Haustgrautur Jönu sem minnir á kanilsnúða

Haustgrauturinn er fallegur í glasi.
Haustgrauturinn er fallegur í glasi. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Hér er á ferðinni morg­un­verður úr smiðju Kristjönu Stein­gríms­dótt­ur heil­su­markþjálfa, sem er alla jafna kölluð Jana. Þetta er graut­ur sem gott er að gera kvöldið áður en þið ætlið að njóta hans. Þetta er ekta haust­graut­ur, hann er trefja­rík­ur, bragðgóður og minn­ir óneit­an­lega á kanil­snúða. Hægt er að fylgj­ast með Jönu á In­sta­gramsíðunni henn­ar hér.

Pekanhnetur og döðlur passa vel ofan á þennan graut.
Pek­an­hnet­ur og döðlur passa vel ofan á þenn­an graut. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

Haustgrautur Jönu sem minnir á kanilsnúða

Vista Prenta

Haust­graut­ur með kanil­snúða keim

Fyr­ir 1

  • ½ bolli gróf­ir hafr­ar
  • 1 bolli mjólk, jurta eða sú sem þú elsk­ar
  • 4-5 msk. grísk jóg­úrt
  • 1 msk. chia­fræ
  • 1 msk. kolla­g­en­duft, ef vill
  • 1 msk. próteindut­ft, ef vill
  • 1 msk. akas­íu hun­ang/ sæta að eig­in vali
  • 1 tsk. kanill

Ofan á:

  • Grísk jóg­úrt eft­ir smekk
  • pek­an­hnet­ur eft­ir smekk
  • sæta eft­ir smekk
  • kanill eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið höfr­um, mjólk, jóg­úrt, chia fræj­um, hlyns­írópi, kolla­g­en­dufti, prótein­dufti sam­an í skál eða krukku.
  2. Látið liggja yfir nótt í ís­skápn­um.
  3. Dag­inn eft­ir takið þið skál­ina eða krukk­una og toppið  inni­haldið með auka grískri jóg­úrt, pek­an­hnet­um, möndlu­f­lög­um, auka skvettu af sætu og kanill eft­ir smekk.
  4. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert