Haustgrautur Jönu sem minnir á kanilsnúða

Haustgrauturinn er fallegur í glasi.
Haustgrauturinn er fallegur í glasi. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Hér er á ferðinni morgunverður úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur heilsumarkþjálfa, sem er alla jafna kölluð Jana. Þetta er grautur sem gott er að gera kvöldið áður en þið ætlið að njóta hans. Þetta er ekta haustgrautur, hann er trefjaríkur, bragðgóður og minnir óneitanlega á kanilsnúða. Hægt er að fylgjast með Jönu á Instagramsíðunni hennar hér.

Pekanhnetur og döðlur passa vel ofan á þennan graut.
Pekanhnetur og döðlur passa vel ofan á þennan graut. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Haustgrautur með kanilsnúða keim

Fyrir 1

  • ½ bolli grófir hafrar
  • 1 bolli mjólk, jurta eða sú sem þú elskar
  • 4-5 msk. grísk jógúrt
  • 1 msk. chiafræ
  • 1 msk. kollagenduft, ef vill
  • 1 msk. próteindutft, ef vill
  • 1 msk. akasíu hunang/ sæta að eigin vali
  • 1 tsk. kanill

Ofan á:

  • Grísk jógúrt eftir smekk
  • pekanhnetur eftir smekk
  • sæta eftir smekk
  • kanill eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið höfrum, mjólk, jógúrt, chia fræjum, hlynsírópi, kollagendufti, próteindufti saman í skál eða krukku.
  2. Látið liggja yfir nótt í ísskápnum.
  3. Daginn eftir takið þið skálina eða krukkuna og toppið  innihaldið með auka grískri jógúrt, pekanhnetum, möndluflögum, auka skvettu af sætu og kanill eftir smekk.
  4. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert