
  5. Stráið hveiti yfir deigið og leyfið því að hef­ast í u.þ.b. 40 mín­út­ur á volg­um stað.
  6. Fletjið deigið út í rétt­hyrn­ing.
  7. Síðan er næsta skref að smyrja fyll­ing­una á deigið
  8. Penslið bræddu smjöri yfir deigið.
  9. Stráið kanil­sykri yfir.
  10. Næst er það sam­setn­ing­in.
  11. Það er hægt að mynda alls kyns snúða. Hér nefn­um við þrjár aðferðir:

- Rúllið deig­inu upp í pylsu og skerið í sneiðar og raðið á plötu til að mynda hefðbundna kanil­snúða.

- Brjótið deigið í tvennt, skerið í lengj­ur og snúið upp á lengj­urn­ar í spíral eins og snigil til að mynda „kanil­hnúta”.

- Brjótið deigið í þrennt, eins og í viska­stykkja­brot. Skerið í lengj­ur. Skerið aft­ur í lengj­urn­ar þar til myndaðar hafa verið þrír arm­ar úr hverri lengju, fléttið arm­ana sam­an og snúið lengj­unni síðan beint upp í kanil­hnút.

Síðan er það loka­hnykk­ur­inn:

  1. Gott er að leyfa snúðunum að tví­hef­ast, hef­ast aft­ur í 10-20 mín­út­ur.
  2. Penslið snúðana með egg­inu, og stráið e.t.v. perlu­sykri yfir.
  3. Bakið við 175°C á und­ir og yfir hita í um það bil 10-12 mín­út­ur þar til snúðarn­ir eru orðnir gull­in­brún­ir. Gætið þess að of­baka þá ekki svo þeir verði ekki of stökk­ir og harðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert