„Mjög langt frá því að maturinn sé alltaf heimatilbúinn“

Hödd Víhjálmsdóttir almennatengill og lögfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að …
Hödd Víhjálmsdóttir almennatengill og lögfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hödd Vil­hjálms­dótt­ir, al­manna­teng­ill og lög­fræðing­ur hjá Kvis, á heiður­inn að vikumat­seðlin­um þessa vik­una sem er und­ir áhrif­um frá Ítal­íu og Mexí­kó.

Hödd hef­ur virki­lega gam­an af því að elda en vildi að hún gæti stund­um gefið sér meiri tíma í eld­hús­inu. 

„Skemmti­leg­ustu stund­irn­ar á heim­il­inu eru oft við mat­ar­borðið og það er mjög langt frá því að mat­ur­inn sem borðaður er sé alltaf heima­til­bú­inn,“ seg­ir Hödd og hlær.

„Ég er virki­lega góð í því að panta mat og skamm­ast mín afar lítið, ef nokkuð, fyr­ir þann styrk­leika minn.“

Vikumatseðillinn er meðal annars með áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó.
Vikumat­seðill­inn er meðal ann­ars með áhrif­um frá Ítal­íu og Mexí­kó. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Svona lít­ur vikumat­seðill­inn út hjá Hödd:

Mánu­dag­ur – Ofn­bakaður þorsk­hnakk­ar í ostasósu 

„Það er venja á heim­il­inu að hafa fisk á mánu­dög­um og góður þorsk­ur klikk­ar afar seint. Þetta er ljóm­andi fín upp­skrift sem ég fylgi stund­um og all­ir borða með bestu lyst.“

Þriðju­dag­ur – Steikartaco með mexí­kósku ívafi

„Ég elska nauta­kjöt og kórí­and­er, salt og ost, tortill­ur og mexí­kófíl­ing og get því víst ekki annað en elskað þenn­an rétt. Stelp­un­um finnst hann líka afar góður þannig að við græðum all­ar. Þar sem að ég fylgi yf­ir­leitt ekki upp­skrift­um alla leið tíni ég til ým­is­legt sem pass­ar með. Stein­ligg­ur.

Miðviku­dag­ur – Lax með feta­osti og sal­ati

„Lax, lax og aft­ur lax. Hann er svo auðvelt að elda og ekki skemm­ir fyr­ir hvað lax­inn er holl­ur og góður. Sítr­ón­an hress­ir rétt­inn við og feta­ost­ur ger­ir heil­mikið fyr­ir bragðlauk­ana.“

Fimmtu­dag­ur – Osta­fyllt­ar kjúk­linga­bring­ur í rjóma­legi

„Ég finn það á mér að við verðum í al­veg svaka­legu stuði fyr­ir kjúk­ling á fimmtu­dag­inn. Og rjóma. Svei mér þá. Hef gert þenn­an rétt nokkr­um sinn­um og hann gleður alltaf.“ 

Föstu­dag­ur – Fjög­urra ostapíts­an hans Jóa Fel

„Jói Fel á heiður­inn af föstu­dagspít­sunni enda varð ég síbak­andi hús­móðir með aðstoð Hag­kaups­bók­anna hans. Svo tök­um við Jói líka sömu þyngd í bekk og því á vel við að ég hendi í pitsuna hans. Alltaf jafn gott.“

Laug­ar­dag­ur – Mexí­kóskt sal­at sem tikk­ar í öll box

„Ég veit fátt betra en fersk­an mat og er þakk­lát fyr­ir að dæt­ur mín­ar eru alls ekki mat­vand­ar. Okk­ur finnst voða næs að dúndra sam­an í þetta sal­at en það er mat­ar­mikið og gott.“

Sunnu­dag­ur – Ítalsk­ar kjöt­boll­ur með mozzar­ella­fyll­ingu

„Ég er mik­ill aðdá­andi ít­alskr­ar mat­ar­gerðar og þessi rétt­ur er góður og eins er ákveðin stemn­ing í að búa til boll­urn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert