Nautatartar með japönsku ívafi í uppáhaldi hjá Hönnu

Nýstárleg og falleg útfærsla á nautatartar með japönsku ívafi.
Nýstárleg og falleg útfærsla á nautatartar með japönsku ívafi. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hanna Thor­d­ar­son leir­lista­kona og mat­gæðing­ur með meiru er snill­ing­ur þegar kem­ur að því að töfra fram fal­lega sæl­kera­rétti. Nautatart­ar með japönsku ívafi er eitt af því sem er í miklu upp­á­haldi hjá Hönnu en hún er á því að þessi rétt­ur er ekki allra. En þetta er full­kom­inn prótein­rétt­ur þegar unnið er með gæða hrá­efni.

„Þessa upp­skrift fékk ég hjá Guðrúnu vin­konu minni og er frá­bært að bera þenn­an fram sem for­rétt en eins og áður hef­ur komið fram þá er eins gott að það sé kjöt­fólk sem er að setj­ast að borðum,“ seg­ir Hanna.

Þar sem verið er að vinna með hrátt kjöt seg­ir Hanna að þurfi að hafa eft­ir­far­andi í huga:

  • Hrein­læti þar sem við erum að hand­fjatla hrátt kjöt.
  • Nota ís­lenskt gæðakjöt, skera frá sin­ar og fitu.
  • Til að forðast bakt­erí­ur er meg­in­regl­an sú að geyma kjötið í kæli og jafn­vel að skella því aðeins í fryst­inn, með því að hafa kjötið hálf­frosið er auðveld­ara að skera það niður.  
  • Kjötið er ekki látið standa lengi í stofu­hita.
  • Ekki fyr­ir ófrísk­ar kon­ur.

Hægt er að fylgj­ast með mat­ar­ást Hönnu á In­sta­gramsíðu henn­ar hér.

Nautatartar með japönsku ívafi í uppáhaldi hjá Hönnu

Vista Prenta

Nautatart­ar með japönsku ívafi

  • 250 g nauta­kjöt eins og nauta­lund, nautafile eða innra læri, skorið í lengj­ur og svo í litla bita
  • 1 – 1½ msk. soja japönsk
  • 3 msk. maj­ónes
  • 4 sneiðar af súr­deigs­brauði, ristaðar (má sleppa)
  • Smjör til steik­ing­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Límóna til skrauts, má sleppa ef vill
  • Par­mesanost­ur, rif­inn

Sveppa­blanda

  • 2 dl svepp­ir, smátt skorn­ir
  • 2 msk. safi úr límónu
  • 1 tsk. fínskorið/​rifið engi­fer
  • 1 tsk. ses­a­mol­ía
  • 1 krydd­mál syk­ur (krydd­mál er 1/​5 tsk.)
  • 1 krydd­mál salt

Aðferð:

  1. Skerið kjötið niður í ten­inga. Það eru til ýms­ar leiðir með það, sum­ir skera það fyrst langs­um og svo hvern bita aft­ur langs­um og síðan þvert í litla bita. Það er smekks­atriði hversu fínt kjötið er saxað niður. Það má gera tölu­vert áður en kjötið er borið fram en þá skipt­ir máli að geyma það í lokuðu íláti í kæli. 
  2. Best að taka kjötið úr kæli aðeins áður en það er borið fram svo að það sé ekki al­veg ískalt
  3. Næst skref er að gera sveppa­blönd­una.
  4. Blandið sam­an svepp­um, límónusafa, engi­feri, ses­a­mol­íu, sykri og salti í skál.
  5. Látið standa í 5 – 10 mín­út­ur.
  6. Sigtið vökv­ann frá.
  7. Takið kjötið úr kæli og hrærið sam­an við stuttu áður en það er borið fram.
  8. Steikið brauði í smjöri.
  9. Fal­legt að skera út hringi úr brauðinu. Ein út­gáfa er að nota hálfa límónu í staðinn fyr­ir brauð, þá þarf aðeins að skera af henni svo að hún sé stöðug.
  10. Setjið kjöt ofan á hvert brauð, gott að setja hring­mót á brauðið og kjötið ofan í það.
  11. Taka svo hring­mótið af og þá mynd­ast fal­leg heild
  12. Rifið síðan par­mesanost yfir.       
  13. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert