Sælkera epla- og ferskjucrumble Sunnevu

mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir mæl­ir með epla- og fer­skjucrumble og seg­ir að sæl­ker­ar lands­ins séu afar hrifn­ir af upp­skrift­inni. Hún er ný­út­skrifuð sem bak­ari og fékk silf­ur­verðlaun á dög­un­um þegar hún tók þátt í Norður­landa­meist­ara­mót­inu í bakstri, Nordic Cup. Hún er tví­tug og alin upp í Kópa­vogi. Bakst­ur hef­ur alltaf verið í miklu upp­á­haldi hjá henni. 

„Frá því ég var lít­il fannst mér alltaf gam­an að baka og ákvað ég þegar ég var ein­ung­is 11 ára göm­ul að ég ætlaði að verða bak­ari. Árið 2020 byrjaði ég síðan í grunn­deild mat­væla við Mennta­skól­ann í Kópa­vogi og þá var framtíðin ráðin,“ seg­ir Sunn­eva. 

Keppn­is­skapið til staðar

„Sum­arið árið 2021 byrjaði ég á náms­samn­ingi í Sand­holt baka­ríi og var þar þangað til ég út­skrifaðist í vor. Sein­ustu ár hafa svo sann­ar­lega verið eins og rúss­íbanareið og hef ég gert margt skemmti­legt sem jók þekk­ingu mína og reynslu í fag­inu,“ seg­ir hún og er spennt fyr­ir framtíðinni.

Keppn­is­skapið er til staðar hjá Sunn­evu og þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hún tekið þátt í fleiri en eini keppni.

„Mín fyrsta keppni var haustið árið 2022, þá hreppti ég þriðja sæti í Nem­a­keppni bak­ara­nema. Í janú­ar árið 2023 fór ég til Dan­merk­ur þar sem ég fékk að prufa að vinna í mis­mun­andi bakarí­um og ég lærði mikið á þeim tíma. Það má með sanni segja að sú reynsla verði ávallt til staðar í reynslu­bank­an­um.“

Sunn­eva var þá hvergi nærri hætt og í októ­ber árið 2023 vann hún Kon­fekt­keppni árs­ins og í kjöl­farið vann hún ferð til New York á syk­ur- og súkkulaðiskúlp­túr­nám­skeið.  

„Einnig fékk ég þann heiður að  gera kon­fekt­mola fyr­ir hátíðar­kvöld­verð Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara.“

Áhug­inn ligg­ur í súkkulaðigerð

Áhugi Sunn­evu á súkkulaðigerð hef­ur auk­ist jafnt og þétt á síðustu árum og má segja að hún hafi fundið sínu hillu í bakstr­in­um. 

„Ég vissi alltaf að áhug­inn lá í súkkulaðigerð og var þetta sann­kallaður draum­ur að fá þessi tæki­færi og opnaði þetta fyr­ir enn fleiri tæki­færi. Eft­ir út­skrift fór ég til Þýska­lands að keppa í Norður­landa­móti bak­ara og þar sem við lent­um við í öðru sæti, sem er framúrsk­ar­andi ár­ang­ur. Þetta var geggjuð upp­lif­un og mun ávallt lifa í minn­ing­unni,“ seg­ir Sunn­eva. 

Fátt betra en eitt­hvað heitt og kosí

Sunn­evu ljóstr­ar upp sinni upp­á­halds­upp­skrift sem er up­p­lögð á fal­leg­um haust­degi.

„Fátt finnst mér betra á haust­in en að borða eitt­hvað heitt og kosí og fannst mér því epla- og fer­skjucrumble til­valið til að deila með les­end­um fyr­ir helg­ina.

Upp­skrift­in full­kom­in fyr­ir þá sem vilja gera eitt­hvað létt en samt gleðja bragðlauk­ana með ein­hverju góm­sætu. Það eru ekki mörg hrá­efni í þess­ari upp­skrift og mest af þeim leyn­ast upp í skáp hjá þér svo þú get­ur sparað þér ferð í búðina, “ seg­ir Sunn­eva og hlær.

Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeytt­um rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja kara­mellusósu yfir.

Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeyttum rjóma og …
Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeytt­um rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja kara­mellusósu yfir. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Sælkera epla- og ferskjucrumble Sunnevu

Vista Prenta

Epla- og fer­skjucrumble

Botn

  • 300 g epli
  • 300 g fer­skj­ur
  • 8 g maís­sterkja
  • 40 g púður­syk­ur
  • 5 g kanill

Aðferð:

  1. Byrjið á að skræla epl­in og skera þau í litla bita.
  2. Skerið fer­skj­urn­ar einnig í litla bita.
  3. Sunn­eva notaði fer­skj­ur í dós en einnig hægt að nota fersk­ar.
  4. Blandið maís­sterkj­unni, púður­sykr­in­um og kaniln­um sam­an við ávext­ina og setjið síðan í eld­fast mót.
  5. Gerið síðan crumblið og setjið ofan á (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  6. Berið fram með með vanilluís eða þeytt­um rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja kara­mellusósu yfir.

Crumblið

  • 50 g haframjöl
  • 60 g hveiti
  • 120 g púður­syk­ur
  • 5 g vanillu­drop­ar
  • 7 g kanill
  • 30 g kókós
  • 120 g mjúkt smjör
  • Klípa af salti

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an og hnoðið í hönd­un­um þangað til allt er komið sam­an og ekk­ert þurrt eft­ir í skál­inni.
  2. Setja crumblið yfir epl­in og fer­skj­urn­ar.
  3. Stráð yfir allt þannig að það þekja topp­inn vel.
  4. Bakað inn í ofni við 190°C hita í um 20-25 mín­út­ur eða þar crumblið er orðið gull­in­brúnt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert